Simpson kom öllum á óvart og landaði sigri á nýju mótsmeti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2020 08:30 Simpson gat leyft sér að brosa eftir sigurinn í nótt. Streeter Lecka/Getty Images Lokahringur RBC Heritagemótsins í golfi frestaðist fram yfir miðnætti en gífurleg var mikil spenna en fyrir lokahringinn voru fjórir kylfingar jafnir í fyrsta sæti. Fór það svo að Webb Simpson landaði sigri á nýju mótsmeti. Lauk hann leik á 22 höggum undir pari, aðeins einu höggi á undan Abraham Ancer. Lokahring mótsins – sem er hluti af PGA mótaröðinni – var frestað um þrjár klukkustundir vegna storms við strendur Suður-Karólínu þar sem mótið fór fram. Mikil spenna var fyrir lokahringinn en á tímabili voru sex kylfingar jafnir í efsta sæti. Hinn 34 ára gamli Simpson – sem á hvorki meira né minna en fimm börn – lék hins vegar nær óaðfinnanlega frá upphafi til enda. Fékk hann ekki einn skolla á mótinu en alls voru leiknar 64 holur. Þá fékk hann fimm fugla á síðustu sjö holum mótsins sem tryggðu honum sigur en alls lék hann eins og áður sagði á 22 höggum undir pari. Það var við hæfi að hann landað sigrinum á Feðradaginn sjálfan. Another win on #FathersDay for #TeamRBC s Webb Simpson! Congratulations on capturing the 2020 @RBC_Heritage, @webbsimpson1! pic.twitter.com/8rS0pnsq1t— RBC (@RBC) June 22, 2020 „Þetta var ótrúlegur dagur,“ sagði Simpson eftir mótið við BBC en sigurinn mun fleyta honum upp í fimmta sæti heimslistans. Abraham Ancer var hársbreidd frá því að komast í bráðabana um sigurinn en pútt hans á síðustu holu geigaði. Var hann í öðru sæti á 21 höggi undir pari. Þar á eftir komu Daniel Berger og Terell Hatton, báðir á 20 höggum undir pari. Golf Íþróttir Tengdar fréttir Æsispennandi lokahringur framundan á RBC Heritage | Fjórir efstir Það er spennandi lokahringur framundan á RBC Heritage mótinu á morgun þar sem fjórir kylfingar eru jafnir í efsta sæti á 15 höggum undir pari eftir daginn í dag. 20. júní 2020 22:30 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Lokahringur RBC Heritagemótsins í golfi frestaðist fram yfir miðnætti en gífurleg var mikil spenna en fyrir lokahringinn voru fjórir kylfingar jafnir í fyrsta sæti. Fór það svo að Webb Simpson landaði sigri á nýju mótsmeti. Lauk hann leik á 22 höggum undir pari, aðeins einu höggi á undan Abraham Ancer. Lokahring mótsins – sem er hluti af PGA mótaröðinni – var frestað um þrjár klukkustundir vegna storms við strendur Suður-Karólínu þar sem mótið fór fram. Mikil spenna var fyrir lokahringinn en á tímabili voru sex kylfingar jafnir í efsta sæti. Hinn 34 ára gamli Simpson – sem á hvorki meira né minna en fimm börn – lék hins vegar nær óaðfinnanlega frá upphafi til enda. Fékk hann ekki einn skolla á mótinu en alls voru leiknar 64 holur. Þá fékk hann fimm fugla á síðustu sjö holum mótsins sem tryggðu honum sigur en alls lék hann eins og áður sagði á 22 höggum undir pari. Það var við hæfi að hann landað sigrinum á Feðradaginn sjálfan. Another win on #FathersDay for #TeamRBC s Webb Simpson! Congratulations on capturing the 2020 @RBC_Heritage, @webbsimpson1! pic.twitter.com/8rS0pnsq1t— RBC (@RBC) June 22, 2020 „Þetta var ótrúlegur dagur,“ sagði Simpson eftir mótið við BBC en sigurinn mun fleyta honum upp í fimmta sæti heimslistans. Abraham Ancer var hársbreidd frá því að komast í bráðabana um sigurinn en pútt hans á síðustu holu geigaði. Var hann í öðru sæti á 21 höggi undir pari. Þar á eftir komu Daniel Berger og Terell Hatton, báðir á 20 höggum undir pari.
Golf Íþróttir Tengdar fréttir Æsispennandi lokahringur framundan á RBC Heritage | Fjórir efstir Það er spennandi lokahringur framundan á RBC Heritage mótinu á morgun þar sem fjórir kylfingar eru jafnir í efsta sæti á 15 höggum undir pari eftir daginn í dag. 20. júní 2020 22:30 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Æsispennandi lokahringur framundan á RBC Heritage | Fjórir efstir Það er spennandi lokahringur framundan á RBC Heritage mótinu á morgun þar sem fjórir kylfingar eru jafnir í efsta sæti á 15 höggum undir pari eftir daginn í dag. 20. júní 2020 22:30