Tuttugu fyrirtæki fá undanþágu frá samkomubanni Eiður Þór Árnason skrifar 1. apríl 2020 07:44 Stór hluti fyrirtækjanna er í sjávarútvegi. Vísir/Jóhann Heilbrigðisráðuneytið hefur birt lista yfir fyrirtæki sem hafa fengið undanþágu frá samkomubanni svo unnt sé að halda starfsemi þeirra órófinni. Undanþágurnar eru sagðar veittar í samráði við sóttvarnalækni, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Matvælastofnun. Alls starfa tuttugu fyrirtæki á grundvelli undanþágu að svo stöddu. Um er að ræða fyrirtæki í stóriðju, sjávarútvegi, matvælaframleiðslu og annarri mikilvægri starfsemi samkvæmt mati stjórnvalda. Sjá einnig: Um þrjú hundruð tilkynningar vegna brota á samkomubanni Í núgildandi samkomubanni, sem tók gildi þann 24. mars síðastliðinn, ber stjórnendum almennt að tryggja að fleiri en tuttugu séu ekki í sama rými á vinnustöðum eða í annarri starfsemi. Fram kemur í frétt á vef ráðuneytisins að margar umsóknir hafi borist ráðuneytinu um undanþágu og flestum þeirra hafi verið hafnað. Lýsti furðu sinni yfir fjölda umsókna Á upplýsingafundi í gær sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að mikið af undanþágubeiðnum hafi komið inn á borð yfirvalda fram að þessu. „Ég vil aðeins lýsa fuðru minni á öllum þeim beiðnum um undanþágu frá sóttkví og samkomubanni sem eru að berast. Það virðist vera mjög mikið um það að menn teji að þeir þurfi að fá sundanþágu frá sóttkví.“ Í ljósi þessa bað hann alla um að sýna aðstæðum skilning. „Það er náttúrulega mjög ólógískt að ætla að veita mjög mörgum undanþágu frá þessum aðgerðum því þá er hætta á því að við fáum bara aukningu í faraldurinn aftur.“ Horft til viðmiða sóttvarnalæknis Fram kemur í frétt heilbrigðisráðuneytisins að við mat á umsóknum um undanþágu frá samkomubanni hafi verið horft til viðmiða sem sóttvarnalæknir byggir á við veitingu undanþága frá sóttkví. „Þau felast í því að um sé að ræða samfélagslega ómissandi innviði sem mega ekki stöðvast vegna lífsbjargandi starfsemi, svo sem raforku, fjarskipta, samgangna, heilbrigðisstarfsemi, löggæslu, sjúkraflutninga og slökkviliða.“ Sjá einnig: Fyrirtækjum í stóriðju, sjávarútvegi og matvælaframleiðslu veitt undanþága Önnur starfsemi sem mögulega getur fallið undir heimild til undanþágu frá samkomubanninu er starfsemi fyrirtækja sem telst „kerfislega og efnahagslega mikilvæg, svo sem til að tryggja innviði, sorphirðu, aðföng, matvælaframleiðslu, flutninga matvæla, lyfja og annarra nauðsynjavara eða efnahagslegt öryggi ríkisins með útflutningi.“ Þá er veiting undanþágu sögð þurfa að byggjast á því að nær ómögulegt sé að aðlaga starfsemina að reglunum. Eftirfarandi fyrirtæki starfa nú á grundvelli undanþágu samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu: Íslandspóstur Samtök iðnaðarins: Mjólkursamsalan. Austurvegur 65, 800 Selfoss Matfugl. Völuteigur 2, 270 Mosfellsbær Rio Tinto – Ísal í Straumsvík Alcoa á Reyðafirði Norðurál á Grundaratanga Terra í Hafnarfirði Elkem á Grundartanga Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi: Guðmundur Runólfsson hf., Grundarfirði Hraðfrystihúsið Gunnvör hf., Hnífsdal Ísfélag Vestmannaeyja hf., Vestmannaeyjum Nesfiskur ehf., Garði Oddi hf., Patreksfirði Samherji ehf. / Útgerðarfélag Akureyringa ehf., Akureyri og Dalvík Skinney-Þinganes hf., Hornafirði Vinnslustöðin hf. og dótturfyrirtæki, Vestmannaeyjum Þorbjörn hf., Grindavík Brim hf., Reykjavík Fiskkaup hf., Reykjavík Fiskvinnslan Íslandssaga hf., Suðureyri Að sögn ráðuneytisins er listinn yfir sjávarútvegsfyrirtæki birtur „með fyrirvara Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem aflaði upplýsinganna að ekki sé víst að listinn sé tæmandi“ Fréttin var uppfærð til að leiðrétta mistök í frétt heilbrigðisráðuneytisins. Þar vantaði upphaflega fjögur fyrirtæki. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stóriðja Samkomubann á Íslandi Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið hefur birt lista yfir fyrirtæki sem hafa fengið undanþágu frá samkomubanni svo unnt sé að halda starfsemi þeirra órófinni. Undanþágurnar eru sagðar veittar í samráði við sóttvarnalækni, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Matvælastofnun. Alls starfa tuttugu fyrirtæki á grundvelli undanþágu að svo stöddu. Um er að ræða fyrirtæki í stóriðju, sjávarútvegi, matvælaframleiðslu og annarri mikilvægri starfsemi samkvæmt mati stjórnvalda. Sjá einnig: Um þrjú hundruð tilkynningar vegna brota á samkomubanni Í núgildandi samkomubanni, sem tók gildi þann 24. mars síðastliðinn, ber stjórnendum almennt að tryggja að fleiri en tuttugu séu ekki í sama rými á vinnustöðum eða í annarri starfsemi. Fram kemur í frétt á vef ráðuneytisins að margar umsóknir hafi borist ráðuneytinu um undanþágu og flestum þeirra hafi verið hafnað. Lýsti furðu sinni yfir fjölda umsókna Á upplýsingafundi í gær sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að mikið af undanþágubeiðnum hafi komið inn á borð yfirvalda fram að þessu. „Ég vil aðeins lýsa fuðru minni á öllum þeim beiðnum um undanþágu frá sóttkví og samkomubanni sem eru að berast. Það virðist vera mjög mikið um það að menn teji að þeir þurfi að fá sundanþágu frá sóttkví.“ Í ljósi þessa bað hann alla um að sýna aðstæðum skilning. „Það er náttúrulega mjög ólógískt að ætla að veita mjög mörgum undanþágu frá þessum aðgerðum því þá er hætta á því að við fáum bara aukningu í faraldurinn aftur.“ Horft til viðmiða sóttvarnalæknis Fram kemur í frétt heilbrigðisráðuneytisins að við mat á umsóknum um undanþágu frá samkomubanni hafi verið horft til viðmiða sem sóttvarnalæknir byggir á við veitingu undanþága frá sóttkví. „Þau felast í því að um sé að ræða samfélagslega ómissandi innviði sem mega ekki stöðvast vegna lífsbjargandi starfsemi, svo sem raforku, fjarskipta, samgangna, heilbrigðisstarfsemi, löggæslu, sjúkraflutninga og slökkviliða.“ Sjá einnig: Fyrirtækjum í stóriðju, sjávarútvegi og matvælaframleiðslu veitt undanþága Önnur starfsemi sem mögulega getur fallið undir heimild til undanþágu frá samkomubanninu er starfsemi fyrirtækja sem telst „kerfislega og efnahagslega mikilvæg, svo sem til að tryggja innviði, sorphirðu, aðföng, matvælaframleiðslu, flutninga matvæla, lyfja og annarra nauðsynjavara eða efnahagslegt öryggi ríkisins með útflutningi.“ Þá er veiting undanþágu sögð þurfa að byggjast á því að nær ómögulegt sé að aðlaga starfsemina að reglunum. Eftirfarandi fyrirtæki starfa nú á grundvelli undanþágu samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu: Íslandspóstur Samtök iðnaðarins: Mjólkursamsalan. Austurvegur 65, 800 Selfoss Matfugl. Völuteigur 2, 270 Mosfellsbær Rio Tinto – Ísal í Straumsvík Alcoa á Reyðafirði Norðurál á Grundaratanga Terra í Hafnarfirði Elkem á Grundartanga Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi: Guðmundur Runólfsson hf., Grundarfirði Hraðfrystihúsið Gunnvör hf., Hnífsdal Ísfélag Vestmannaeyja hf., Vestmannaeyjum Nesfiskur ehf., Garði Oddi hf., Patreksfirði Samherji ehf. / Útgerðarfélag Akureyringa ehf., Akureyri og Dalvík Skinney-Þinganes hf., Hornafirði Vinnslustöðin hf. og dótturfyrirtæki, Vestmannaeyjum Þorbjörn hf., Grindavík Brim hf., Reykjavík Fiskkaup hf., Reykjavík Fiskvinnslan Íslandssaga hf., Suðureyri Að sögn ráðuneytisins er listinn yfir sjávarútvegsfyrirtæki birtur „með fyrirvara Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem aflaði upplýsinganna að ekki sé víst að listinn sé tæmandi“ Fréttin var uppfærð til að leiðrétta mistök í frétt heilbrigðisráðuneytisins. Þar vantaði upphaflega fjögur fyrirtæki.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stóriðja Samkomubann á Íslandi Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira