Stressuð og áhyggjufull af því hún hafði heyrt svo margar hryllingssögur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2020 13:00 Hafdís Renötudóttir í viðtalinu við Henry Birgi Gunnarsson í Seinni bylgjunni. Skjámynd/S2 Sport Landsliðsmarkvörðurinn Hafdís Renötudóttir skipti óvænt úr Fram til sænska félagsins Lugi HF á dögunum og Seinni bylgjan ræddi við Hadísi um þessi sérstöku félagsskipti í þætti sínum í gær. „Það setur stórt strik í reikninginn hjá Fran að markvörðurinn þeirra, Hafdís Renötudóttur landsliðsmarkvörður, er á förum frá liðinu til Svíþjóðar þó svo að hún sé meidd. Ég kíkti aðeins á Hafdísi í dag,“ kynnti Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, innslagið um Hafdísi. Hafdís Renötudóttir er frábær markvörður sem hún sýndi og sannaði á síðustu leiktíð þar sem Fram varð bæði deildarmeistari og bikarmeistari en missti síðan af Íslandsmeistaratitlinum vegna kórónuveirunnar. Hafdís var hins vegar ekki byrjuð að spila með á þessu tímabili eftir að hafa fengið skot í höfuðið. Hafdís Renötudóttir til Lugi HF Handknattleiksdeild Fram hefur samþykkt félagaskipti landsliðskonunnar Hafdísar...Posted by Fram Handbolti on Miðvikudagur, 7. október 2020 „Aðdragandinn var ekki mjög langur og þetta gerðist mjög hratt. Ég ætlaði fyrst ekki að fara af því að ég er með heilahristing en þetta var gott tækifæri og ég ákvað því að kýla á þetta. Ég er þakklát fyrir það að Fram leyfði mér að gera það,“ sagði Hafdís Renötudóttir. Hafdís Renötudóttir hefur verið að glíma við höfuðmeiðsli en var hún hissa að sænska liðið hafði samband við hana? Skildi ekki af hverju þeir vildu fá meiddan leikmann út „Ég var mjög hissa og skildi ekki af hverju þeir vildu fá meiddan leikmann út en þeir tala um framtíðarsýnina hjá þessu liði. Ég spurði hvort ég gæti komið út eftir áramót en þeir vildu fá mig strax út. Ég verð því í endurhæfingu þarna úti. Ég hlakka til að fara út og vona bara að ég nái mér sem fyrst,“ sagði Hafdís en hvernig hefur gengið að glíma við höfuðmeiðslin. „Það hefur gengið upp og niður ef ég á að segja alveg eins og er. Ég fékk bakslag en eins og staðan er núna þá gengur mjög vel. Ég fær að hlaupa og ég fæ engin eftirköst. Ég fór í sjúkraþjálfun í morgun og ég má núna byrja eins og ég vil. Ég geri bara eins og ég get,“ sagði Hafdís. „Fyrst og fremst þá er þetta bara mjög stressandi og ég er mjög áhyggjufull alla daga um þetta. Persónulega þá var ég með mjög mikið ljósnæmi, hljóðnæmi og fékk hausverk við álag. Aðallega fyrir mig þá var þetta áhyggjuefni að geta ekki fengið að spila handbolta á ný af því að við höfum heyrt svo margar hryllingssögur,“ sagði Hafdís en margar handboltakonur hafa þurft að hætta að spila vegna höfuðmeiðsla. „Þetta er ekkert grín og ég tek þessu mjög alvarlega. Ég er þakklát fyrir það að geta hlaupið og hoppað. Oft fylgja svona hálsvandamál með þannig að ég er á réttri leið,“ sagði Hafdís. Hún yfirgefur Framliðið á miðju tímabili og skilur eftir stórt skarð. Svekkjandi að missa af þessu „Ég ætlaði fyrst ekki út enda er ég að snúa öllu á hvolf hérna. Ég hugsaði með mér; þetta er frábært tækifæri og ég verð að fylgja því sem ég vil gera. Ég held að ég sé að gera það rétta í þessu öllu saman,“ sagði Hafdís. Olís deild kvenna í ár er eins sú allra sterkasta frá upphafi og Hafdís missir af því. „Ég er mjög svekkt að missa af þessu tímabili af því að það eru frábærir leikmenn í deildinni í ár og hún verður sterk. Það er staðreynd og eins og við sjáum núna þá erum við ekki búnar að vinna alla leikina eins og við vonuðumst til og ætluðum okkur að gera. Það er svekkjandi að missa af þessu,“ sagði Hafdís en það má heyra allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Hafdísi Renötudóttur um höfðuðmeiðslin og Lugi Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sjá meira
Landsliðsmarkvörðurinn Hafdís Renötudóttir skipti óvænt úr Fram til sænska félagsins Lugi HF á dögunum og Seinni bylgjan ræddi við Hadísi um þessi sérstöku félagsskipti í þætti sínum í gær. „Það setur stórt strik í reikninginn hjá Fran að markvörðurinn þeirra, Hafdís Renötudóttur landsliðsmarkvörður, er á förum frá liðinu til Svíþjóðar þó svo að hún sé meidd. Ég kíkti aðeins á Hafdísi í dag,“ kynnti Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, innslagið um Hafdísi. Hafdís Renötudóttir er frábær markvörður sem hún sýndi og sannaði á síðustu leiktíð þar sem Fram varð bæði deildarmeistari og bikarmeistari en missti síðan af Íslandsmeistaratitlinum vegna kórónuveirunnar. Hafdís var hins vegar ekki byrjuð að spila með á þessu tímabili eftir að hafa fengið skot í höfuðið. Hafdís Renötudóttir til Lugi HF Handknattleiksdeild Fram hefur samþykkt félagaskipti landsliðskonunnar Hafdísar...Posted by Fram Handbolti on Miðvikudagur, 7. október 2020 „Aðdragandinn var ekki mjög langur og þetta gerðist mjög hratt. Ég ætlaði fyrst ekki að fara af því að ég er með heilahristing en þetta var gott tækifæri og ég ákvað því að kýla á þetta. Ég er þakklát fyrir það að Fram leyfði mér að gera það,“ sagði Hafdís Renötudóttir. Hafdís Renötudóttir hefur verið að glíma við höfuðmeiðsli en var hún hissa að sænska liðið hafði samband við hana? Skildi ekki af hverju þeir vildu fá meiddan leikmann út „Ég var mjög hissa og skildi ekki af hverju þeir vildu fá meiddan leikmann út en þeir tala um framtíðarsýnina hjá þessu liði. Ég spurði hvort ég gæti komið út eftir áramót en þeir vildu fá mig strax út. Ég verð því í endurhæfingu þarna úti. Ég hlakka til að fara út og vona bara að ég nái mér sem fyrst,“ sagði Hafdís en hvernig hefur gengið að glíma við höfuðmeiðslin. „Það hefur gengið upp og niður ef ég á að segja alveg eins og er. Ég fékk bakslag en eins og staðan er núna þá gengur mjög vel. Ég fær að hlaupa og ég fæ engin eftirköst. Ég fór í sjúkraþjálfun í morgun og ég má núna byrja eins og ég vil. Ég geri bara eins og ég get,“ sagði Hafdís. „Fyrst og fremst þá er þetta bara mjög stressandi og ég er mjög áhyggjufull alla daga um þetta. Persónulega þá var ég með mjög mikið ljósnæmi, hljóðnæmi og fékk hausverk við álag. Aðallega fyrir mig þá var þetta áhyggjuefni að geta ekki fengið að spila handbolta á ný af því að við höfum heyrt svo margar hryllingssögur,“ sagði Hafdís en margar handboltakonur hafa þurft að hætta að spila vegna höfuðmeiðsla. „Þetta er ekkert grín og ég tek þessu mjög alvarlega. Ég er þakklát fyrir það að geta hlaupið og hoppað. Oft fylgja svona hálsvandamál með þannig að ég er á réttri leið,“ sagði Hafdís. Hún yfirgefur Framliðið á miðju tímabili og skilur eftir stórt skarð. Svekkjandi að missa af þessu „Ég ætlaði fyrst ekki út enda er ég að snúa öllu á hvolf hérna. Ég hugsaði með mér; þetta er frábært tækifæri og ég verð að fylgja því sem ég vil gera. Ég held að ég sé að gera það rétta í þessu öllu saman,“ sagði Hafdís. Olís deild kvenna í ár er eins sú allra sterkasta frá upphafi og Hafdís missir af því. „Ég er mjög svekkt að missa af þessu tímabili af því að það eru frábærir leikmenn í deildinni í ár og hún verður sterk. Það er staðreynd og eins og við sjáum núna þá erum við ekki búnar að vinna alla leikina eins og við vonuðumst til og ætluðum okkur að gera. Það er svekkjandi að missa af þessu,“ sagði Hafdís en það má heyra allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Hafdísi Renötudóttur um höfðuðmeiðslin og Lugi
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti