Að sögn Kristjáns Þórs Magnússonar, sveitarstjóra Norðurþings, er um gamla hugmynd að ræða, sennilega frá þeim tíma þegar lögnin var lögð í bakkann, en á veginum sem liggur þvert í gegnum bæinn munu verða áningar- og útsýnisstaðir.

Ferðamannastraumur hefur aukist mikið á Húsavík.
Stór skemmtiferðaskip koma þar við og hvalaskoðunarbransinn hefur vaxið mikið.
Kristján Þór segir að bæjaryfirvöld hafi metnað til þess að hafa bæinn og sveitarfélagið allt snyrtilegt og fínt fyrir ferðamenn.
„Ég hugsa að það hafi ekki spillt fyrir hversu glæsilegur stígurinn á Akureyri er, útsýnis- og samgöngustígur með fram sjólínunni.“
Stefnan er sett á að reyna að klára flesta áningarstaðina á næsta ári og að verkið verði fullklárað ári seinna. Þá er einnig til hönnun af stigaverki niður frá veginum. „Stíginn er samt hægt að nota núna, hann er upphitaður og fínn,“ segir Kristján.