Antonio Rudiger, varnarmaður Chelsea, vill sjá Kai Havertz ganga í raðir enska liðsins en Kai hefur gert það gott hjá Bayer Leverkusen í heimalandinu.
Kai og Rudiger hafa æft saman með þýska landsliðinu en Kai hefur verið mikið orðaður við Chelsea sem og önnur lið í sumar.
„Kai er mjög hæfileikaríkur. Þegar ég sá hann æfa með þýska landsliðinu var ég bara vá!“ sagði Rudiger er hann var spurður út í hæfileika Havertz.
„Ég væri að ljúga ef ég segði að ég vildi ekki fá hann til Chelsea,“ bætti Rudiger svo við.
Havertz skoraði eitt marka Leverkusen í gær er liðið tapaði 4-2 fyrir Bayern Munchen í úrslitaleik þýska bikarsins.
'I would be lying to you if I said I didn t want him at Chelsea'
— MailOnline Sport (@MailSport) July 5, 2020
Antonio Rudiger wants Kai Havertz at Stamford Bridge https://t.co/OyeH3wlO0L