„Sjitt, litirnir þarna eru svakalegir!“ Jakob Bjarnar skrifar 27. september 2020 07:01 Mótorkross-mennirnir fóru á hjólum sínum út í guðsgræna náttúruna til að njóta haustlitanna. En ekki eru allir jafn kátir með þá ferð félaganna. Vísi barst ábending um það sem viðkomandi taldi grófan utanvegaakstur á mótorkrosshjólum. Með fylgdi hlekkur á myndbandsupptöku sem finna má á Youtube, upptöku af myndbandi sem upphaflega var að finna á Instagramreikningi. En þaðan hefur myndbandinu verið eytt. Ekki verður betur séð en þarna sé ekið yfir stokka og steina utan vega; yfir kjarr, gróið land, árbakka og hvað sem fyrir er. Umhverfisstofnun hefur skoðað myndbandið og hefur kært gjörninginn til lögreglu á Norðurlandi eystra. Einhver gæti talið að mótorhjólamenn uni sér best í bensínstybbu og smurolíubrækju en það kemur á daginn að þeir eru einnig náttúruunnendur; þeir sem sjá má á myndbandinu brugðu sér á hjólum sínum út í guðs græna náttúruna til að njóta haustlitanna. Á skjáskoti sem fylgdi ábendingunni, af samskiptum hinna meintu brotamanna á lögum um náttúruvernd tala þeir um „Algjört nammi“, „geggjað“, „flottir“ og Stefán Freyr Jóhannsson segir: „Sjitt, litirnir þarna eru svakalegir, takk fyrir komuna“. Ekki liggur fyrir hvort Stefán Freyr er að vísa til þess sem sjá má í myndskeiðinu eða hvort hann hafi sjálfur verið með í för. Ekki allir mótorhjólamenn svo ábyrgðarlausir Þegar Vísir hafði samband við Stefán Frey kannaðist hann hins vegar ekki við það að hafa verið að hjóla og alls ekki utan vega. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvar mótorkrossmennirnir eru að fara um en ef eitthvað er að marka kveðju Stefáns Freys til vina sinna þá er þetta einhvers staðar fyrir norðan, en hann sjálfur er búsettur á Akureyri. Daníel Frey hjá UST var ekki skemmt þegar hann horfði á myndbandið, reyndar saup hann hveljur.ust Ábendingin sem barst Vísi var frá mótorhjólamanni sem ekki vildi láta nafns síns getið en hann sagðist torfæruhjólamaður til margra ára. Sá vildi koma því á framfæri að flestir úr þeim hópi kunni að umgangast náttúruna af virðingu. En svo er ekki um alla og því vildi hann vekja athygli á myndbandinu. Að þeir sem þarna voru á ferð yrðu dregnir til ábyrgðar. Flest mótorhjólafólk sé skynsamt fólk en þessir aðilar telur umræddur ekki í þeim hópi. Klárt brot á náttúruverndarlögum Vísir bar myndbandið undir Daníel Frey Jónsson, sérfræðing í náttúruteymi Umhverfisstofnunar (UST), og hann saup hveljur. Daníel Freyr hafði ekki lengi horft á myndbandsupptökuna þegar hann taldi einsýnt að þarna væri um brot á ræða. „Þetta er nokkuð skýrt brot við 31. grein náttúruverndaralaga. Akstur vélknúinna ökutækja utan vega er óheimill. Í þessu myndbandi er ekið um gróið land, ýmist það sem virðist vera birkiskógur, moslendi og blautur bakkagróður við læki. Svona hjól tæta gróðursvörðinn og í myndbandinu má greinilega sjá skemmdir og ummerki sem myndast um leið og ekið er yfir. Förin eftir hjólin birtast strax og gróðurinn getur verið lengi að jafna sig. Svona athæfi skapa einnig slæmt fordæmi þar sem fleiri geta fylgt í kjölfarið og skemmdirnar aukist til muna,“ sagði Daníel Freyr ómyrkur í máli. UST kærir gjörninginn til lögreglu Eftir að þau hjá UST höfðu skoðað myndbandið komust þau að þeirri niðurstöðu að óhjákvæmilegt væri annað en vísa málinu til lögreglu. „Það reyndist erfitt að finna nákvæma staðsetningu á þessu. Því miður höfum við fengið töluvert af ábendingum á þessu ári um akstur utan vega þar sem um er að ræða mótorhjól. Það hefur hingað til að mestu verið bundið við Suðvesturland,“ segir Daníel Freyr. Og bætir því við að í þeim tilfellum sé oftast um að ræða akstur á sandi og fjöllum, en ekki gróið land eins og um er að ræða í þessu tilfelli. Umhverfismál Akstursíþróttir Lögreglumál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Vísi barst ábending um það sem viðkomandi taldi grófan utanvegaakstur á mótorkrosshjólum. Með fylgdi hlekkur á myndbandsupptöku sem finna má á Youtube, upptöku af myndbandi sem upphaflega var að finna á Instagramreikningi. En þaðan hefur myndbandinu verið eytt. Ekki verður betur séð en þarna sé ekið yfir stokka og steina utan vega; yfir kjarr, gróið land, árbakka og hvað sem fyrir er. Umhverfisstofnun hefur skoðað myndbandið og hefur kært gjörninginn til lögreglu á Norðurlandi eystra. Einhver gæti talið að mótorhjólamenn uni sér best í bensínstybbu og smurolíubrækju en það kemur á daginn að þeir eru einnig náttúruunnendur; þeir sem sjá má á myndbandinu brugðu sér á hjólum sínum út í guðs græna náttúruna til að njóta haustlitanna. Á skjáskoti sem fylgdi ábendingunni, af samskiptum hinna meintu brotamanna á lögum um náttúruvernd tala þeir um „Algjört nammi“, „geggjað“, „flottir“ og Stefán Freyr Jóhannsson segir: „Sjitt, litirnir þarna eru svakalegir, takk fyrir komuna“. Ekki liggur fyrir hvort Stefán Freyr er að vísa til þess sem sjá má í myndskeiðinu eða hvort hann hafi sjálfur verið með í för. Ekki allir mótorhjólamenn svo ábyrgðarlausir Þegar Vísir hafði samband við Stefán Frey kannaðist hann hins vegar ekki við það að hafa verið að hjóla og alls ekki utan vega. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvar mótorkrossmennirnir eru að fara um en ef eitthvað er að marka kveðju Stefáns Freys til vina sinna þá er þetta einhvers staðar fyrir norðan, en hann sjálfur er búsettur á Akureyri. Daníel Frey hjá UST var ekki skemmt þegar hann horfði á myndbandið, reyndar saup hann hveljur.ust Ábendingin sem barst Vísi var frá mótorhjólamanni sem ekki vildi láta nafns síns getið en hann sagðist torfæruhjólamaður til margra ára. Sá vildi koma því á framfæri að flestir úr þeim hópi kunni að umgangast náttúruna af virðingu. En svo er ekki um alla og því vildi hann vekja athygli á myndbandinu. Að þeir sem þarna voru á ferð yrðu dregnir til ábyrgðar. Flest mótorhjólafólk sé skynsamt fólk en þessir aðilar telur umræddur ekki í þeim hópi. Klárt brot á náttúruverndarlögum Vísir bar myndbandið undir Daníel Frey Jónsson, sérfræðing í náttúruteymi Umhverfisstofnunar (UST), og hann saup hveljur. Daníel Freyr hafði ekki lengi horft á myndbandsupptökuna þegar hann taldi einsýnt að þarna væri um brot á ræða. „Þetta er nokkuð skýrt brot við 31. grein náttúruverndaralaga. Akstur vélknúinna ökutækja utan vega er óheimill. Í þessu myndbandi er ekið um gróið land, ýmist það sem virðist vera birkiskógur, moslendi og blautur bakkagróður við læki. Svona hjól tæta gróðursvörðinn og í myndbandinu má greinilega sjá skemmdir og ummerki sem myndast um leið og ekið er yfir. Förin eftir hjólin birtast strax og gróðurinn getur verið lengi að jafna sig. Svona athæfi skapa einnig slæmt fordæmi þar sem fleiri geta fylgt í kjölfarið og skemmdirnar aukist til muna,“ sagði Daníel Freyr ómyrkur í máli. UST kærir gjörninginn til lögreglu Eftir að þau hjá UST höfðu skoðað myndbandið komust þau að þeirri niðurstöðu að óhjákvæmilegt væri annað en vísa málinu til lögreglu. „Það reyndist erfitt að finna nákvæma staðsetningu á þessu. Því miður höfum við fengið töluvert af ábendingum á þessu ári um akstur utan vega þar sem um er að ræða mótorhjól. Það hefur hingað til að mestu verið bundið við Suðvesturland,“ segir Daníel Freyr. Og bætir því við að í þeim tilfellum sé oftast um að ræða akstur á sandi og fjöllum, en ekki gróið land eins og um er að ræða í þessu tilfelli.
Umhverfismál Akstursíþróttir Lögreglumál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent