Deutsche Bank sektaður vegna tengsla við Epstein Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. júlí 2020 23:30 Jeffrey Epstein var í viðskiptum við Deutsche Bank á árunum 2013 til 2018. Bankinn segist sjá eftir því að hafa tekið við viðskiptum hans. EPA-EFE/JASON SZENES Deutsche Bank, einn stærsti banki heims, hefur verið sektaður um 150 milljónir Bandaríkjadala, eða um 21 milljarð íslenskra króna fyrir að hafa ekki haft nægilegt eftirlit með viðskiptum barnaníðingsins Jeffrey Epstein sem fóru fram í gegn um bankann. Eftirlitsaðilar í New York segja að bankinn hafi ekki sinnt eftirlitsskyldum sínum og hafi gengið frá hundruðum færslna fyrir auðkýfinginn. Meðal færslnanna má finna greiðslur til rússneskra fyrirsæta og allt að 110 milljóna króna óútskýrða úttekta í seðlum. Í yfirlýsingu frá Deutsche segir að bankinn sjái gríðarlega eftir að hafa átt í viðskiptum við Epstein. Fjármálaeftirlit New York segir að bankinn, sem var í viðskiptum við Epstein frá 2013 til 2018, hafi hjálpað honum að millifæra milljónir Bandaríkjadala, þar á meðal sjö milljónir dala sem fóru í að leysa úr lagalegum flækjum auðkýfingsins og 2,6 milljónir dala í greiðslum til kvenna meðal annars til að borga leigu þeirra, skólagjöld og önnur útgjöld. Sektin er fyrsta aðgerðin sem gripið hefur verið til gegn fjármálastofnun vegna tengsla við Epstein. Forstjóri bankans, Christian Sewing, skrifaði í bréfi sem sent var innanhúss að það hafi verið grundvallarmistök hjá bankanum að samþykkja að taka við viðskiptum Epstein. Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Kynferðisofbeldi Þýskaland Tengdar fréttir Fleiri saka Epstein um misnotkun í kjölfar handtöku Maxwell Fleiri hafa nú stigið fram og ásakað barnaníðinginn Jeffrey Epstein um að hafa brotið á sér. Ásakanirnar líta dagsins ljós í kjölfar þess að Ghislaine Maxwell, sem var nátengd Epstein áður en hann fyrirfór sér í fangaklefa sínum í ágúst í fyrra, var handtekin. 7. júlí 2020 07:01 Vinkona Maxwell segir að Ghislaine muni ekkert gefa upp um Andrés Andrés Bretaprins þarf engar áhyggjur að hafa af Ghislaine Maxwell hafi vinkona hennar, fjárfestirinn fyrrverandi Laura Goldman, rétt fyrir sér en hún segir að Maxwell myndi aldrei segja yfirvöldum neitt um samband prinsins við Jeffrey Epstein. 4. júlí 2020 14:15 Samverkamaður Epstein flutti boðskap sinn í Hörpu Meðal ræðumanna á Hringborði Norðurslóða í Hörpu árið 2013 var Ghislaine Maxwell, sem var ákærð í gær vegna gruns um aðild að mansali. 3. júlí 2020 10:45 Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Deutsche Bank, einn stærsti banki heims, hefur verið sektaður um 150 milljónir Bandaríkjadala, eða um 21 milljarð íslenskra króna fyrir að hafa ekki haft nægilegt eftirlit með viðskiptum barnaníðingsins Jeffrey Epstein sem fóru fram í gegn um bankann. Eftirlitsaðilar í New York segja að bankinn hafi ekki sinnt eftirlitsskyldum sínum og hafi gengið frá hundruðum færslna fyrir auðkýfinginn. Meðal færslnanna má finna greiðslur til rússneskra fyrirsæta og allt að 110 milljóna króna óútskýrða úttekta í seðlum. Í yfirlýsingu frá Deutsche segir að bankinn sjái gríðarlega eftir að hafa átt í viðskiptum við Epstein. Fjármálaeftirlit New York segir að bankinn, sem var í viðskiptum við Epstein frá 2013 til 2018, hafi hjálpað honum að millifæra milljónir Bandaríkjadala, þar á meðal sjö milljónir dala sem fóru í að leysa úr lagalegum flækjum auðkýfingsins og 2,6 milljónir dala í greiðslum til kvenna meðal annars til að borga leigu þeirra, skólagjöld og önnur útgjöld. Sektin er fyrsta aðgerðin sem gripið hefur verið til gegn fjármálastofnun vegna tengsla við Epstein. Forstjóri bankans, Christian Sewing, skrifaði í bréfi sem sent var innanhúss að það hafi verið grundvallarmistök hjá bankanum að samþykkja að taka við viðskiptum Epstein.
Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Kynferðisofbeldi Þýskaland Tengdar fréttir Fleiri saka Epstein um misnotkun í kjölfar handtöku Maxwell Fleiri hafa nú stigið fram og ásakað barnaníðinginn Jeffrey Epstein um að hafa brotið á sér. Ásakanirnar líta dagsins ljós í kjölfar þess að Ghislaine Maxwell, sem var nátengd Epstein áður en hann fyrirfór sér í fangaklefa sínum í ágúst í fyrra, var handtekin. 7. júlí 2020 07:01 Vinkona Maxwell segir að Ghislaine muni ekkert gefa upp um Andrés Andrés Bretaprins þarf engar áhyggjur að hafa af Ghislaine Maxwell hafi vinkona hennar, fjárfestirinn fyrrverandi Laura Goldman, rétt fyrir sér en hún segir að Maxwell myndi aldrei segja yfirvöldum neitt um samband prinsins við Jeffrey Epstein. 4. júlí 2020 14:15 Samverkamaður Epstein flutti boðskap sinn í Hörpu Meðal ræðumanna á Hringborði Norðurslóða í Hörpu árið 2013 var Ghislaine Maxwell, sem var ákærð í gær vegna gruns um aðild að mansali. 3. júlí 2020 10:45 Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Fleiri saka Epstein um misnotkun í kjölfar handtöku Maxwell Fleiri hafa nú stigið fram og ásakað barnaníðinginn Jeffrey Epstein um að hafa brotið á sér. Ásakanirnar líta dagsins ljós í kjölfar þess að Ghislaine Maxwell, sem var nátengd Epstein áður en hann fyrirfór sér í fangaklefa sínum í ágúst í fyrra, var handtekin. 7. júlí 2020 07:01
Vinkona Maxwell segir að Ghislaine muni ekkert gefa upp um Andrés Andrés Bretaprins þarf engar áhyggjur að hafa af Ghislaine Maxwell hafi vinkona hennar, fjárfestirinn fyrrverandi Laura Goldman, rétt fyrir sér en hún segir að Maxwell myndi aldrei segja yfirvöldum neitt um samband prinsins við Jeffrey Epstein. 4. júlí 2020 14:15
Samverkamaður Epstein flutti boðskap sinn í Hörpu Meðal ræðumanna á Hringborði Norðurslóða í Hörpu árið 2013 var Ghislaine Maxwell, sem var ákærð í gær vegna gruns um aðild að mansali. 3. júlí 2020 10:45