Rússar krefjast þess að meintum málaliðum verði sleppt Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2020 15:56 Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, (t.h.) hefur lengi reitt sig á stuðning stjórnvalda í Kreml. Undanfarið hefur hann sakað ríkisstjórn Rússlands undir stjórn Vladímírs Pútín forseta (t.v.) um að ætla að innlima Hvíta-Rússland og heitið því að koma í veg fyrir þau áform. AP/Mikhail Klimentjev/Spútnik Stjórnvöld í Kreml kröfðust þess í dag að 33 Rússum sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í vikunni verði sleppt. Hvítrússnesk stjórnvöld segja mennina málaliða sem séu grunaðir um að undirbúa hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í næsta mánuði. Dmitrí Peskov, talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar, fullyrðir að mennirnir séu starfsmenn rússnesks öryggisfyrirtækis sem hafi verið á leiðinni til ótilgreinds lands. Þeir hafi misst af tengiflugi til Istanbúl. Þeir hafi sért ekkert til saka unnið og hafi ekki haft neitt ólöglegt í fórum sínum. Súdönsk mynt fannst í fórum mannanna sem stjórnvöld í Minsk segja að frá rússnesku málaliðaleigunni Wagner. Hún tengist Jevgení Prigozhin, rússneskum auðkýfingi, sem var ákærður fyrir afskipti af bandarísku forsetakosningunum árið 2016. Wagner er talið hafa sent hundruð málaliða til Líbíu og Austur-Úkraínu. Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands til 26, sem sætir nú töluverðri gagnrýni landa sinna í aðdraganda kosninga er talinn reyna að nýta sér handtöku rússnesku málaliðanna í pólitískum tilgangi. Forsetinn hefur lengi reitt sig á aðstoð Rússlands en undanfarið hefur hann streist á móti því að Rússar seilist til aukinna áhrifa í landinu. Svetlana Tikhanovskaya, forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðunnar, (f.m.) er eiginkona andófsmanns sem situr í fangelsi. Lögreglan sakar eiginmann hennar um að tengjast rússneskum meintum málaliðum sem voru handteknir í vikunni.AP/Sergei Grits Helstu keppinautum Lúkasjenkó hefur verið bannað að bjóða sig fram í kosningunum. Annar þeirra var fangelsaður en hinn flúði til Rússlands með börnum sínum. Stjórnarandstaðan hefur því sameinast að baki Svetlönu Tikhanovskayu, eiginkonu fangelsaðs andófsmanns. Lögreglan tilkynnti í gær að hún tengdi meintu málaliðana frá Rússlandi við eiginmann Tikhanovskayu í rannsókn hennar á undirbúningi fyrir meintar „fjöldaóeirðir“, að sögn AP-fréttastofunnar. Tihanovskaya vísar ásökunum á bug og kallar þær „grófan tilbúning“. Ríkisstjórn Lúkasjenkó hefur verið sökuð um víðtæk mannréttindabrot. Þá segja gagnrýnendur forsetans að hann hafi brugðist í viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum og efnahagslegum erfiðleikum sem fylgja honum. Hvíta-Rússland Rússland Tengdar fréttir Saka rússneska málaliða um að skipuleggja hryðjuverk Meintir rússneskir málaliðar sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í gær er grunaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í ágúst, að sögn stjórnvalda í Minsk. Þau hafa kallað rússneska sendiherrann á teppið til að skýra veru Rússanna í landinu. 30. júlí 2020 10:28 Þrjár konur sameina framboð til að steypa forsetanum af stóli Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. 27. júlí 2020 08:06 Helstu andstæðingum Lúkasjenkó meinað að bjóða sig fram Mótmæli hafa brotist út í hvítrússnesku höfuðborginni Mínsk eftir að helstu andstæðingum sitjandi forseta var meinað að bjóða sig fram í forsetakosningum ársins. 14. júlí 2020 23:58 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Stjórnvöld í Kreml kröfðust þess í dag að 33 Rússum sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í vikunni verði sleppt. Hvítrússnesk stjórnvöld segja mennina málaliða sem séu grunaðir um að undirbúa hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í næsta mánuði. Dmitrí Peskov, talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar, fullyrðir að mennirnir séu starfsmenn rússnesks öryggisfyrirtækis sem hafi verið á leiðinni til ótilgreinds lands. Þeir hafi misst af tengiflugi til Istanbúl. Þeir hafi sért ekkert til saka unnið og hafi ekki haft neitt ólöglegt í fórum sínum. Súdönsk mynt fannst í fórum mannanna sem stjórnvöld í Minsk segja að frá rússnesku málaliðaleigunni Wagner. Hún tengist Jevgení Prigozhin, rússneskum auðkýfingi, sem var ákærður fyrir afskipti af bandarísku forsetakosningunum árið 2016. Wagner er talið hafa sent hundruð málaliða til Líbíu og Austur-Úkraínu. Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands til 26, sem sætir nú töluverðri gagnrýni landa sinna í aðdraganda kosninga er talinn reyna að nýta sér handtöku rússnesku málaliðanna í pólitískum tilgangi. Forsetinn hefur lengi reitt sig á aðstoð Rússlands en undanfarið hefur hann streist á móti því að Rússar seilist til aukinna áhrifa í landinu. Svetlana Tikhanovskaya, forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðunnar, (f.m.) er eiginkona andófsmanns sem situr í fangelsi. Lögreglan sakar eiginmann hennar um að tengjast rússneskum meintum málaliðum sem voru handteknir í vikunni.AP/Sergei Grits Helstu keppinautum Lúkasjenkó hefur verið bannað að bjóða sig fram í kosningunum. Annar þeirra var fangelsaður en hinn flúði til Rússlands með börnum sínum. Stjórnarandstaðan hefur því sameinast að baki Svetlönu Tikhanovskayu, eiginkonu fangelsaðs andófsmanns. Lögreglan tilkynnti í gær að hún tengdi meintu málaliðana frá Rússlandi við eiginmann Tikhanovskayu í rannsókn hennar á undirbúningi fyrir meintar „fjöldaóeirðir“, að sögn AP-fréttastofunnar. Tihanovskaya vísar ásökunum á bug og kallar þær „grófan tilbúning“. Ríkisstjórn Lúkasjenkó hefur verið sökuð um víðtæk mannréttindabrot. Þá segja gagnrýnendur forsetans að hann hafi brugðist í viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum og efnahagslegum erfiðleikum sem fylgja honum.
Hvíta-Rússland Rússland Tengdar fréttir Saka rússneska málaliða um að skipuleggja hryðjuverk Meintir rússneskir málaliðar sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í gær er grunaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í ágúst, að sögn stjórnvalda í Minsk. Þau hafa kallað rússneska sendiherrann á teppið til að skýra veru Rússanna í landinu. 30. júlí 2020 10:28 Þrjár konur sameina framboð til að steypa forsetanum af stóli Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. 27. júlí 2020 08:06 Helstu andstæðingum Lúkasjenkó meinað að bjóða sig fram Mótmæli hafa brotist út í hvítrússnesku höfuðborginni Mínsk eftir að helstu andstæðingum sitjandi forseta var meinað að bjóða sig fram í forsetakosningum ársins. 14. júlí 2020 23:58 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Saka rússneska málaliða um að skipuleggja hryðjuverk Meintir rússneskir málaliðar sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í gær er grunaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í ágúst, að sögn stjórnvalda í Minsk. Þau hafa kallað rússneska sendiherrann á teppið til að skýra veru Rússanna í landinu. 30. júlí 2020 10:28
Þrjár konur sameina framboð til að steypa forsetanum af stóli Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. 27. júlí 2020 08:06
Helstu andstæðingum Lúkasjenkó meinað að bjóða sig fram Mótmæli hafa brotist út í hvítrússnesku höfuðborginni Mínsk eftir að helstu andstæðingum sitjandi forseta var meinað að bjóða sig fram í forsetakosningum ársins. 14. júlí 2020 23:58