Bótakröfu manns sem slasaðist við björgun á slysstað hafnað Kjartan Kjartansson skrifar 30. júní 2020 10:39 Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Vátryggingafélag Íslands af kröfu mannsins. Taldi hann meiðsl hans ekki beina afleiðingu af notkun bifreiðar. Vísir/Vilhelm Vátryggingafélag Íslands þarf ekki að greiða karlmanni sem slasaðist við að draga ökumann sem lenti í bílslysi frá bifreiðinni bætur úr ábyrgðartryggingu bifreiðarinnar samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Maðurinn tognaði á öxl við björgunaraðgerðirnar og hefur þjáðst af áfallastreituröskun. Slysið sem um ræðir átti sér stað í Ljósavatnsskarði 24. nóvember árið 2015. Þá varð harður árekstur tveggja bifreiða sem mikil mildi þótti að hafi ekki orðið neinum að bana. Maðurinn sem höfðaði málið gegn Vátryggingafélaginu var fyrstur á vettvang og dró slasaðan ökumann úr bifreiðinni sem síðan kviknaði í. Sjá einnig: Bjargvættur fær ekki bætur eftir að hafa slasast við að draga mann úr brennandi bíl Þegar maðurinn dró ökumanninn lengra frá bifreiðinni kippti sá slasaði í hönd hans og tognaði hann við það á öxl. Í kjölfarið sóttist bjargvætturinn eftir bótum úr ábyrgðatryggingu bifreiðarinnar. Úrskurðarnefnd vátryggingamála hafnaði kröfu hans í júní árið 2017. Taldi nefndin að tjón mannsins yrði ekki rakið til notkunar, bilunar eða galla í bifreiðinni og því ætti hann ekki rétt á bótum. Maðurinn stefndi Vátryggingafélaginu í fyrra og krafðist bóta upp á rúmar fimm milljónir króna. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði félagið af kröfunni í gær. Taldi hann meiðsl mannsins „of fjarlæg og ósennileg afleiðing“ slyssins og notkunar bifreiðarinnar til þess að bótaskylda úr ábyrgðatryggingunni kæmi til greina. Þá taldi dómurinn að maðurinn hefði ekki verið sjálfur í slíkri hættu á vettvangi að rétt væri að rekja áfallastreituröskun hans til notkunar bifreiðar. Málskostnaður var felldur niður í málinu með vísan í venju í sambærilegum málum. Umferðaröryggi Dómsmál Samgönguslys Tryggingar Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Vátryggingafélag Íslands þarf ekki að greiða karlmanni sem slasaðist við að draga ökumann sem lenti í bílslysi frá bifreiðinni bætur úr ábyrgðartryggingu bifreiðarinnar samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Maðurinn tognaði á öxl við björgunaraðgerðirnar og hefur þjáðst af áfallastreituröskun. Slysið sem um ræðir átti sér stað í Ljósavatnsskarði 24. nóvember árið 2015. Þá varð harður árekstur tveggja bifreiða sem mikil mildi þótti að hafi ekki orðið neinum að bana. Maðurinn sem höfðaði málið gegn Vátryggingafélaginu var fyrstur á vettvang og dró slasaðan ökumann úr bifreiðinni sem síðan kviknaði í. Sjá einnig: Bjargvættur fær ekki bætur eftir að hafa slasast við að draga mann úr brennandi bíl Þegar maðurinn dró ökumanninn lengra frá bifreiðinni kippti sá slasaði í hönd hans og tognaði hann við það á öxl. Í kjölfarið sóttist bjargvætturinn eftir bótum úr ábyrgðatryggingu bifreiðarinnar. Úrskurðarnefnd vátryggingamála hafnaði kröfu hans í júní árið 2017. Taldi nefndin að tjón mannsins yrði ekki rakið til notkunar, bilunar eða galla í bifreiðinni og því ætti hann ekki rétt á bótum. Maðurinn stefndi Vátryggingafélaginu í fyrra og krafðist bóta upp á rúmar fimm milljónir króna. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði félagið af kröfunni í gær. Taldi hann meiðsl mannsins „of fjarlæg og ósennileg afleiðing“ slyssins og notkunar bifreiðarinnar til þess að bótaskylda úr ábyrgðatryggingunni kæmi til greina. Þá taldi dómurinn að maðurinn hefði ekki verið sjálfur í slíkri hættu á vettvangi að rétt væri að rekja áfallastreituröskun hans til notkunar bifreiðar. Málskostnaður var felldur niður í málinu með vísan í venju í sambærilegum málum.
Umferðaröryggi Dómsmál Samgönguslys Tryggingar Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira