Æðsti herforingi Bandaríkjanna iðrast kirkjugöngunnar með Trump Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2020 18:09 Milley, formaður herforingjaráðsins, (til hægri) var einn þeirra embættismanna sem fylgdu Donald Trump forseta yfir Lafayette-torg eftir að lögregla hafði rutt friðsömum mótmælendum í burtu á öðrum degi hvítasunnu. Torgið var rýmt til þess að Trump gæti látið taka myndir af sér með Biblíu í hendi við St. John's-kirkjuna handan torgsins. AP/Patrick Semansky Formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna segist hafa gert mistök með því að fylgja Donald Trump forseta að St. John‘s-kirkjunni í Washington-borg þar sem Trump lét taka af sér myndir með Biblíu. Með því hafi herinn blandast inn í innanlandsstjórnmál. Lögregla beitti gasi og gúmmíkúlum gegn friðsömum mótmælendum eftir að Hvíta húsið gaf skipun um að Lafayette-torg skyldi rýmt á öðrum degi hvítasunnu. Trump gekk svo með nokkrum ráðherrum og ráðgjöfum yfir torgið að St. John‘s-kirkjunni sem hafði orðið fyrir skemmdum í mótmælum hvítasunnuhelgarinnar gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju eftir dráp lögreglu á George Floyd í Minneapolis. Þar lét forsetinn aðeins mynda sig með Biblíu í hendi áður en hann sneri aftur í Hvíta húsið. Framboð Trump til endurkjörs nýtti svo myndefnið í auglýsingar þar sem forsetinn var mærður fyrir forystuhæfileika sína. Uppákoman vakti harða gagnrýni en hún kom beint í kjölfar þess að Trump hótaði að beita hernum til að kveða niður mótmæli víða um Bandaríkin jafnvel þó að ríkisstjórar legðust gegn því. Sjónarspilið varð James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Trump og fyrrverandi herforingja, tilefni til að rjúfa þögn sína og saka Trump um að sundra þjóðinni og virða ekki stjórnarskrána. Mark Esper, núverandi varnarmálaráðherra, lýsti sig einnig andsnúinn því að beita hernum. Athygli vakti að Mark Milley, formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, var í hópnum sem fylgdi forsetanum. Milley var jafnframt í herklæðum þrátt fyrir að yfirmenn hersins séu yfirleitt í borgaralegum klæðnaði þegar þeir funda með forsetanum í Hvíta húsinu. Herinn verði að halda sig utan við stjórnmálin Við skólaslit Varnarmálaháskólans í dag lýsti Milley iðrun yfir að hafa tekið þátt í myndatækifæri Trump. „Ég hefði ekki átt að vera þarna,“ sagði Milley í ræðu við athöfnina, að sögn AP-fréttastofunnar. „Nærvera mína þarna á þessu augnabliki og í þessu umhverfi skapaði þá ímynd að herinn væri þátttakandi í innanlandsstjórnmálum,“ sagði Milley sem fullyrti að hann hefði lært sína lexíu af uppákomunni. Lagði herforinginn áherslu á mikilvægi þess að herinn héldi sig utan við stjórnmálaþras. Lýsti hann einnig andstyggð sinni á drápinu á Floyd sem var kveikjan að mótmælunum. Hvatti hann hermenn og embættismenn sem hlýddu á ávarpið til að láta dauða Floyd verða sér áminningu um aldalangt óréttlæti sem svartir Bandaríkjamenn hafa mátt þola. Trump hefur ekki brugðist við orðum Milley þegar þessi orð eru skrifuð. AP-fréttastofan segir að hætta sé á að þau eigi eftir að reita forsetann til reiði sem er afar hörundsár gagnvart nokkru því sem gæti talist gagnrýni á framferði hans eða störf. Tvennum sögum hefur farið af því hver skipaði fyrir um að Lafayette-torg skyldi rýmt fyrir myndatöku Trump. Hvíta húsið hefur fullyrt að William Barr, dómsmálaráðherra, hafi gefið skipunina en Barr reyndi að fjarlægja sig ákvörðuninni í vikunni. Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Tengdar fréttir Ráðherra ósammála Trump um að beita hernum Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út. 3. júní 2020 15:58 Fór sjálfur á vettvang og ýtti á eftir rýmingu torgsins fyrir ávarp Trump William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, fór sjálfur á vettvang og fyrirskipaði lögreglumönnum að úttvíkka það svæði sem mótmælendur máttu ekki vera á við Laffayette-torg í grennd við Hvíta húsið í Washington. 2. júní 2020 20:05 Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. 2. júní 2020 07:55 Mótmælendur beittir táragasi fyrir myndatöku Trump Á meðan Trump hélt ávarpið skutu lögregluþjónar táragasi og hvellsprengjum að friðsömum mótmælendum við St. John's kirkjuna nærri Hvíta húsinu. 