José Mourinho, nýr knattspyrnustjóri Tottenham, hrósaði forvera sínum í starfi, Mauricio Pochettino, í hástert á fyrsta blaðamannafundi sínum hjá Spurs.
Pochettino var rekinn frá Tottenham á þriðjudaginn. Í gær var Mourinho svo kynntur sem eftirmaður hans.
„Þetta er heimilið hans. Hann getur komið hingað þegar hann vill. Þegar hann saknar leikmannanna eða starfsfólksins hér. Dyrnar standa honum alltaf opnar,“ sagði Mourinho.
Hann segir að Pochettino hafi ekki sagt sitt síðasta í þjálfun.
„Hann finnur hamingjuna aftur. Hann mun finna frábært félag á ný og eiga frábæra framtíð,“ sagði sá portúgalski.
Mourinho stýrir Tottenham í fyrsta sinn þegar liðið mætir West Ham United í hádeginu á laugardaginn.
Mourinho: Dyrnar standa Pochettino alltaf opnar

Tengdar fréttir

Jose Mourinho tekinn við Tottenham
Jose Mourinho hefur verið ráðinn nýr knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham Hotspurs.

Mourinho fær næstum því helmingi hærri laun en Pochettino
José Mourinho fær vel borgað hjá Tottenham.

Levy: Erum að fá einn sigursælasta stjórann í boltanum
Jose Mourinho hefur unnið allt á þessari öld á meðan Tottenham hefur ekkert unnið.

Mourinho lofar stuðningsmönnum Spurs ástríðu
Jose Mourinho stýrir Tottenham í fyrsta sinn í hádegisleiknum á laugardag.

Mourinho útskýrir afhverju hann tekur við Tottenham
Jose Mourinho er mættur aftur í enska boltann.

Alli og Kane ausa Pochettino lofi
Leikmenn Tottenham mæra sinn fyrrum yfirmann á samfélagsmiðlum.

Pochettino rekinn frá Tottenham
Argentínumaðurinn er farin frá Norður-Lundúnarliðinu.