Hækkað heitavatnsverð geti orðið banabiti Lambhaga Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. nóvember 2019 10:02 Hafberg Þórisson, garðyrkjumaður og eigandi Lambhaga. Fréttablaðið/GVA Hafberg Þórisson garðyrkjubóndi, sem rekur gróðrarstöðina Lambhaga í Úlfarsárdal í Reykjavík, segist íhuga að loka stöðinni vegna mikilla verðhækkana á heitu vatni. Þessu greinir Hafberg frá í viðtali við Bændablaðið í dag. Hafberg segir í samtali við Bændablaðið að frá 1. janúar 2020 muni hann þurfa að greiða 97 prósent meira fyrir heitt vatn en hann gerir nú. Verðið eftir hækkun verði um 120 krónur fyrir rúmmetrann á vatni. Þannig fari 600-800 þúsund króna verðmiðinn á vatninu á mánuði upp í 1,4 milljónir mánaðarlega. „Ef þessi hækkun á heitavatnsverði gengur eftir er aðeins tvennt í stöðunni. Annaðhvort að starfsemin hér leggist af og flytjist annað eða að sett verði upp kyndistöð við Lambhaga sem brenni þá plasti, timburkurli og kolum við háan hita líkt og gert er í Noregi og Danmörku. Mér finnst sorglegt að borgin sé að reyna að ýta okkur í burtu með þessum hætti,“ segir Hafberg í samtali við Bændablaðið. Lambhagi er staðsettur í Úlfarsárdal ofan við Vesturlandsveg en starfsemin á fjörutíu ára afmæli á þessu ári. Samkvæmt frétt Bændablaðsins telja gróðurhúsin um fimmtán þúsund fermetra og þar vinna að jafnaði um 25 starfsmenn. Fréttastofa hefur sett sig í samband við Orkuveitu Reykjavíkur vegna málsins. Landbúnaður Reykjavík Tengdar fréttir Garðyrkjubóndi fagnar hugmyndum viðskiptaráðherra Eigandi Lambhaga, einnar stærstu matjurtaframleiðslu á höfuðborgarsvæðinu, segist fagna hugmyndum viðskiptaráðherra um lækkun raforkuverðs til garðyrkjubænda til jafns við orkuverð til stóriðju. Hann segir raforkuverðið stærsta kostnaðarliðinn í garðyrkjurækt og áhyggjuefni hversu lítil nýliðun sé í greininni vegna þessa. 22. júlí 2007 19:35 Lambhaga veitt viðurkenning frá hverfisráði Á fundi hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals þann 15. júní var samþykkt að veita Gróðrarstöðinni Lambhaga viðurkenningu fyrir snyrtilegt nærumhverfi og góða þjónustu. Fimmtudaginn 16. júlí sótti formaður hverfisráðs, Óttarr Guðlaugsson húsbændur í Lambhaga heim en gróðrarstöðin er staðsett vestast í Úlfarsárdalnum. 16. júlí 2009 15:40 Íslenskt spínat reyndist hreint ekki vera spínat Niðurstaða þýskrar efnagreiningar sýnir að Lambhagaspínat er í raun kál af annarri grænmetisfjölskyldu. Matjurtin er mun járnminni. 5. apríl 2016 07:00 Mest lesið Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Hafberg Þórisson garðyrkjubóndi, sem rekur gróðrarstöðina Lambhaga í Úlfarsárdal í Reykjavík, segist íhuga að loka stöðinni vegna mikilla verðhækkana á heitu vatni. Þessu greinir Hafberg frá í viðtali við Bændablaðið í dag. Hafberg segir í samtali við Bændablaðið að frá 1. janúar 2020 muni hann þurfa að greiða 97 prósent meira fyrir heitt vatn en hann gerir nú. Verðið eftir hækkun verði um 120 krónur fyrir rúmmetrann á vatni. Þannig fari 600-800 þúsund króna verðmiðinn á vatninu á mánuði upp í 1,4 milljónir mánaðarlega. „Ef þessi hækkun á heitavatnsverði gengur eftir er aðeins tvennt í stöðunni. Annaðhvort að starfsemin hér leggist af og flytjist annað eða að sett verði upp kyndistöð við Lambhaga sem brenni þá plasti, timburkurli og kolum við háan hita líkt og gert er í Noregi og Danmörku. Mér finnst sorglegt að borgin sé að reyna að ýta okkur í burtu með þessum hætti,“ segir Hafberg í samtali við Bændablaðið. Lambhagi er staðsettur í Úlfarsárdal ofan við Vesturlandsveg en starfsemin á fjörutíu ára afmæli á þessu ári. Samkvæmt frétt Bændablaðsins telja gróðurhúsin um fimmtán þúsund fermetra og þar vinna að jafnaði um 25 starfsmenn. Fréttastofa hefur sett sig í samband við Orkuveitu Reykjavíkur vegna málsins.
Landbúnaður Reykjavík Tengdar fréttir Garðyrkjubóndi fagnar hugmyndum viðskiptaráðherra Eigandi Lambhaga, einnar stærstu matjurtaframleiðslu á höfuðborgarsvæðinu, segist fagna hugmyndum viðskiptaráðherra um lækkun raforkuverðs til garðyrkjubænda til jafns við orkuverð til stóriðju. Hann segir raforkuverðið stærsta kostnaðarliðinn í garðyrkjurækt og áhyggjuefni hversu lítil nýliðun sé í greininni vegna þessa. 22. júlí 2007 19:35 Lambhaga veitt viðurkenning frá hverfisráði Á fundi hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals þann 15. júní var samþykkt að veita Gróðrarstöðinni Lambhaga viðurkenningu fyrir snyrtilegt nærumhverfi og góða þjónustu. Fimmtudaginn 16. júlí sótti formaður hverfisráðs, Óttarr Guðlaugsson húsbændur í Lambhaga heim en gróðrarstöðin er staðsett vestast í Úlfarsárdalnum. 16. júlí 2009 15:40 Íslenskt spínat reyndist hreint ekki vera spínat Niðurstaða þýskrar efnagreiningar sýnir að Lambhagaspínat er í raun kál af annarri grænmetisfjölskyldu. Matjurtin er mun járnminni. 5. apríl 2016 07:00 Mest lesið Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Garðyrkjubóndi fagnar hugmyndum viðskiptaráðherra Eigandi Lambhaga, einnar stærstu matjurtaframleiðslu á höfuðborgarsvæðinu, segist fagna hugmyndum viðskiptaráðherra um lækkun raforkuverðs til garðyrkjubænda til jafns við orkuverð til stóriðju. Hann segir raforkuverðið stærsta kostnaðarliðinn í garðyrkjurækt og áhyggjuefni hversu lítil nýliðun sé í greininni vegna þessa. 22. júlí 2007 19:35
Lambhaga veitt viðurkenning frá hverfisráði Á fundi hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals þann 15. júní var samþykkt að veita Gróðrarstöðinni Lambhaga viðurkenningu fyrir snyrtilegt nærumhverfi og góða þjónustu. Fimmtudaginn 16. júlí sótti formaður hverfisráðs, Óttarr Guðlaugsson húsbændur í Lambhaga heim en gróðrarstöðin er staðsett vestast í Úlfarsárdalnum. 16. júlí 2009 15:40
Íslenskt spínat reyndist hreint ekki vera spínat Niðurstaða þýskrar efnagreiningar sýnir að Lambhagaspínat er í raun kál af annarri grænmetisfjölskyldu. Matjurtin er mun járnminni. 5. apríl 2016 07:00