2. júní 2020 00:00 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna segist hafa gert mistök með því að fylgja Donald Trump forseta að St. John‘s-kirkjunni í Washington-borg þar sem Trump lét taka af sér myndir með Biblíu. Með því hafi herinn blandast inn í innanlandsstjórnmál. Lögregla beitti gasi og gúmmíkúlum gegn friðsömum mótmælendum eftir að Hvíta húsið gaf skipun um að Lafayette-torg skyldi rýmt á öðrum degi hvítasunnu. Trump gekk svo með nokkrum ráðherrum og ráðgjöfum yfir torgið að St. John‘s-kirkjunni sem hafði orðið fyrir skemmdum í mótmælum hvítasunnuhelgarinnar gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju eftir dráp lögreglu á George Floyd í Minneapolis. Þar lét forsetinn aðeins mynda sig með Biblíu í hendi áður en hann sneri aftur í Hvíta húsið. Framboð Trump til endurkjörs nýtti svo myndefnið í auglýsingar þar sem forsetinn var mærður fyrir forystuhæfileika sína. Uppákoman vakti harða gagnrýni en hún kom beint í kjölfar þess að Trump hótaði að beita hernum til að kveða niður mótmæli víða um Bandaríkin jafnvel þó að ríkisstjórar legðust gegn því. Sjónarspilið varð James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Trump og fyrrverandi herforingja, tilefni til að rjúfa þögn sína og saka Trump um að sundra þjóðinni og virða ekki stjórnarskrána. Mark Esper, núverandi varnarmálaráðherra, lýsti sig einnig andsnúinn því að beita hernum. Athygli vakti að Mark Milley, formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, var í hópnum sem fylgdi forsetanum. Milley var jafnframt í herklæðum þrátt fyrir að yfirmenn hersins séu yfirleitt í borgaralegum klæðnaði þegar þeir funda með forsetanum í Hvíta húsinu. Herinn verði að halda sig utan við stjórnmálin Við skólaslit Varnarmálaháskólans í dag lýsti Milley iðrun yfir að hafa tekið þátt í myndatækifæri Trump. „Ég hefði ekki átt að vera þarna,“ sagði Milley í ræðu við athöfnina, að sögn AP-fréttastofunnar. „Nærvera mína þarna á þessu augnabliki og í þessu umhverfi skapaði þá ímynd að herinn væri þátttakandi í innanlandsstjórnmálum,“ sagði Milley sem fullyrti að hann hefði lært sína lexíu af uppákomunni. Lagði herforinginn áherslu á mikilvægi þess að herinn héldi sig utan við stjórnmálaþras. Lýsti hann einnig andstyggð sinni á drápinu á Floyd sem var kveikjan að mótmælunum. Hvatti hann hermenn og embættismenn sem hlýddu á ávarpið til að láta dauða Floyd verða sér áminningu um aldalangt óréttlæti sem svartir Bandaríkjamenn hafa mátt þola. Trump hefur ekki brugðist við orðum Milley þegar þessi orð eru skrifuð. AP-fréttastofan segir að hætta sé á að þau eigi eftir að reita forsetann til reiði sem er afar hörundsár gagnvart nokkru því sem gæti talist gagnrýni á framferði hans eða störf. Tvennum sögum hefur farið af því hver skipaði fyrir um að Lafayette-torg skyldi rýmt fyrir myndatöku Trump. Hvíta húsið hefur fullyrt að William Barr, dómsmálaráðherra, hafi gefið skipunina en Barr reyndi að fjarlægja sig ákvörðuninni í vikunni.
Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Tengdar fréttir Ráðherra ósammála Trump um að beita hernum Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út. 3. júní 2020 15:58 Fór sjálfur á vettvang og ýtti á eftir rýmingu torgsins fyrir ávarp Trump William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, fór sjálfur á vettvang og fyrirskipaði lögreglumönnum að úttvíkka það svæði sem mótmælendur máttu ekki vera á við Laffayette-torg í grennd við Hvíta húsið í Washington. 2. júní 2020 20:05 Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. 2. júní 2020 07:55 Mótmælendur beittir táragasi fyrir myndatöku Trump Á meðan Trump hélt ávarpið skutu lögregluþjónar táragasi og hvellsprengjum að friðsömum mótmælendum við St. John's kirkjuna nærri Hvíta húsinu. 2. júní 2020 00:00 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Ráðherra ósammála Trump um að beita hernum Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út. 3. júní 2020 15:58
Fór sjálfur á vettvang og ýtti á eftir rýmingu torgsins fyrir ávarp Trump William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, fór sjálfur á vettvang og fyrirskipaði lögreglumönnum að úttvíkka það svæði sem mótmælendur máttu ekki vera á við Laffayette-torg í grennd við Hvíta húsið í Washington. 2. júní 2020 20:05
Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. 2. júní 2020 07:55
Mótmælendur beittir táragasi fyrir myndatöku Trump Á meðan Trump hélt ávarpið skutu lögregluþjónar táragasi og hvellsprengjum að friðsömum mótmælendum við St. John's kirkjuna nærri Hvíta húsinu. 2. júní 2020 00:00