Easyjet kyrrsetur flotann og starfsfólk beðið um að aðstoða heilbrigðiskerfið Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2020 09:57 Eftirspurn eftir flugferðum hefur hrunið vegna heimsfaraldursins. Því hefur Easyjet ákveðið á kyrrsetja á fjórða hundrað flugvéla í bili. Vísir/EPA Allur floti flugfélagsins Easyjet verður kyrrsettur til að draga úr kostnaði á meðan eftirspurn liggur í lamasessi vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þá hefur félagið náð samkomulagi við stéttarfélag starfsmanna um að áhafnir verði sendar í leyfi. Bresk stjórnvöld vilja að starfsmenn flugfélaga vinni sjálfboðaliðastörf á sjúkrahúsum. Floti Easyjet telur 344 flugvélar og munu þær standa óhreyfðar á næstunni. Breska flugfélagið vísar í fordæmalausar ferðatakmarkanir sem ríki heims hafa komið á til að hefta útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19-sjúkdómnum, að sögn AP-fréttastofunnar. „Á þessu stigi er engin vissa um hvenær farþegaflutningaflugi verður haldið áfram. Við höldum áfram að meta ástandi stöðugt byggt á reglum og eftirspurn og látum markaðinn vita þegar við höfum skoðun,“ segir í tilkynningu Easyjet. Samkvæmt samkomulagi sem flugfélagið gerði við stéttarfélag starfsmanna verða áhafnir settar í leyfi í tvo mánuði og fá þær 80% launa sinna greidd frá breska ríkinu á meðan. Félagið segist þó standa vel og að viðræður við lánveitendur standi yfir. Bresk stjórnvöld hafa boðið þúsundum starfsmanna flugfélaga sem sitja nú auðum höndum vegna faraldursins að vinna sem sjálfboðaliðar á sérstökum sjúkrahúsum sem verða sett upp fyrir COVID-19-sjúklinga. Easyjet segist hafa komið þeim skilaboðum til um 9.000 starfsmanna sinna og Virgin Atlantic til um 4.000 starfsmanna. Heilbrigðisstofnun Bretlands (NHS) segir að fólkið yrði sett í ýmis störf eins og að skipta um á sjúkrarúmum, huga að sjúklingum og aðstoða lækna og hjúkrunarfræðinga í að bjarga mannslífum, að því er segir í frétt Washington Post. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Bretland Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Allur floti flugfélagsins Easyjet verður kyrrsettur til að draga úr kostnaði á meðan eftirspurn liggur í lamasessi vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þá hefur félagið náð samkomulagi við stéttarfélag starfsmanna um að áhafnir verði sendar í leyfi. Bresk stjórnvöld vilja að starfsmenn flugfélaga vinni sjálfboðaliðastörf á sjúkrahúsum. Floti Easyjet telur 344 flugvélar og munu þær standa óhreyfðar á næstunni. Breska flugfélagið vísar í fordæmalausar ferðatakmarkanir sem ríki heims hafa komið á til að hefta útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19-sjúkdómnum, að sögn AP-fréttastofunnar. „Á þessu stigi er engin vissa um hvenær farþegaflutningaflugi verður haldið áfram. Við höldum áfram að meta ástandi stöðugt byggt á reglum og eftirspurn og látum markaðinn vita þegar við höfum skoðun,“ segir í tilkynningu Easyjet. Samkvæmt samkomulagi sem flugfélagið gerði við stéttarfélag starfsmanna verða áhafnir settar í leyfi í tvo mánuði og fá þær 80% launa sinna greidd frá breska ríkinu á meðan. Félagið segist þó standa vel og að viðræður við lánveitendur standi yfir. Bresk stjórnvöld hafa boðið þúsundum starfsmanna flugfélaga sem sitja nú auðum höndum vegna faraldursins að vinna sem sjálfboðaliðar á sérstökum sjúkrahúsum sem verða sett upp fyrir COVID-19-sjúklinga. Easyjet segist hafa komið þeim skilaboðum til um 9.000 starfsmanna sinna og Virgin Atlantic til um 4.000 starfsmanna. Heilbrigðisstofnun Bretlands (NHS) segir að fólkið yrði sett í ýmis störf eins og að skipta um á sjúkrarúmum, huga að sjúklingum og aðstoða lækna og hjúkrunarfræðinga í að bjarga mannslífum, að því er segir í frétt Washington Post.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Bretland Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira