Alræmdur glæpaleiðtogi lést í fangelsi af völdum veirunnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. maí 2020 22:42 Lögregla hafði hendur í hári Escamilla árið 2008. Vísir/Getty Moisés Escamilla May, alræmdur mexíkóskur glæpaleiðtogi, lést í fangelsi í Mexíkó á föstudag. Ástæðan var Covid-19, sjúkdómurinn sem kórónuveiran getur valdið. Escamilla, sem var 45 ára þegar hann lést, var leiðtogi hóps innan glæpagengisins Los Zetas. Hópurinn sem hann leiddi starfaði að mestu í Cancún í Mexíkó, sem er vinsæll ferðamannastaður. Raunar var hann sá umsvifamesti á kókaínmarkaði á svæðinu, þar til lögreglu tókst að hafa hendur í hári hans árið 2008. Hann afplánaði 37 ára fangelsisdóm þegar hann lést. Dóminn hlaut hann meðal annars fyrir aðild sína að aftökum á 12 mönnum. Escamilla er á vef breska ríkisútvarpsins BBC sagður hafa byrjað að finna fyrir erfiðleikum með öndun síðastliðinn miðvikudag. Hann lést tveimur dögum síðar, en mexíkósk stjórnvöld greindu ekki frá andláti hans fyrr en í dag. Alls hafa 35 þúsund tilfelli kórónuveirunnar verið staðfest í Mexíkó. Samkvæmt opinberum tölum hafa 3.645 manns látið lífið af völdum hennar. Hafa varað við aðbúnaði í fangelsum Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að aðbúnaður í fangelsum rómönsku Ameríku, sem oft á tíðum er ansi slæmur, geti valdið því að kórónuveiran breiðist óáreitt út milli fanga og starfsmanna fangelsa. Þannig verði fangelsin eins konar gróðrarstía veirunnar. Ástandið í fangelsum þessa heimshluta hefur valdið uppþotum meðal fanga í Venesúela, Kólumbíu og Perú. Fangar telja fangelsisyfirvöld ekki hafa gert nóg til þess að draga úr hættu á útbreiðslu veirunnar innan veggja fangelsanna. Þá hafa mexíkósk lög sem veitt hafa ákveðnum hópi fanga sakaruppgjöf, til þess að draga úr álagi á fangelsi, mætt harðri gagnrýni aðgerðasinna sem telja að ekki sé nógu langt gengið til þess að tryggja öryggi fanga. Mexíkó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Moisés Escamilla May, alræmdur mexíkóskur glæpaleiðtogi, lést í fangelsi í Mexíkó á föstudag. Ástæðan var Covid-19, sjúkdómurinn sem kórónuveiran getur valdið. Escamilla, sem var 45 ára þegar hann lést, var leiðtogi hóps innan glæpagengisins Los Zetas. Hópurinn sem hann leiddi starfaði að mestu í Cancún í Mexíkó, sem er vinsæll ferðamannastaður. Raunar var hann sá umsvifamesti á kókaínmarkaði á svæðinu, þar til lögreglu tókst að hafa hendur í hári hans árið 2008. Hann afplánaði 37 ára fangelsisdóm þegar hann lést. Dóminn hlaut hann meðal annars fyrir aðild sína að aftökum á 12 mönnum. Escamilla er á vef breska ríkisútvarpsins BBC sagður hafa byrjað að finna fyrir erfiðleikum með öndun síðastliðinn miðvikudag. Hann lést tveimur dögum síðar, en mexíkósk stjórnvöld greindu ekki frá andláti hans fyrr en í dag. Alls hafa 35 þúsund tilfelli kórónuveirunnar verið staðfest í Mexíkó. Samkvæmt opinberum tölum hafa 3.645 manns látið lífið af völdum hennar. Hafa varað við aðbúnaði í fangelsum Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að aðbúnaður í fangelsum rómönsku Ameríku, sem oft á tíðum er ansi slæmur, geti valdið því að kórónuveiran breiðist óáreitt út milli fanga og starfsmanna fangelsa. Þannig verði fangelsin eins konar gróðrarstía veirunnar. Ástandið í fangelsum þessa heimshluta hefur valdið uppþotum meðal fanga í Venesúela, Kólumbíu og Perú. Fangar telja fangelsisyfirvöld ekki hafa gert nóg til þess að draga úr hættu á útbreiðslu veirunnar innan veggja fangelsanna. Þá hafa mexíkósk lög sem veitt hafa ákveðnum hópi fanga sakaruppgjöf, til þess að draga úr álagi á fangelsi, mætt harðri gagnrýni aðgerðasinna sem telja að ekki sé nógu langt gengið til þess að tryggja öryggi fanga.
Mexíkó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira