Pappírsblóm Rúnu sýnd á HönnunarMars Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. júní 2020 10:00 Rúna Þorkelsdóttir (fyrir miðju) á opnun sýningarinnar Pappírsblóm í gær. Mynd/Hönnunarsafn Í gær opnaði sýningin Pappírsblóm í Hönnunarsafni Íslands. Sýningin er hluti af HönnunarMars í ár og þar má finna verk Rúnu Þorkelsdóttur. Rúna er myndlistarkona, bókagerðarmaður og stofnandi bókabúðarinnar Boekie Woekie í Amsterdam sem gerðist óvænt munsturhönnuður fyrir eitt virtasta tískuhús heims, Comme des Garçons. Á meðal þeirra sem keyptu flík með munstri Rúnu var Michelle Obama. Skapandi samvinna Rúna Þorkelsdóttir stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1971-1976 og hélt síðan til framhaldsnáms við Konstfack-listaskólann í Stokkhólmi og þaðan til Amsterdam þar sem hún stundaði nám við Gerrit Rietveld Academie. Rúna var einn af stofnendum Nýlistasafnsins 1978, listbókaverslunarinnar Boekie Woekie í Amsterdam 1985 og Dieter Roth Academie í Basel árið 2000. Hún hefur haldið fjölmargar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Verk hennar eru varðveitt í listasöfnum vestan hafs og austan. Bókverkið Paperflowers vann Rúna á vinnustofu sinni í Amsterdam á svokallaða Rotaprint prentvél og var verkið gefið út í 100 árituðum og innbundnum bókum árið 1998. Jafnframt voru prentuð 10 aukaeintök ef hverri mynd sem gefin voru út í lausblaðamöppum og seldist útgáfan fljótt upp. Pappírsblóm Rúnu.Rúna Þorkelsdóttir Árið 2007 keypti Tao Kurihara, hönnuður hjá tískuhúsinu Comme des Garçons, Paperflowers í bókverkabúð í Tokyo. Hafði hún samband við Rúnu og hófst þá skapandi samvinna þeirra við gerð fataefnis út frá verkunum. Þær völdu myndir og skeyttu saman beint án þess að nota myndvinnsluforrit, svo greinilega sést að myndirnar eru í upprunalegri A4-stærð með hvítum röndum á milli. Tao Kurihara hannaði síðan sumarlínu úr fataefnunum sem var kynnt á tískusýningu í verslun Comme des Garçons í París 2008. Fatalínan vakti mikla athygli, var fjallað um hana í helstu tískutímaritum og meðal kaupenda flíka úr línunni var Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna. Árið 2012 keypti Safnasafnið blómamyndaröð í 33 einingum af Rúnu og skömmu síðar byrjaði hún að gefa Safnasafninu einingar úr tímamótverkinu Paperflowers og lauk því ferli með fullnaðargjöf 2019 sem samanstendur af bókverki, áþrykktum efnum, grafíkblöðum og tískutímaritum. Safnasafnið lánaði Hönnunarsafninu verkin sem sýnd eru á Pappírsblóm. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá uppsetningu sýningarinnar. Rúna mun svo bjóða upp á fjölskyldusmiðju í þrykki sunnudaginn 28. júní og sunnudaginn 5. júlí milli kl. 13-14:30 á torginu við Garðatorg 7 í tengslum við sýninguna. HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars. Tíska og hönnun HönnunarMars Tengdar fréttir Handspritt úr matarafgöngum og lífræn íþróttaverðlaun á meðal styrkja í 50 milljóna úthlutun Hönnunarsjóður úthlutaði í dag 50 milljónum í aukaúthlutun sjóðsins til átaksverkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs. Hönnunarsjóði var falin úthlutunin samkvæmt þingsályktun um tímabundið fjárfestingarátak stjórnvalda til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs vegna Covid-19. 4. júní 2020 11:26 Hönnunarsamfélagið bregst við nýrri heimsmynd Þórey Einarsdóttir tók við starfi stjórnanda HönnunarMars fyrir ári síðan. Í dag var tilkynnt um breytt fyrirkomulag á hátíðinni í ár, en síðustu vikur hjá teyminu á bak við verkefnið hafa einkennst af mikilli óvissu. 27. maí 2020 21:00 HönnunarMars með breyttu sniði í júní Ekkert opnunarhóf verður á HönnunarMars í ár og viðburðunum DesignTalks, DesignDiplomacy og DesignMatch hefur verið frestað til ársins 2021. 27. maí 2020 08:45 Mest lesið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Bitin Bachelor stjarna Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Fleiri fréttir Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Sjá meira
Í gær opnaði sýningin Pappírsblóm í Hönnunarsafni Íslands. Sýningin er hluti af HönnunarMars í ár og þar má finna verk Rúnu Þorkelsdóttur. Rúna er myndlistarkona, bókagerðarmaður og stofnandi bókabúðarinnar Boekie Woekie í Amsterdam sem gerðist óvænt munsturhönnuður fyrir eitt virtasta tískuhús heims, Comme des Garçons. Á meðal þeirra sem keyptu flík með munstri Rúnu var Michelle Obama. Skapandi samvinna Rúna Þorkelsdóttir stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1971-1976 og hélt síðan til framhaldsnáms við Konstfack-listaskólann í Stokkhólmi og þaðan til Amsterdam þar sem hún stundaði nám við Gerrit Rietveld Academie. Rúna var einn af stofnendum Nýlistasafnsins 1978, listbókaverslunarinnar Boekie Woekie í Amsterdam 1985 og Dieter Roth Academie í Basel árið 2000. Hún hefur haldið fjölmargar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Verk hennar eru varðveitt í listasöfnum vestan hafs og austan. Bókverkið Paperflowers vann Rúna á vinnustofu sinni í Amsterdam á svokallaða Rotaprint prentvél og var verkið gefið út í 100 árituðum og innbundnum bókum árið 1998. Jafnframt voru prentuð 10 aukaeintök ef hverri mynd sem gefin voru út í lausblaðamöppum og seldist útgáfan fljótt upp. Pappírsblóm Rúnu.Rúna Þorkelsdóttir Árið 2007 keypti Tao Kurihara, hönnuður hjá tískuhúsinu Comme des Garçons, Paperflowers í bókverkabúð í Tokyo. Hafði hún samband við Rúnu og hófst þá skapandi samvinna þeirra við gerð fataefnis út frá verkunum. Þær völdu myndir og skeyttu saman beint án þess að nota myndvinnsluforrit, svo greinilega sést að myndirnar eru í upprunalegri A4-stærð með hvítum röndum á milli. Tao Kurihara hannaði síðan sumarlínu úr fataefnunum sem var kynnt á tískusýningu í verslun Comme des Garçons í París 2008. Fatalínan vakti mikla athygli, var fjallað um hana í helstu tískutímaritum og meðal kaupenda flíka úr línunni var Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna. Árið 2012 keypti Safnasafnið blómamyndaröð í 33 einingum af Rúnu og skömmu síðar byrjaði hún að gefa Safnasafninu einingar úr tímamótverkinu Paperflowers og lauk því ferli með fullnaðargjöf 2019 sem samanstendur af bókverki, áþrykktum efnum, grafíkblöðum og tískutímaritum. Safnasafnið lánaði Hönnunarsafninu verkin sem sýnd eru á Pappírsblóm. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá uppsetningu sýningarinnar. Rúna mun svo bjóða upp á fjölskyldusmiðju í þrykki sunnudaginn 28. júní og sunnudaginn 5. júlí milli kl. 13-14:30 á torginu við Garðatorg 7 í tengslum við sýninguna. HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars.
HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars.
Tíska og hönnun HönnunarMars Tengdar fréttir Handspritt úr matarafgöngum og lífræn íþróttaverðlaun á meðal styrkja í 50 milljóna úthlutun Hönnunarsjóður úthlutaði í dag 50 milljónum í aukaúthlutun sjóðsins til átaksverkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs. Hönnunarsjóði var falin úthlutunin samkvæmt þingsályktun um tímabundið fjárfestingarátak stjórnvalda til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs vegna Covid-19. 4. júní 2020 11:26 Hönnunarsamfélagið bregst við nýrri heimsmynd Þórey Einarsdóttir tók við starfi stjórnanda HönnunarMars fyrir ári síðan. Í dag var tilkynnt um breytt fyrirkomulag á hátíðinni í ár, en síðustu vikur hjá teyminu á bak við verkefnið hafa einkennst af mikilli óvissu. 27. maí 2020 21:00 HönnunarMars með breyttu sniði í júní Ekkert opnunarhóf verður á HönnunarMars í ár og viðburðunum DesignTalks, DesignDiplomacy og DesignMatch hefur verið frestað til ársins 2021. 27. maí 2020 08:45 Mest lesið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Bitin Bachelor stjarna Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Fleiri fréttir Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Sjá meira
Handspritt úr matarafgöngum og lífræn íþróttaverðlaun á meðal styrkja í 50 milljóna úthlutun Hönnunarsjóður úthlutaði í dag 50 milljónum í aukaúthlutun sjóðsins til átaksverkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs. Hönnunarsjóði var falin úthlutunin samkvæmt þingsályktun um tímabundið fjárfestingarátak stjórnvalda til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs vegna Covid-19. 4. júní 2020 11:26
Hönnunarsamfélagið bregst við nýrri heimsmynd Þórey Einarsdóttir tók við starfi stjórnanda HönnunarMars fyrir ári síðan. Í dag var tilkynnt um breytt fyrirkomulag á hátíðinni í ár, en síðustu vikur hjá teyminu á bak við verkefnið hafa einkennst af mikilli óvissu. 27. maí 2020 21:00
HönnunarMars með breyttu sniði í júní Ekkert opnunarhóf verður á HönnunarMars í ár og viðburðunum DesignTalks, DesignDiplomacy og DesignMatch hefur verið frestað til ársins 2021. 27. maí 2020 08:45