Fjögurra milljarða króna björgunarpakki til danskra fjölmiðla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. apríl 2020 23:26 Fjölmiðlar í Kaupmannahöfn og víðar í Danmörku munu geta sótt um ríkisaðstoð vegna auglýsingataps á tímum kórónuveirunnar. Olga Iacovlenco Pólitískur meirihluti hefur náðst um björgunarpakka í Danmörku til fjölmiðla þar í landi. Áætlaður kostnaður ríkisins svarar til um 3,7 milljarða íslenskra króna. Um er að ræða greiðslur vegna hruns í auglýsingatekjum sem má rekja beint til kórónuveirunnar. Aðgerðirnar ná til dagblaða, vefmiðla, vikublaða, útvarpsstöðva, tímarita og fagblaða. Séu miðlarnir skráðir á vef fjölmiðlanefndar er hægt að sækja um bætur. Kórónuveirufaraldurinn og tilheyrandi samkomubönn hafa mjög mikil áhrif á alls kyns rekstur. Lítil umsvif gefur ekki tilefni til að auglýsa starfsemi sína og finna fjölmiðlar um heim allan fyrir áhrifunum. Um er að ræða bætur að hámarki 60 prósent af tekjumissi fjölmiðils hafi niðursveiflan vegna kórónuveirunnar verið 30-50 prósent. Hafi niðursveiflan verið 50-100 prósent bætir ríkið 80 prósent tapsins. Tímabilið sem björgunarpakkinn nær til er frá 9. mars til 8. júní. Jesper Rosener, formaður Blaðamannafélags Danmerkur, er ánægður með niðurstöðuna. Viðræður félagsins við stjórnvöld hafa verið eldfimar að því er fram kemur í frétt DR. Rosener segir blaðamenn og þeirra störf aldrei hafa verið mikilvægari, að upplýsa borgara um kórónuveirufaraldurinn, ástæður hans og afdrif bæði í heimalandinu og erlendis. Blaðamenn geti nú hætt að óttast um störf sín og sinnt þeim af kappi. Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Pólitískur meirihluti hefur náðst um björgunarpakka í Danmörku til fjölmiðla þar í landi. Áætlaður kostnaður ríkisins svarar til um 3,7 milljarða íslenskra króna. Um er að ræða greiðslur vegna hruns í auglýsingatekjum sem má rekja beint til kórónuveirunnar. Aðgerðirnar ná til dagblaða, vefmiðla, vikublaða, útvarpsstöðva, tímarita og fagblaða. Séu miðlarnir skráðir á vef fjölmiðlanefndar er hægt að sækja um bætur. Kórónuveirufaraldurinn og tilheyrandi samkomubönn hafa mjög mikil áhrif á alls kyns rekstur. Lítil umsvif gefur ekki tilefni til að auglýsa starfsemi sína og finna fjölmiðlar um heim allan fyrir áhrifunum. Um er að ræða bætur að hámarki 60 prósent af tekjumissi fjölmiðils hafi niðursveiflan vegna kórónuveirunnar verið 30-50 prósent. Hafi niðursveiflan verið 50-100 prósent bætir ríkið 80 prósent tapsins. Tímabilið sem björgunarpakkinn nær til er frá 9. mars til 8. júní. Jesper Rosener, formaður Blaðamannafélags Danmerkur, er ánægður með niðurstöðuna. Viðræður félagsins við stjórnvöld hafa verið eldfimar að því er fram kemur í frétt DR. Rosener segir blaðamenn og þeirra störf aldrei hafa verið mikilvægari, að upplýsa borgara um kórónuveirufaraldurinn, ástæður hans og afdrif bæði í heimalandinu og erlendis. Blaðamenn geti nú hætt að óttast um störf sín og sinnt þeim af kappi.
Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira