Lærissveinar Kristjáns Andréssonar í Rhein-Neckar Löwen unnu fjögurra sigur á Minden í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.
Ljónin tóku yfirhöndina strax í upphafi leiksins en náðu þó ekki að hrista heimamenn almennilega af sér og var staðan 12-13 í hálfleik.
Leikurinn var jafn í upphafi seinni hálfleiks þar til Minden tók forystuna. Rhein-Neckar náði að jafna metin á 49. mínútu og taka svo forystuna á nýjan leik.
Eftir fimm mörk í röð voru Ljónin komin í þægilega stöðu og unnu þeir svo þægilegan 24-28 sigur.
