Flúði Hvíta-Rússland vegna barnanna Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2020 23:00 Svetlana Tikhanovskaya, segist viss um að einhverjir verði reiðir yfir ákvörðun hennar. AP/Sergei Grits Svetlana Tikhanovskaya, mótframbjóðandi Alexander Lukashenko, sem kallaður hefur verið „síðasti einræðisherra Evrópu“, flúði frá Hvíta-Rússlandi til Litháen vegna barna sinna. Umfangsmikil mótmæli eiga sér stað í Hvíta-Rússlandi, þriðja kvöldið í röð. Opinberar tölur úr forsetakosningunum um helgina segja Lukashenko hafa unnið yfirburðasigur. Kosningarnar hafa þó verið gagnrýndar víða og Lukashenko sakaður um kosningasvindl. Alþjóðlegir eftirlitsaðilar með framkvæmd kosninga fengu ekki að fylgjast með forsetakosningunum, rétt eins og í síðustu forsetakosningum, og hafa þeir lýst yfir áhyggjum um kosningasvindl. Bæði Bandaríkin og Evrópusambandið hafa fordæmt framkvæmd kosninganna. Tikhanovskaya er fyrrverandi enskukennari sem bauð sig fram til forseta eftir að eiginmaður hennar, sem hafði þá boðið sig fram til forseta, var handtekinn í maí. Í aðdraganda kosninganna sendi hún börn þeirra til Litháen og flúði hún sjálf þangað í gærkvöldi. Í dag sendi hún svo frá sér myndband þar sem hún sagðist ekki vera jafn sterk og hún hafði vonast til. Hún sagðist hafa flúið land vegna barna sinna. Þau væru það mikilvægasta í lífi hennar. Hún sagðist einnig átta sig á því að margir yrðu reiðir yfir ákvörðun hennar. Áður en hún flúði land fór Tikhanovskaya til yfirkjörstjórnar Hvíta-Rússlands til að leggja fram formleg mótmæli vegna framkvæmd kosninganna. Þar var hún handtekinn og var hún í haldi í sjö klukkustundir, samkvæmt frétt BBC. Eftir að henni var sleppt birtist annað myndband af henni í ríkisfjölmiðlum, sem var tekið þegar hún var í haldi. Í frétt BBC segir að Tikhanovskaya hafi virst stressuð og að hún hafi lesið upp úr handriti. Hún sagði stuðningsmönnum sínum og mótmælendum að fara eftir lögum. Bandamenn hennar segja hana hafa verið þvingaða til að flytja þá ræðu. Heimildarmaður BBC heldur því fram að Tikhanovskaya hafi í raun ekki farið sjálfviljug úr landi. Henni hafi verið vísað úr landi ásamt kosningastjóra sínum, sem hafði einnig verið handtekin í aðdraganda kosninganna, og flótti þeirra hafi verið liður í samkomulagi við ríkisstjórn Lukashenko. Linas Linkevicius, utanríkisráðherra Litháen, staðfesti við BBC að þær hefðu ferðast saman. Hvíta-Rússland Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
Svetlana Tikhanovskaya, mótframbjóðandi Alexander Lukashenko, sem kallaður hefur verið „síðasti einræðisherra Evrópu“, flúði frá Hvíta-Rússlandi til Litháen vegna barna sinna. Umfangsmikil mótmæli eiga sér stað í Hvíta-Rússlandi, þriðja kvöldið í röð. Opinberar tölur úr forsetakosningunum um helgina segja Lukashenko hafa unnið yfirburðasigur. Kosningarnar hafa þó verið gagnrýndar víða og Lukashenko sakaður um kosningasvindl. Alþjóðlegir eftirlitsaðilar með framkvæmd kosninga fengu ekki að fylgjast með forsetakosningunum, rétt eins og í síðustu forsetakosningum, og hafa þeir lýst yfir áhyggjum um kosningasvindl. Bæði Bandaríkin og Evrópusambandið hafa fordæmt framkvæmd kosninganna. Tikhanovskaya er fyrrverandi enskukennari sem bauð sig fram til forseta eftir að eiginmaður hennar, sem hafði þá boðið sig fram til forseta, var handtekinn í maí. Í aðdraganda kosninganna sendi hún börn þeirra til Litháen og flúði hún sjálf þangað í gærkvöldi. Í dag sendi hún svo frá sér myndband þar sem hún sagðist ekki vera jafn sterk og hún hafði vonast til. Hún sagðist hafa flúið land vegna barna sinna. Þau væru það mikilvægasta í lífi hennar. Hún sagðist einnig átta sig á því að margir yrðu reiðir yfir ákvörðun hennar. Áður en hún flúði land fór Tikhanovskaya til yfirkjörstjórnar Hvíta-Rússlands til að leggja fram formleg mótmæli vegna framkvæmd kosninganna. Þar var hún handtekinn og var hún í haldi í sjö klukkustundir, samkvæmt frétt BBC. Eftir að henni var sleppt birtist annað myndband af henni í ríkisfjölmiðlum, sem var tekið þegar hún var í haldi. Í frétt BBC segir að Tikhanovskaya hafi virst stressuð og að hún hafi lesið upp úr handriti. Hún sagði stuðningsmönnum sínum og mótmælendum að fara eftir lögum. Bandamenn hennar segja hana hafa verið þvingaða til að flytja þá ræðu. Heimildarmaður BBC heldur því fram að Tikhanovskaya hafi í raun ekki farið sjálfviljug úr landi. Henni hafi verið vísað úr landi ásamt kosningastjóra sínum, sem hafði einnig verið handtekin í aðdraganda kosninganna, og flótti þeirra hafi verið liður í samkomulagi við ríkisstjórn Lukashenko. Linas Linkevicius, utanríkisráðherra Litháen, staðfesti við BBC að þær hefðu ferðast saman.
Hvíta-Rússland Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira