Þekktir listamenn flykkjast til Húsavíkur og spila drunutónlist Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. september 2019 21:30 Tónlistarfólk stefnir til Húsavíkur þriðju helgina í október. Vísir/Vilhelm Kastljósið mun beinast að Húsavík í 24 klukkustundir helgina 19. til 20. október þegar alþjóðlegur tónlistarviðburður fer þar fram. Óhætt er að segja að viðburðurinn sé í óvenjulegri kantinum. Stjörnur koma erlendis frá, sömuleiðis af malbikinu í borginni og skipuleggjendur eiga allt eins von á því að fólk stundi jóga eða liggi á gólfinu og hreinlega sofi. Um er að ræða tónlistarhátíð sem fer fram á Fosshótel á Húsavík. Ókeypis verður á viðburðina fyrir hótel gesti og samhliða boðið upp á jógatíma. Tónlistin kemur vafalítið einhverjum spánskt fyrir sjónir þótt hún sé ekki ný af nálinni. Um er að ræða drunutónlist, drón, sem skipuleggjandi segir líklega fyrstu tónlistarstefnuna sem hafi orðið til.Barði Jóhannsson er einn þriggja listrænna stjórnanda við viðburðinn.Vildu gera eitthvað flott úti á landi Barði Jóhannsson, kenndur við Bang Gang, kemur að skipuleggjendum hátíðarinnar í samstarfi við fjölmarga aðila. Hann er einn þriggja listrænna stjórnenda. Melissa Auf Der Maur sem gerði garðinn frægan meðal annars með The Smashing Pumpkings og Hole er annar og Nathan Larson úr A Camp hinn. Barði segir hugmyndina hafa kviknað að gera áhugaverðan listviðburð úti á landi á Íslandi yfir vetrartímann; á stöðum eins og Húsavík. „Okkur langaði að búa til skemmtilega stemmningu úti á landi. Skapandi viðburð sem myndi hæfa bæði einstaklegum og fjölskyldum. Landsbyggðin er með nóg um að vera á sumrin og svo er ekkert í gangi á veturna,“ segir Barði í samtali við Vísi. Hann hafi hugsað til Nathan, bandaríska gítarleikarans, sem hann þekkir ágætlega ,,síðan í gamla daga“. Nathan og Melissa hafi nefnilega haldið viðburði í takti við þessa fyrir utan New York annars vegar og í Stokkhólmi hins vegar.Melissa Auf Der Maur, Nathan Larson og Jófríður í JFDR.Mikill fjöldi listamanna Húsavík varð fyrir valinu en hátíðin er unnin í samstarfi við ferðaþjónustuaðila norðan heiða. Fjöldi listamanna verður á Húsavík þessa helgi en hátíðin hefst klukkan tíu að morgni laugardagsins 19. október og stendur yfir í sléttan sólarhring. Fram koma auk Barða, Nathan og Melissu þau Julianna Barwick, Atli Örvarsson, Ólöf Arnalds, Skúli Sverrisson, Sin Fang, JFDR (Samaris), IamHelgi (Úlfur Úlfur), Borgar Magnason, Ingibjörg Stefansdóttir, Dísa, Kjartan Holm, Rauður, Arnbjörg Kristín, Rafnar og Taranga. Barði segir listrænu stjórnendurna hafa valið listamennina saman. Þau til dæmis munu ég, Nathan og Melissa spili saman og líka í sitthvoru lagi, svo leiði aðrir listamenn saman hesta sína en enginn er að flytja sína hefðbundnu tónlist. Allt verður drunutónlist sem blandist svo saman við jóga sem verður í gangi frá tólf á hádegi á laugardeginum til sex.Julianna Barwick spilar á hátíðinni, drunutónlist eins og allir hinir listamennirnir.Kjörið að liggja og sofna „Húsavík er heilsustaður, sjóböð, hvalaskoðun og náttúra, og svo kemur Yoga shala inn í þetta,“ segir Barði en Ingibjörg Stefánsdóttir jógakona er eigandi Yoga Shala í Reykjavík. „Drón og jóga tengjast sterkum böndum. Flestir sem koma í jógatíma eru að hlusta á drón eða söng,“ segir Barði. „Þetta verða ekki hefðbundnir rokktónleikar. Fólk má liggja og sofna ef það vill.“Aðdáendur Twin Peaks þekkja vel til drunutónlistar.Hangout með listamanninum Svo gæti farið að færri komist að en vilja á hátíðina sem fer fram í salnum á Fosshótel Húsavík, aðeins verður tekið á móti mjög takmörkuðum fjölda. Ekki er selt sérstaklega inn á listviðburðinn en hótel- og hlaðborðsgestir fá frítt og ganga fyrir. Barði minnir á hversu mikil náttúruperla Húsavík sé. Náttúran sé stórbrotin, hægt sé að fara í nýverðlaunuð notaleg sjóböð, hvalaskoðunarferðirnar séu alltaf vinsælar auk safnanna og gönguleiða á svæðinu. Þá sé hægt að komast með Erni beint til Húsavíkur en flugið taki um 50 mínútur. Barði er spenntur fyrir viðburðinum. „Þar er enginn tónleikahaldari og ekkert svið. Við verðum á miðju gólfinu. Þetta verður svona hangout með listamanninum og skapandi stemning meðal listamannanna.“ Hann mælir með því að tónleikagestir slökkvi á símanum og leggi hann frá sér, fari úr skóm og sé í þægilegum fötum. Teppi gætu komið sér vel og að prófa ólíkar staðsetningar inn í tónlistarrýminu. Fólk á að slappa af, taka tillit hvort til annars en upplifunin snúist að því hvernig líkami hvers og eins tengist hljóðbylgjum. Fólk eigi að koma sér vel fyrir sitjandi, liggjandi eða hvernig sem það vilji. Í liggjandi stöðu berist hljóðbylgjurnar lárétt til manns og ómi inn í líkamann.Nánar má kynna sér viðburðinn hér. Norðurþing Tónlist Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Sjá meira
Kastljósið mun beinast að Húsavík í 24 klukkustundir helgina 19. til 20. október þegar alþjóðlegur tónlistarviðburður fer þar fram. Óhætt er að segja að viðburðurinn sé í óvenjulegri kantinum. Stjörnur koma erlendis frá, sömuleiðis af malbikinu í borginni og skipuleggjendur eiga allt eins von á því að fólk stundi jóga eða liggi á gólfinu og hreinlega sofi. Um er að ræða tónlistarhátíð sem fer fram á Fosshótel á Húsavík. Ókeypis verður á viðburðina fyrir hótel gesti og samhliða boðið upp á jógatíma. Tónlistin kemur vafalítið einhverjum spánskt fyrir sjónir þótt hún sé ekki ný af nálinni. Um er að ræða drunutónlist, drón, sem skipuleggjandi segir líklega fyrstu tónlistarstefnuna sem hafi orðið til.Barði Jóhannsson er einn þriggja listrænna stjórnanda við viðburðinn.Vildu gera eitthvað flott úti á landi Barði Jóhannsson, kenndur við Bang Gang, kemur að skipuleggjendum hátíðarinnar í samstarfi við fjölmarga aðila. Hann er einn þriggja listrænna stjórnenda. Melissa Auf Der Maur sem gerði garðinn frægan meðal annars með The Smashing Pumpkings og Hole er annar og Nathan Larson úr A Camp hinn. Barði segir hugmyndina hafa kviknað að gera áhugaverðan listviðburð úti á landi á Íslandi yfir vetrartímann; á stöðum eins og Húsavík. „Okkur langaði að búa til skemmtilega stemmningu úti á landi. Skapandi viðburð sem myndi hæfa bæði einstaklegum og fjölskyldum. Landsbyggðin er með nóg um að vera á sumrin og svo er ekkert í gangi á veturna,“ segir Barði í samtali við Vísi. Hann hafi hugsað til Nathan, bandaríska gítarleikarans, sem hann þekkir ágætlega ,,síðan í gamla daga“. Nathan og Melissa hafi nefnilega haldið viðburði í takti við þessa fyrir utan New York annars vegar og í Stokkhólmi hins vegar.Melissa Auf Der Maur, Nathan Larson og Jófríður í JFDR.Mikill fjöldi listamanna Húsavík varð fyrir valinu en hátíðin er unnin í samstarfi við ferðaþjónustuaðila norðan heiða. Fjöldi listamanna verður á Húsavík þessa helgi en hátíðin hefst klukkan tíu að morgni laugardagsins 19. október og stendur yfir í sléttan sólarhring. Fram koma auk Barða, Nathan og Melissu þau Julianna Barwick, Atli Örvarsson, Ólöf Arnalds, Skúli Sverrisson, Sin Fang, JFDR (Samaris), IamHelgi (Úlfur Úlfur), Borgar Magnason, Ingibjörg Stefansdóttir, Dísa, Kjartan Holm, Rauður, Arnbjörg Kristín, Rafnar og Taranga. Barði segir listrænu stjórnendurna hafa valið listamennina saman. Þau til dæmis munu ég, Nathan og Melissa spili saman og líka í sitthvoru lagi, svo leiði aðrir listamenn saman hesta sína en enginn er að flytja sína hefðbundnu tónlist. Allt verður drunutónlist sem blandist svo saman við jóga sem verður í gangi frá tólf á hádegi á laugardeginum til sex.Julianna Barwick spilar á hátíðinni, drunutónlist eins og allir hinir listamennirnir.Kjörið að liggja og sofna „Húsavík er heilsustaður, sjóböð, hvalaskoðun og náttúra, og svo kemur Yoga shala inn í þetta,“ segir Barði en Ingibjörg Stefánsdóttir jógakona er eigandi Yoga Shala í Reykjavík. „Drón og jóga tengjast sterkum böndum. Flestir sem koma í jógatíma eru að hlusta á drón eða söng,“ segir Barði. „Þetta verða ekki hefðbundnir rokktónleikar. Fólk má liggja og sofna ef það vill.“Aðdáendur Twin Peaks þekkja vel til drunutónlistar.Hangout með listamanninum Svo gæti farið að færri komist að en vilja á hátíðina sem fer fram í salnum á Fosshótel Húsavík, aðeins verður tekið á móti mjög takmörkuðum fjölda. Ekki er selt sérstaklega inn á listviðburðinn en hótel- og hlaðborðsgestir fá frítt og ganga fyrir. Barði minnir á hversu mikil náttúruperla Húsavík sé. Náttúran sé stórbrotin, hægt sé að fara í nýverðlaunuð notaleg sjóböð, hvalaskoðunarferðirnar séu alltaf vinsælar auk safnanna og gönguleiða á svæðinu. Þá sé hægt að komast með Erni beint til Húsavíkur en flugið taki um 50 mínútur. Barði er spenntur fyrir viðburðinum. „Þar er enginn tónleikahaldari og ekkert svið. Við verðum á miðju gólfinu. Þetta verður svona hangout með listamanninum og skapandi stemning meðal listamannanna.“ Hann mælir með því að tónleikagestir slökkvi á símanum og leggi hann frá sér, fari úr skóm og sé í þægilegum fötum. Teppi gætu komið sér vel og að prófa ólíkar staðsetningar inn í tónlistarrýminu. Fólk á að slappa af, taka tillit hvort til annars en upplifunin snúist að því hvernig líkami hvers og eins tengist hljóðbylgjum. Fólk eigi að koma sér vel fyrir sitjandi, liggjandi eða hvernig sem það vilji. Í liggjandi stöðu berist hljóðbylgjurnar lárétt til manns og ómi inn í líkamann.Nánar má kynna sér viðburðinn hér.
Norðurþing Tónlist Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Sjá meira