Tíu sekúndna jörðun á lokasókn Þórsara í boði eins af silfurstrákunum okkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2020 13:30 Ásgeir Örn Hallgrímsson fer yfir lokasókn Þórsliðsins í leiknum á móti Aftureldingu. Skjámynd/S2 Sport Ásgeir Örn Hallgrímsson er nýr sérfræðingur í Seinni bylgjunni og hann var ekki ánægður með lokasókn Þórsara á móti Aftureldingu í fyrstu umferðinni. Þórsarar eru nýliðar í Olís deild karla í handbolta og voru nálægt því að taka stig af Aftureldingu í fyrsta leik. Afturelding var 23-22 yfir þegar Þórsliðið fékk síðustu sóknina en hún gekk ekki upp og Afturelding innsiglaði sigurinn úr hraðaupphlaupi rétt áður en leiktíminn rann út. Þessi lokasókn Þórsliðsins fær ekki háa einkunn hjá silfurstráknum Ásgeiri Erni Hallgrímssyni sem hefur séð þær margar á löngum og farsælum ferli sínum í atvinnumennsku og með íslenska landsliðinu. Þórsliðið fékk tíu sekúndur til að jafna leikinn og ákvað að taka markvörðinn sinn út og spila sjö á sex. „Mér finnst þetta ekki sérstaklega vel útfært hjá þeim,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson en Jóhann Gunnar Einarsson, hinn sérfræðingur þáttarins, skaut inn í: „Mér fannst þetta frábærlega útfært,“ sagði Jóhann Gunnar. En hvað var Ásgeir Örn svona ósáttur með? „Hann setur þrjá inn á línu og við tökum eftir því í klippunni að Karolis Stropus og vinstri hornamaðurinn eru bara eitthvað að tala saman eins og þeir séu ekki alveg tilbúnir. Svo kemur leysingin inn og hún fer einhvern veginn á sama stað og línumennirnir eru. Jú, jú, þeir fá allt í lagi færi en mér finnst þetta ekki vera í tempói og þetta er ekki gott skot,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Mér fannst Stropus hafa átt að færa sig aðeins út meira hægra megin því þá hefði verið hægt að senda á hann. Þeir höfðu tíma því við sjáum að Monsi fer upp allan völlinn og nær að skjóta. Þeir skjóta örugglega þegar svona átta sekúndur eru eftir af leiknum. Þeir hefðu kannski þurft að nýta tímann betur. Þegar er svona lítið eftir þá heldur maður að tíu sekúndur séu svo rosalega lítið. Þetta er lengra heldur en maður heldur og maður getur gert miklu meira úr þessu,“ sagði Ásgeir Örn. „Engu að síður. Færið er ekki vonlaust og þetta er skot á mark, það er allt í lagi“ sagði Ásgeir Örn. „Þetta var tíu sekúnda jörðun á þessari sókn,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson en það má sjá umfjöllunina um lokasóknina hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Lokasókn Þórsliðsins gagnrýnd Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Ásgeir Örn Hallgrímsson er nýr sérfræðingur í Seinni bylgjunni og hann var ekki ánægður með lokasókn Þórsara á móti Aftureldingu í fyrstu umferðinni. Þórsarar eru nýliðar í Olís deild karla í handbolta og voru nálægt því að taka stig af Aftureldingu í fyrsta leik. Afturelding var 23-22 yfir þegar Þórsliðið fékk síðustu sóknina en hún gekk ekki upp og Afturelding innsiglaði sigurinn úr hraðaupphlaupi rétt áður en leiktíminn rann út. Þessi lokasókn Þórsliðsins fær ekki háa einkunn hjá silfurstráknum Ásgeiri Erni Hallgrímssyni sem hefur séð þær margar á löngum og farsælum ferli sínum í atvinnumennsku og með íslenska landsliðinu. Þórsliðið fékk tíu sekúndur til að jafna leikinn og ákvað að taka markvörðinn sinn út og spila sjö á sex. „Mér finnst þetta ekki sérstaklega vel útfært hjá þeim,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson en Jóhann Gunnar Einarsson, hinn sérfræðingur þáttarins, skaut inn í: „Mér fannst þetta frábærlega útfært,“ sagði Jóhann Gunnar. En hvað var Ásgeir Örn svona ósáttur með? „Hann setur þrjá inn á línu og við tökum eftir því í klippunni að Karolis Stropus og vinstri hornamaðurinn eru bara eitthvað að tala saman eins og þeir séu ekki alveg tilbúnir. Svo kemur leysingin inn og hún fer einhvern veginn á sama stað og línumennirnir eru. Jú, jú, þeir fá allt í lagi færi en mér finnst þetta ekki vera í tempói og þetta er ekki gott skot,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Mér fannst Stropus hafa átt að færa sig aðeins út meira hægra megin því þá hefði verið hægt að senda á hann. Þeir höfðu tíma því við sjáum að Monsi fer upp allan völlinn og nær að skjóta. Þeir skjóta örugglega þegar svona átta sekúndur eru eftir af leiknum. Þeir hefðu kannski þurft að nýta tímann betur. Þegar er svona lítið eftir þá heldur maður að tíu sekúndur séu svo rosalega lítið. Þetta er lengra heldur en maður heldur og maður getur gert miklu meira úr þessu,“ sagði Ásgeir Örn. „Engu að síður. Færið er ekki vonlaust og þetta er skot á mark, það er allt í lagi“ sagði Ásgeir Örn. „Þetta var tíu sekúnda jörðun á þessari sókn,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson en það má sjá umfjöllunina um lokasóknina hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Lokasókn Þórsliðsins gagnrýnd
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira