Slaka á takmörkunum þrátt fyrir að ná ekki eigin skilyrðum Samúel Karl Ólason skrifar 13. maí 2020 11:40 Kona skannar hitastig farþega á flugvelli í Róm. AP/Andrew Medichini Verið er að slaka á takmörkunum á viðskiptalífinu og ferðarfrelsi víða um Evrópu. Mörg Evrópuríki hafa þó ekki náð eigin skilyrðum fyrir tilslökunum en yfirvöld þeirra halda samt ótrauð áfram. Virðist það eiga sérstaklega við ríki sem hafa orðið verulega illa úti vegna nýju kóronuveirunnar. Sérfræðingar hafa víða og ítrekað varað við því að fara of geyst í þessum málum. Ríkisstjórn Ítalíu hét því að dreifa milljónum andlitsgríma í apótek landsins, að taka 150 þúsund mótefnapróf og að gefa út rakningarapp. Ekkert hefur orðið af þessu en þrátt fyrir það heldur opnun Ítalíu áfram. AP fréttaveitan hefur eftir Domenico Arcuri, sem er einn af stjórnendum Almannavarna Ítalíu, að Ítalir viti hvernig þeir eigi að verja sig, jafnvel þó próf, grímur eða rakning séu til staðar. Rakning Frakka í uppnámi Yfirvöld Frakklands hafa heitið því að „vernda, prófa og rekja“ alla þá sem koma nærri kórónuveirunni. Sú áætlun beið þó hnekki í gær þegar Hæstiréttur Frakklands setti út á ætlanir ríkisins varðandi rakningu og skipaði ríkinu að vernda persónuupplýsingar betur. Rakningarlögin, sem tóku gildi í gær fólu í sér að rakningarteymi yfirvalda deildu upplýsingum um sjúklinga á vefþjóni í eigu ríkisins, hvort sem viðkomandi sjúklingar samþykktu það eða ekki. Þar að auki hefur Emmanuel Macron, forseti Frakklands, heitið því að Frakkar framkvæmi minnst 700 þúsund próf á viku. Undanfarið hafa þau þó ekki verið fleiri en 200 til 270 þúsund á viku. Skólar voru opnaðir í Frakklandi í vikunni en þrátt fyrir mikinn viðbúnað, grímur, sótthreinsiefni og tveggja metra reglur, óttast kennarar að það dugi ekki til. Erfitt sé að tryggja öryggi bæði nemenda og kennara. Samkvæmt frétt France24 hafa borist fregnir af því að skólum hafi ekki borist sá hlífðarbúnaður sem þeir hafi átt að fá. Ómögulegt að fylgja viðmiðum ríkisins Á Bretlandi hefur tekist að fjölga prófum verulega en rakning smitrakning hefur ekki farið eins og til stóð. Hætta þurfti rakningu þegar kórónuveiran var í hvað mestri dreifingu á Bretlandi og vinna yfirvöld þar nú að því að því að ráða þúsundir í rakningarteymi ríkisins. Fólk er byrjað að mæta aftur til vinnu og í London hafa íbúar áhyggjur af ástandinu í neðanjarðarlestakerfi borgarinnar. Farþegar segja ómögulegt að fylgja viðmiðum ríkisins varðandi félagasforðun. Í samtali við BBC segir einn farþegi að mikill minnihluti fólks í lestum London hafi verið með grímur. Viðkomandi sagðist óttast aðra bylgju faraldursins þar í landi. Vilja bjarga ferðaþjónustu Evrópu Forsvarsmenn Evrópu stefna nú að því að opna landamæri Evrópuríkja til að reyna að bjarga ferðaþjónustu heimsálfunnar og þá sérstaklega í suðurhluta Evrópu. Blaðamenn Guardian hafa séð drög að tillögu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um að opna eigi ríki sem virðist hafa náð tökum á faraldrinum og hafi getu til að bregðast við nýjum tilfellum sem kunna að skjóta upp kollinum. Ferðaþjónusta samsvarar um tíu prósentum af hagkerfi ESB og er sérstaklega mikilvæg ríkjum eins og Spáni, Ítalíu og Grikklandi. Grikkir hafa komið tiltölulega vel út úr baráttunni við Covid-19 og sjá færi á að opna landið fyrir ferðamönnum á næstunni og þá sérstaklega frá ríkjum sem talin eru örugg. Harry Theoharis, ferðamálaráðherra Grikklands, sagði í gær að ríkisstjórn landsins stefndi að því að semja við önnur ríki um opnun landamæra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Ítalía Frakkland Spánn Bretland Grikkland Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Sjá meira
Verið er að slaka á takmörkunum á viðskiptalífinu og ferðarfrelsi víða um Evrópu. Mörg Evrópuríki hafa þó ekki náð eigin skilyrðum fyrir tilslökunum en yfirvöld þeirra halda samt ótrauð áfram. Virðist það eiga sérstaklega við ríki sem hafa orðið verulega illa úti vegna nýju kóronuveirunnar. Sérfræðingar hafa víða og ítrekað varað við því að fara of geyst í þessum málum. Ríkisstjórn Ítalíu hét því að dreifa milljónum andlitsgríma í apótek landsins, að taka 150 þúsund mótefnapróf og að gefa út rakningarapp. Ekkert hefur orðið af þessu en þrátt fyrir það heldur opnun Ítalíu áfram. AP fréttaveitan hefur eftir Domenico Arcuri, sem er einn af stjórnendum Almannavarna Ítalíu, að Ítalir viti hvernig þeir eigi að verja sig, jafnvel þó próf, grímur eða rakning séu til staðar. Rakning Frakka í uppnámi Yfirvöld Frakklands hafa heitið því að „vernda, prófa og rekja“ alla þá sem koma nærri kórónuveirunni. Sú áætlun beið þó hnekki í gær þegar Hæstiréttur Frakklands setti út á ætlanir ríkisins varðandi rakningu og skipaði ríkinu að vernda persónuupplýsingar betur. Rakningarlögin, sem tóku gildi í gær fólu í sér að rakningarteymi yfirvalda deildu upplýsingum um sjúklinga á vefþjóni í eigu ríkisins, hvort sem viðkomandi sjúklingar samþykktu það eða ekki. Þar að auki hefur Emmanuel Macron, forseti Frakklands, heitið því að Frakkar framkvæmi minnst 700 þúsund próf á viku. Undanfarið hafa þau þó ekki verið fleiri en 200 til 270 þúsund á viku. Skólar voru opnaðir í Frakklandi í vikunni en þrátt fyrir mikinn viðbúnað, grímur, sótthreinsiefni og tveggja metra reglur, óttast kennarar að það dugi ekki til. Erfitt sé að tryggja öryggi bæði nemenda og kennara. Samkvæmt frétt France24 hafa borist fregnir af því að skólum hafi ekki borist sá hlífðarbúnaður sem þeir hafi átt að fá. Ómögulegt að fylgja viðmiðum ríkisins Á Bretlandi hefur tekist að fjölga prófum verulega en rakning smitrakning hefur ekki farið eins og til stóð. Hætta þurfti rakningu þegar kórónuveiran var í hvað mestri dreifingu á Bretlandi og vinna yfirvöld þar nú að því að því að ráða þúsundir í rakningarteymi ríkisins. Fólk er byrjað að mæta aftur til vinnu og í London hafa íbúar áhyggjur af ástandinu í neðanjarðarlestakerfi borgarinnar. Farþegar segja ómögulegt að fylgja viðmiðum ríkisins varðandi félagasforðun. Í samtali við BBC segir einn farþegi að mikill minnihluti fólks í lestum London hafi verið með grímur. Viðkomandi sagðist óttast aðra bylgju faraldursins þar í landi. Vilja bjarga ferðaþjónustu Evrópu Forsvarsmenn Evrópu stefna nú að því að opna landamæri Evrópuríkja til að reyna að bjarga ferðaþjónustu heimsálfunnar og þá sérstaklega í suðurhluta Evrópu. Blaðamenn Guardian hafa séð drög að tillögu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um að opna eigi ríki sem virðist hafa náð tökum á faraldrinum og hafi getu til að bregðast við nýjum tilfellum sem kunna að skjóta upp kollinum. Ferðaþjónusta samsvarar um tíu prósentum af hagkerfi ESB og er sérstaklega mikilvæg ríkjum eins og Spáni, Ítalíu og Grikklandi. Grikkir hafa komið tiltölulega vel út úr baráttunni við Covid-19 og sjá færi á að opna landið fyrir ferðamönnum á næstunni og þá sérstaklega frá ríkjum sem talin eru örugg. Harry Theoharis, ferðamálaráðherra Grikklands, sagði í gær að ríkisstjórn landsins stefndi að því að semja við önnur ríki um opnun landamæra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Ítalía Frakkland Spánn Bretland Grikkland Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Sjá meira