„Þætti vænst um að fá að deyja heima“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. febrúar 2020 10:00 Alma hefur fengið þær fréttir að hún á innan við fjögur ár eftir. „Ég fór í rosalega öfluga lyfjameðferð, sextán skipti, sem tók sjö mánuði og var rosalega erfið eins og lyfjameðferð getur orðið,“ segir Alma Geirdal sem er með fjórða stigs krabbamein og kvíðir dauðanum. Rætt var við Ölmu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Hún kláraði meðferð, brjóstið var tekið og sögðu læknar að hún væri læknuð í ágúst 2018 og eins hamingjusöm og hún var með þær fréttir man hún mjög vel hvað það var erfitt að fá fréttirnar að hún væri með krabbamein. „Þetta var rosalegt sjokk og maður hugsar alltaf að þetta komi ekki fyrir mann en það fer strax svo mikill baráttuhugur í mann og maður setur öll vopn á loft og ætlar að berjast,“ segir Alma sem fór eftir meðferðina á fjölmörg sjálfsstyrkingarnámskeið og það hafi alltaf verið stefnan að fara aftur á vinnumarkaðinn. Erfiðast að missa hárið „Mér fannst erfiðast að missa hárið því ég var alltaf með sítt og flott hár og ég vissi að það kæmi til baka sem krullur og það átti líka að koma grátt til baka sem mér fannst ekki spennandi.“ Alma hefur farið í gegnum gríðarlega erfiðar lyfjameðferðir. Eftir meðferðina var hún laus við krabbann og átti lífið loksins að byrja aftur. „Svo finn ég hnút í bringunni í júní 2019 sem var frekar stór og ég vissi bara strax að þetta væri krabbi. Það var rétt og ég fer í aðgerð í júlí og krabbinn er tekinn og aftur átti ég að vera krabbameinslaus. En svo kemur hann aftur í ágúst og aftur í bringuna. Hann er þar núna og það á ekkert að gera neitt.“ Alma segist ekki hafa verið í stöðugu eftirliti eftir að hún fékk krabbamein í fyrsta sinn. „Ég þurfti alveg að hafa fyrir því að fara aftur í skoðun, eða ómun hjá krabbameinsfélaginu.“ Aðeins hægt að halda einkennum niðri Hún er ósátt og sár yfir því að kerfið sé ekki betra en þetta. Nú er um fjórða stigs krabbamein að ræða. „Það eina sem er gert í svona tilfellum er að halda einkennum niðri með lyfjum heima en það er ekki farið í lyfjameðferð eins og fólk þekki,“ segir Alma og bætir við að krabbinn hafi í raun unnið að þessu sinni. „Það á að gefa mér smá meiri tíma. Það verður ekkert tekið, ekkert skorið.“ Alma segist oft vera kvalin, suma daga óglatt og þá liggur hún bara fyrir. Læknarnir gefa henni ekki meira en fjögur ár. Alma á þrjú börn og tvö stjúpbörn. „Að heyra svona hjá lækninum er rosalegt. Ég greip bara um höfuðið og vildi fara úr tímanum. Þetta er svo súrealískt að vita að maður eigi stuttan tíma eftir með börnunum, fólkinu sínu og manninum sínum. Ég á þrjú börn og tvö stjúpbörn,“ sem eru frá 11 til 21 árs. Hennar megin áhyggjur snúa að þeim. „Ég mun ekki vera í brúðkaupum, ég mun ekki sjá barnabörnin og sjá áfangasigra. Ég hef á tilfinningunni að þetta verði styttra en fjögur ár af því að þetta er búið að dreifa sig hratt og tilfinningin mín er þannig. Ég er alltaf kvalin,“ segir Alma en hún lýsir börnunum sínum sem járnköllum. „Þau eru ótrúleg. Eru auðvitað aum inn á milli en þau sýna ótrúlegan styrk og jákvæðni og ríghalda í það. Ég er mjög hrædd og hrædd við að veikjast meira, sem ég veit að verður. Læknirinn minn segir að þetta verði upp og niður. Svo undir lokin, það hræðir mig og ég hugsa um það daglega. Ég er búinn að gera ráðstafanir til að reyna létta undir fólkinu mínu. Ég er búin að ákveða kirkju, búin að velja mér kirkjugarð og búin að velja lögin í jarðaförina. Ég tala mikið um dauðann við systur mína, af því að ég þarf það. Ég veit ekki hvað ég er að fara út í.“ Hún segist vilja vera eins lengi heima hjá sér og hún getur. „Mér þætti vænst um að fá að deyja heima en ég veit að það verður örugglega ekki,“ segir Alma. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Hægt er að styðja Ölmu og hennar fjölskyldu með því að leggja inn á styrktarreikning hennar: 0130 - 05 - 064210 Kennitala: 060979-3759 Ísland í dag Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
„Ég fór í rosalega öfluga lyfjameðferð, sextán skipti, sem tók sjö mánuði og var rosalega erfið eins og lyfjameðferð getur orðið,“ segir Alma Geirdal sem er með fjórða stigs krabbamein og kvíðir dauðanum. Rætt var við Ölmu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Hún kláraði meðferð, brjóstið var tekið og sögðu læknar að hún væri læknuð í ágúst 2018 og eins hamingjusöm og hún var með þær fréttir man hún mjög vel hvað það var erfitt að fá fréttirnar að hún væri með krabbamein. „Þetta var rosalegt sjokk og maður hugsar alltaf að þetta komi ekki fyrir mann en það fer strax svo mikill baráttuhugur í mann og maður setur öll vopn á loft og ætlar að berjast,“ segir Alma sem fór eftir meðferðina á fjölmörg sjálfsstyrkingarnámskeið og það hafi alltaf verið stefnan að fara aftur á vinnumarkaðinn. Erfiðast að missa hárið „Mér fannst erfiðast að missa hárið því ég var alltaf með sítt og flott hár og ég vissi að það kæmi til baka sem krullur og það átti líka að koma grátt til baka sem mér fannst ekki spennandi.“ Alma hefur farið í gegnum gríðarlega erfiðar lyfjameðferðir. Eftir meðferðina var hún laus við krabbann og átti lífið loksins að byrja aftur. „Svo finn ég hnút í bringunni í júní 2019 sem var frekar stór og ég vissi bara strax að þetta væri krabbi. Það var rétt og ég fer í aðgerð í júlí og krabbinn er tekinn og aftur átti ég að vera krabbameinslaus. En svo kemur hann aftur í ágúst og aftur í bringuna. Hann er þar núna og það á ekkert að gera neitt.“ Alma segist ekki hafa verið í stöðugu eftirliti eftir að hún fékk krabbamein í fyrsta sinn. „Ég þurfti alveg að hafa fyrir því að fara aftur í skoðun, eða ómun hjá krabbameinsfélaginu.“ Aðeins hægt að halda einkennum niðri Hún er ósátt og sár yfir því að kerfið sé ekki betra en þetta. Nú er um fjórða stigs krabbamein að ræða. „Það eina sem er gert í svona tilfellum er að halda einkennum niðri með lyfjum heima en það er ekki farið í lyfjameðferð eins og fólk þekki,“ segir Alma og bætir við að krabbinn hafi í raun unnið að þessu sinni. „Það á að gefa mér smá meiri tíma. Það verður ekkert tekið, ekkert skorið.“ Alma segist oft vera kvalin, suma daga óglatt og þá liggur hún bara fyrir. Læknarnir gefa henni ekki meira en fjögur ár. Alma á þrjú börn og tvö stjúpbörn. „Að heyra svona hjá lækninum er rosalegt. Ég greip bara um höfuðið og vildi fara úr tímanum. Þetta er svo súrealískt að vita að maður eigi stuttan tíma eftir með börnunum, fólkinu sínu og manninum sínum. Ég á þrjú börn og tvö stjúpbörn,“ sem eru frá 11 til 21 árs. Hennar megin áhyggjur snúa að þeim. „Ég mun ekki vera í brúðkaupum, ég mun ekki sjá barnabörnin og sjá áfangasigra. Ég hef á tilfinningunni að þetta verði styttra en fjögur ár af því að þetta er búið að dreifa sig hratt og tilfinningin mín er þannig. Ég er alltaf kvalin,“ segir Alma en hún lýsir börnunum sínum sem járnköllum. „Þau eru ótrúleg. Eru auðvitað aum inn á milli en þau sýna ótrúlegan styrk og jákvæðni og ríghalda í það. Ég er mjög hrædd og hrædd við að veikjast meira, sem ég veit að verður. Læknirinn minn segir að þetta verði upp og niður. Svo undir lokin, það hræðir mig og ég hugsa um það daglega. Ég er búinn að gera ráðstafanir til að reyna létta undir fólkinu mínu. Ég er búin að ákveða kirkju, búin að velja mér kirkjugarð og búin að velja lögin í jarðaförina. Ég tala mikið um dauðann við systur mína, af því að ég þarf það. Ég veit ekki hvað ég er að fara út í.“ Hún segist vilja vera eins lengi heima hjá sér og hún getur. „Mér þætti vænst um að fá að deyja heima en ég veit að það verður örugglega ekki,“ segir Alma. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Hægt er að styðja Ölmu og hennar fjölskyldu með því að leggja inn á styrktarreikning hennar: 0130 - 05 - 064210 Kennitala: 060979-3759
Ísland í dag Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira