Saka mexíkóska ráðherrann um mútuþægni og stórfellt fíkniefnasmygl Kjartan Kjartansson skrifar 16. október 2020 23:19 Salvador Cienfuegos Zepeda (t.v.) með Enrique Peña Nieto, þáverandi forseta Mexíkó, árið 2016. Cienfuegos er sagður hafa gætt þess að herinn beitti sér ekki gegn fíkniefnagengi sem greiddi honum mútur en beindi þess í stað spjótum sínum að keppinautum þess. AP/Rebecca Blackwell Bandarískir saksóknarar saka fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkó um að hafa aðstoðað við smygl á þúsundum kílóa af fíkniefnum til Bandaríkjanna gegn mútum. Hann hafi tryggt að herinn beitti sér ekki gegn fíkniefnahring sem greiddi honum á laun og herjaði frekar á keppinauta hans. Salvador Cienfuegos Zepeda, fyrrverandi varnarmálaráðherra og hershöfðingi, var handtekinn í Los Angeles þegar hann kom til Bandaríkjanna í gær. Hann er sagður hafa unnið með H-2-fíkniefnahringnum á meðan hann var ráðherra í ríkisstjórn Enrique Peña Nieto forseta frá 2012 til 2018. Í skjölum sem voru lögð fyrir dómara í Kaliforníu í dag kemur fram að þúsundir símaskilaboða sem voru hleruð sýni að Cienfuegos hafi haldið hlífiskildi yfir glæpagenginu og kynnt leiðtoga þess fyrir öðrum spilltum stjórnmálamönnum, að sögn AP-fréttastofunnar. Cienfuegos hafi einnig varað leiðtoga gengisins við rannsókn bandarískra löggæslustofnana á umsvifum þess sem byggðist meðal annars á uppljóstrurum og vitnum. Það hafi orðið til þess að félagar í genginu hafi verið myrtir vegna þess að leiðtogar þess hafi trúað því ranglega að þeir ynnu með bandarísku lögreglunni. Ákærudómstóll í New York gaf út ákæru á hendur Cienfuegos fyrir aðild að samsæri um dreifingu á heróíni, kókaíni, metamfetamíni og maríjúana. Hann gætti átt yfir höfði sér að minnsta kosti tíu ára fangelsisvist verði hann fundinn sekur. Cienfuegos er 72 ára gamall. Saksóknarar krefjast þess að honum verði neitað um lausn gegn tryggingu þar sem mikil hætta sér á að hann flýi landið. Mexíkó Bandaríkin Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Bandarískir saksóknarar saka fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkó um að hafa aðstoðað við smygl á þúsundum kílóa af fíkniefnum til Bandaríkjanna gegn mútum. Hann hafi tryggt að herinn beitti sér ekki gegn fíkniefnahring sem greiddi honum á laun og herjaði frekar á keppinauta hans. Salvador Cienfuegos Zepeda, fyrrverandi varnarmálaráðherra og hershöfðingi, var handtekinn í Los Angeles þegar hann kom til Bandaríkjanna í gær. Hann er sagður hafa unnið með H-2-fíkniefnahringnum á meðan hann var ráðherra í ríkisstjórn Enrique Peña Nieto forseta frá 2012 til 2018. Í skjölum sem voru lögð fyrir dómara í Kaliforníu í dag kemur fram að þúsundir símaskilaboða sem voru hleruð sýni að Cienfuegos hafi haldið hlífiskildi yfir glæpagenginu og kynnt leiðtoga þess fyrir öðrum spilltum stjórnmálamönnum, að sögn AP-fréttastofunnar. Cienfuegos hafi einnig varað leiðtoga gengisins við rannsókn bandarískra löggæslustofnana á umsvifum þess sem byggðist meðal annars á uppljóstrurum og vitnum. Það hafi orðið til þess að félagar í genginu hafi verið myrtir vegna þess að leiðtogar þess hafi trúað því ranglega að þeir ynnu með bandarísku lögreglunni. Ákærudómstóll í New York gaf út ákæru á hendur Cienfuegos fyrir aðild að samsæri um dreifingu á heróíni, kókaíni, metamfetamíni og maríjúana. Hann gætti átt yfir höfði sér að minnsta kosti tíu ára fangelsisvist verði hann fundinn sekur. Cienfuegos er 72 ára gamall. Saksóknarar krefjast þess að honum verði neitað um lausn gegn tryggingu þar sem mikil hætta sér á að hann flýi landið.
Mexíkó Bandaríkin Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira