Salvör segir þau á Fréttablaðinu hæðast að miðaldra konum Jakob Bjarnar skrifar 12. september 2019 14:18 Salvör Kristjana segir auglýsingaherferð blaðsins gegnsýrða af aldursfordómum og kvenfyrirlitningu. Ritstjóri Fréttablaðsins hafnar því alfarið. Salvör Kristjana Gissurardóttir, lektor við Háskóla Íslands, telur auglýsingaherferð Fréttablaðsins, það er fyrir vefinn frettabladid.is, litaða af aldursfordómum og kvenfyrirlitningu. Salvör ritar pistil sem hún birtir á Facebooksíðu sinni og lýsir þar yfir verulegri óánægju með nýja auglýsingaherferð frettabladid.is. Salvör Kristjana er sérfræðingur á þessu sviði en hún gegndi lengi vel stöðu lektors í upplýsingatækni og tölvunotkun við Kennaraháskóla Íslands. Hún telur herferðina gegnsýrða fordómum. „Forsíða Fréttablaðsins í dag er liður í auglýsingaherferð sem einnig er sjónvarpsauglýsingar sem hafa verið í spilun undanfarna daga. Í sjónvarpsauglýsingunni er eldri kona sem sér eitthvað sniðugt og áhugavert á netinu og ætlar að sýna manni sínum en rekst þá í takka þannig að mynd af henni sjálfri birtist á skjánum. Og þá kemur boðskapurinn - boðskapur að þó þú kunnir ekkert á tæknina og samfélagsmiðla þá sé þarna úti fólk sem getur komið með þekkinguna til þín.“Að gera lítið úr miðaldra konum Salvör Kristjana segir hægan leik að lesa úr þessu og sú mynd sem hún dregur upp er ekki fögur: „Þessi auglýsing talar alveg inn í samtímann og staðalmyndirnar og á hverja er skotleyfi og að hverjum má hæðast að og gera lítið úr. Það má gera lítið úr miðaldra konum og tæknikunnáttu þeirra og hamra á þeirri skrýtnu hugmynd að það sé eitthvað samband milli aldurs og kyns og þess að það geta notað spjaldtölvu sér til gagns.“Salvör Kristjana segir auglýsingarnar tala inn í samtímann og sýna á hverja er skotleyfi og að hverjum megi hæðast.Salvör segir að tugir þúsunda Íslendinga séu nú í sérstökum Facebook-hópi, sem gerir hreinlega út á þetta: Hópur, „sem helgar sig því að gera gys að eldra fólki og því sem það telur vera hlægilegan lífstíl þess, hópurinn heitir „hópurinn sem allir eru miðaldra“ eða eitthvað í þá áttina. Það getur verið að þeir sem hönnuðu þessa auglýsingu hafi sótt þar innblástur.“Í auglýsingunum er gert góðlátlegt grín að öllum Pistill Salvarar, sem hún birti fyrir stundu, hefur þegar vakið verulega athygli. Ýmsar konur leggja orð í belg í athugasemdum og telja engan vafa á leika að þetta sé afskaplega fordómafull auglýsing.Vísir beindi fyrirspurn til Ólafar Skaftadóttur ritstjóra Fréttablaðsins, hvort það væri virkilega uppleggið; að gera lítið úr miðaldra konum. Hún vísar því alfarið á bug: „Absalútt!“ Ólöf bendir á að auglýsingarnar séu reyndar sex talsins og þar sé gert grín að ungum sem öldnum, konum og körlum. „Það er ekki nóg með að internetið og samfélagsmiðlar flækist fyrir alls konar fólki á öllum aldri á hátæknitímum, sem auglýsingaherferðin gerir góðlátlegt grín að, heldur hefur fólk ríka tilhneigingu til þess að oftúlka eða lesa í flest sem fyrir augu þess ber án þess að horfa á heildarmyndina,“ segir Ólöf í samtali við Vísi. Og bætir við: „Ég held að svo sé í þessu tilfelli og mæli með að fólk fylgist áfram með og horfi á auglýsingaherferðina til enda.“ Fjölmiðlar Jafnréttismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Salvör Kristjana Gissurardóttir, lektor við Háskóla Íslands, telur auglýsingaherferð Fréttablaðsins, það er fyrir vefinn frettabladid.is, litaða af aldursfordómum og kvenfyrirlitningu. Salvör ritar pistil sem hún birtir á Facebooksíðu sinni og lýsir þar yfir verulegri óánægju með nýja auglýsingaherferð frettabladid.is. Salvör Kristjana er sérfræðingur á þessu sviði en hún gegndi lengi vel stöðu lektors í upplýsingatækni og tölvunotkun við Kennaraháskóla Íslands. Hún telur herferðina gegnsýrða fordómum. „Forsíða Fréttablaðsins í dag er liður í auglýsingaherferð sem einnig er sjónvarpsauglýsingar sem hafa verið í spilun undanfarna daga. Í sjónvarpsauglýsingunni er eldri kona sem sér eitthvað sniðugt og áhugavert á netinu og ætlar að sýna manni sínum en rekst þá í takka þannig að mynd af henni sjálfri birtist á skjánum. Og þá kemur boðskapurinn - boðskapur að þó þú kunnir ekkert á tæknina og samfélagsmiðla þá sé þarna úti fólk sem getur komið með þekkinguna til þín.“Að gera lítið úr miðaldra konum Salvör Kristjana segir hægan leik að lesa úr þessu og sú mynd sem hún dregur upp er ekki fögur: „Þessi auglýsing talar alveg inn í samtímann og staðalmyndirnar og á hverja er skotleyfi og að hverjum má hæðast að og gera lítið úr. Það má gera lítið úr miðaldra konum og tæknikunnáttu þeirra og hamra á þeirri skrýtnu hugmynd að það sé eitthvað samband milli aldurs og kyns og þess að það geta notað spjaldtölvu sér til gagns.“Salvör Kristjana segir auglýsingarnar tala inn í samtímann og sýna á hverja er skotleyfi og að hverjum megi hæðast.Salvör segir að tugir þúsunda Íslendinga séu nú í sérstökum Facebook-hópi, sem gerir hreinlega út á þetta: Hópur, „sem helgar sig því að gera gys að eldra fólki og því sem það telur vera hlægilegan lífstíl þess, hópurinn heitir „hópurinn sem allir eru miðaldra“ eða eitthvað í þá áttina. Það getur verið að þeir sem hönnuðu þessa auglýsingu hafi sótt þar innblástur.“Í auglýsingunum er gert góðlátlegt grín að öllum Pistill Salvarar, sem hún birti fyrir stundu, hefur þegar vakið verulega athygli. Ýmsar konur leggja orð í belg í athugasemdum og telja engan vafa á leika að þetta sé afskaplega fordómafull auglýsing.Vísir beindi fyrirspurn til Ólafar Skaftadóttur ritstjóra Fréttablaðsins, hvort það væri virkilega uppleggið; að gera lítið úr miðaldra konum. Hún vísar því alfarið á bug: „Absalútt!“ Ólöf bendir á að auglýsingarnar séu reyndar sex talsins og þar sé gert grín að ungum sem öldnum, konum og körlum. „Það er ekki nóg með að internetið og samfélagsmiðlar flækist fyrir alls konar fólki á öllum aldri á hátæknitímum, sem auglýsingaherferðin gerir góðlátlegt grín að, heldur hefur fólk ríka tilhneigingu til þess að oftúlka eða lesa í flest sem fyrir augu þess ber án þess að horfa á heildarmyndina,“ segir Ólöf í samtali við Vísi. Og bætir við: „Ég held að svo sé í þessu tilfelli og mæli með að fólk fylgist áfram með og horfi á auglýsingaherferðina til enda.“
Fjölmiðlar Jafnréttismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira