Sennilega orðin „gegnsýrð af veirunni“ í lok rútuferðarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. september 2020 22:33 Frá skíðasvæðinu Ischgl í Austurríki. Vísir/getty Ferðamenn sem dvöldu í skíðabænum Ischgl í Austurríki í mars síðastliðnum bera sóttvarnayfirvöldum á svæðinu afar illa söguna. Einn lýsir því að þeir sem ekki hafi þegar verið orðnir smitaðir af kórónuveirunni í rútu á leið út úr bænum í mars, þegar yfirvöld fyrirskipuðu ferðamönnum að yfirgefa svæðið, hafi líklega verið orðnir „gegnsýrðir af veirunni“ í lok bílferðarinnar. Svo slæmt hafi ástandið verið. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun breska dagblaðsins Guardian um ástandið í smábænum Ischgl fyrstu tvær vikurnar í mars. Yfirvöld í Ischgl hafa þegar vakið heimsathygli fyrir svifasein viðbrögð við faraldrinum á svæðinu. Fjölmargir Íslendingar greindust með veiruna eftir að hafa dvalið í Ischgl í byrjun árs. Svitastorkinn hnappur á barnum Blaðamaður Guardian ræðir við Bretann Charlie Jackson sem fór í skíðaferð til Ischgl með sjö félögum sínum í byrjun mars. Jackson lýsir því m.a. að fyrsta kvöld ferðarinnar hafi þeir vinirnir farið á Niki‘s Stadl, bar í austurhluta bæjarins. Jackson minnist þess sérstaklega að við hliðina á plötusnúð staðarins hafi verið „gríðarstór, rauður hnappur“ sem hefði frekar átt heima í spurningaþætti í sjónvarpssal. Þegar stutt var á hnappinn lækkaði styrkur tónlistarinnar og sírenuhljóð glumdi um staðinn. „Við hljótum að hafa ýtt 50 sinnum á hnappinn þetta kvöld. Þú varðst að ýta á hann með flötum lófanum og í lok kvöldsins var hnappurinn sleipur af svita.“ Jackson fann fyrst fyrir Covid-einkennum 10. mars, þremur dögum eftir heimkomu. Þrír vinir hans úr ferðinni veiktust einnig. Hann kveðst hafa orðið mjög veikur og verið frá vinnu í fjórar vikur. Þórólfur hafði samband Blaðamaður Guardian ræðir einmitt við Íslendinginn Harald Eyvinds Þrastarson, einn 25 Íslendinga sem dvöldu í Ischgl síðustu viku febrúarmánaðar. Sextán úr hópnum greindust með veiruna við komuna til Íslands, að því er segir í umfjöllun Guardian. Strax að kvöldi 4. mars hafi „æðsti yfirmaður heilbrigðismála“ á Íslandi látið starfsbróður sinn í Vín vita af smitunum. Þar er að öllum líkindum átt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni, sem rætt hefur samskipti sín við heilbrigðisyfirvöld í Austurríki í fjölmiðlum. Þá eru rakin viðbrögð yfirvalda í Ischgl og rekstraraðila á svæðinu við útbreiðslu veirunnar en þau hafa þótt ámælisverð. Lögsókn á hendur yfirvöldum í Tíról er nú í burðarliðnum. Nigel Mallender, viðmælandi Guardian sem dvaldi í Ischgl í mars, er á meðal þeirra sem hyggjast leita réttar síns. „Með því að láta alla yfirgefa svæðið á sama tíma juku þau á vandann. Þeir sem ekki hafa þegar verið orðnir smitaðir í rútunni hafa verið orðið gegnsýrðir af veirunni í lok ferðarinnar,“ segir Mallender um fyrirkomulagið sem viðhaft var þegar ferðamönnum var gert að yfirgefa svæðið í skyndi 13. mars. Fram kemur í umfjöllun Guardian að í það minnsta 28 ferðamenn sem fóru til Ischgl í lok febrúar og byrjun mars hafi látist úr Covid-19. Talið er að þúsundir til viðbótar hafi smitast af veirunni á svæðinu. Umfjöllun Guardian í heild. Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Ferðamenn sem dvöldu í skíðabænum Ischgl í Austurríki í mars síðastliðnum bera sóttvarnayfirvöldum á svæðinu afar illa söguna. Einn lýsir því að þeir sem ekki hafi þegar verið orðnir smitaðir af kórónuveirunni í rútu á leið út úr bænum í mars, þegar yfirvöld fyrirskipuðu ferðamönnum að yfirgefa svæðið, hafi líklega verið orðnir „gegnsýrðir af veirunni“ í lok bílferðarinnar. Svo slæmt hafi ástandið verið. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun breska dagblaðsins Guardian um ástandið í smábænum Ischgl fyrstu tvær vikurnar í mars. Yfirvöld í Ischgl hafa þegar vakið heimsathygli fyrir svifasein viðbrögð við faraldrinum á svæðinu. Fjölmargir Íslendingar greindust með veiruna eftir að hafa dvalið í Ischgl í byrjun árs. Svitastorkinn hnappur á barnum Blaðamaður Guardian ræðir við Bretann Charlie Jackson sem fór í skíðaferð til Ischgl með sjö félögum sínum í byrjun mars. Jackson lýsir því m.a. að fyrsta kvöld ferðarinnar hafi þeir vinirnir farið á Niki‘s Stadl, bar í austurhluta bæjarins. Jackson minnist þess sérstaklega að við hliðina á plötusnúð staðarins hafi verið „gríðarstór, rauður hnappur“ sem hefði frekar átt heima í spurningaþætti í sjónvarpssal. Þegar stutt var á hnappinn lækkaði styrkur tónlistarinnar og sírenuhljóð glumdi um staðinn. „Við hljótum að hafa ýtt 50 sinnum á hnappinn þetta kvöld. Þú varðst að ýta á hann með flötum lófanum og í lok kvöldsins var hnappurinn sleipur af svita.“ Jackson fann fyrst fyrir Covid-einkennum 10. mars, þremur dögum eftir heimkomu. Þrír vinir hans úr ferðinni veiktust einnig. Hann kveðst hafa orðið mjög veikur og verið frá vinnu í fjórar vikur. Þórólfur hafði samband Blaðamaður Guardian ræðir einmitt við Íslendinginn Harald Eyvinds Þrastarson, einn 25 Íslendinga sem dvöldu í Ischgl síðustu viku febrúarmánaðar. Sextán úr hópnum greindust með veiruna við komuna til Íslands, að því er segir í umfjöllun Guardian. Strax að kvöldi 4. mars hafi „æðsti yfirmaður heilbrigðismála“ á Íslandi látið starfsbróður sinn í Vín vita af smitunum. Þar er að öllum líkindum átt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni, sem rætt hefur samskipti sín við heilbrigðisyfirvöld í Austurríki í fjölmiðlum. Þá eru rakin viðbrögð yfirvalda í Ischgl og rekstraraðila á svæðinu við útbreiðslu veirunnar en þau hafa þótt ámælisverð. Lögsókn á hendur yfirvöldum í Tíról er nú í burðarliðnum. Nigel Mallender, viðmælandi Guardian sem dvaldi í Ischgl í mars, er á meðal þeirra sem hyggjast leita réttar síns. „Með því að láta alla yfirgefa svæðið á sama tíma juku þau á vandann. Þeir sem ekki hafa þegar verið orðnir smitaðir í rútunni hafa verið orðið gegnsýrðir af veirunni í lok ferðarinnar,“ segir Mallender um fyrirkomulagið sem viðhaft var þegar ferðamönnum var gert að yfirgefa svæðið í skyndi 13. mars. Fram kemur í umfjöllun Guardian að í það minnsta 28 ferðamenn sem fóru til Ischgl í lok febrúar og byrjun mars hafi látist úr Covid-19. Talið er að þúsundir til viðbótar hafi smitast af veirunni á svæðinu. Umfjöllun Guardian í heild.
Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira