Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, hefur dregið sig út úr enska landsliðshópnum sem mætir Íslandi og Danmörku í Þjóðadeildinni.
Rashford hefur glímt við meiðsli og í færslu á Twitter sagði hann að landsleikirnir væru aðeins of snemma á ferðinni fyrir hann.
Gutted never want to let this team down but these fixtures just came a little too soon for me. I tried my best but I have to focus on starting the season at my strongest for club and country. Good luck boys, I ll be cheering you on from home @England pic.twitter.com/2OMHKPFLpm
— Marcus Rashford (@MarcusRashford) August 31, 2020
Harry Winks, leikmaður Tottenham, hefur einnig dregið sig út úr enska landsliðshópnum. Jack Grealish, fyrirliði Aston Villa, var kallaður inn í hópinn í stað Winks og Rashfords.
Grealish er nýliði í enska hópnum og gæti leikið sinn fyrsta landsleik á Laugardalsvellinum á laugardaginn.
England og Ísland eru í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildarinnar ásamt Danmörku og Belgíu.
Leikur Íslands og Englands hefst klukkan 16:00 á laugardaginn og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.