Þeir Gavin Free og Daniel Gruchy hafa um ára bil skemmt notendum Youtube með því að taka upp hinar ýmsu athafnir á miklum hraða og í hárri upplausn á rásinni Slow Mo Guys.
Meðal annars hafa þeir komið til Íslands og tekið upp náttúruna hér á landi. Þeir birtu myndband á dögunum þar sem þeir taka fyrir vinsælu Apple úrin.
Úrin eru með þær stillingar að hægt sé að vatnshreinsa þau með aðeins einum takka, svo að rakaskemmdir hafi ekki áhrif á úrin sem eru vissulega vatnsheld.
Gavin Free sá um aðalhlutverkið í myndbandinu og tók hann upp á því að stinga sér ofan í baðkar fullt af vatni. Því næst setti hann úrið á borð og stillti símann til að losa sig við vatn. Því næst mátti sjá vatnið dælast út úr úrinu ofurhægt eins og sjá má hér að neðan.