„Án áhorfenda er ekkert leikhús“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. janúar 2021 23:20 Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri var að vonum ánægður með að fá loks áhorfendur í salinn. Vísir/Arnar Leiksýningin Vertu Úlfur var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn í fjóra mánuði sem sýnt er á stóra sviði leikhússins. Samkvæmt reglugerð um sóttvarnaraðgerðir, sem tók gildi í síðustu viku, mega nú um hundrað áhorfendur vera í salnum í stað fimmtíu áður. Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri vonast til að hægt verði að fylla salinn af áhorfendum áður en langt um líður. Magnús Geir segir það skipta verulegu máli að fá að sýna aftur á stóra sviðinu „Þetta hefur auðvitað gríðarleg þýðingu því að leikhúsið snýst auðvitað um það að mæta áhorfendum og án áhorfenda er ekkert leikhús. Þannig það má segja að það hafi ekki verið neitt leikhús síðustu mánuði.“ Starfsfólk leikhússins horfir nú björtum augum til komandi vikna og mánaða og vonast til að húsið muni iða af lífi. „Við erum afskaplega glöð og bjartsýn og full tilhlökkunar. Bæði til kvöldsins og svo auðvitað þeirra mánaða sem eru fram undan og við trúum að sýningarhaldið hefjist núna en muni síðan svona trappast upp jafnt og þétt og vonandi áður en að löngum líður verðum við komin með fullan sal og heimilt að sitja í öllum sætum.“ Aðeins mega um hundrað manns vera í salnum og því fæst sætin í notkun.Vísir/Arnar Ferlið við að setja sýninguna upp var magnað að sögn Magnúsar. „Auðvitað hafa þetta verið afskaplega krefjandi tímar fyrir okkur öll og okkur í leikhúsinu sannarlega því að við höfum ekki getað gert það sem að við þráum að gera og njótum að gera en vinnan við þessa sýningu er svolítið sérstök af því við breyttum öllum forsendum vegna kórónuveirufaraldursins.“ Þannig átti sýningin að vera á minna sviði en var færð á stóra sviðið og löguð að þeim tímum sem nú eru. „Þannig að þetta hefur verið afskaplega gjöfult og við finnum líka fyrir hvað hún talar sterkt inn í þá tíma sem við erum að upplifa. Þetta tekur á málefnum sem að eru ofarlega á baugi.“ Klippa: Fyrsta sýningin á stóra sviðinu í fjóra mánuði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikhús Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þessar breytingar á samkomubanni tóku gildi á miðnætti Nýjar reglur á samkomutakmörkunum tóku gildi á miðnætti. Nú mega tuttugu koma saman í stað tíu áður, líkamsræktarstöðvar mega hafa opið en einungis fyrir hóptíma þar sem ítrustu sóttvarnareglum er fylgt og veitingastaðir mega taka á móti tuttugu gestum í sama rými í stað fimmtán. 13. janúar 2021 06:19 Þessar reglur tóku gildi á miðnætti Sóttvarnaraðgerðir voru hertar á miðnætti í nótt og munu nýju reglurnar gilda til og með 17. nóvember. 31. október 2020 08:36 Mest lesið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Lífið Fleiri fréttir „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Sjá meira
Magnús Geir segir það skipta verulegu máli að fá að sýna aftur á stóra sviðinu „Þetta hefur auðvitað gríðarleg þýðingu því að leikhúsið snýst auðvitað um það að mæta áhorfendum og án áhorfenda er ekkert leikhús. Þannig það má segja að það hafi ekki verið neitt leikhús síðustu mánuði.“ Starfsfólk leikhússins horfir nú björtum augum til komandi vikna og mánaða og vonast til að húsið muni iða af lífi. „Við erum afskaplega glöð og bjartsýn og full tilhlökkunar. Bæði til kvöldsins og svo auðvitað þeirra mánaða sem eru fram undan og við trúum að sýningarhaldið hefjist núna en muni síðan svona trappast upp jafnt og þétt og vonandi áður en að löngum líður verðum við komin með fullan sal og heimilt að sitja í öllum sætum.“ Aðeins mega um hundrað manns vera í salnum og því fæst sætin í notkun.Vísir/Arnar Ferlið við að setja sýninguna upp var magnað að sögn Magnúsar. „Auðvitað hafa þetta verið afskaplega krefjandi tímar fyrir okkur öll og okkur í leikhúsinu sannarlega því að við höfum ekki getað gert það sem að við þráum að gera og njótum að gera en vinnan við þessa sýningu er svolítið sérstök af því við breyttum öllum forsendum vegna kórónuveirufaraldursins.“ Þannig átti sýningin að vera á minna sviði en var færð á stóra sviðið og löguð að þeim tímum sem nú eru. „Þannig að þetta hefur verið afskaplega gjöfult og við finnum líka fyrir hvað hún talar sterkt inn í þá tíma sem við erum að upplifa. Þetta tekur á málefnum sem að eru ofarlega á baugi.“ Klippa: Fyrsta sýningin á stóra sviðinu í fjóra mánuði
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikhús Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þessar breytingar á samkomubanni tóku gildi á miðnætti Nýjar reglur á samkomutakmörkunum tóku gildi á miðnætti. Nú mega tuttugu koma saman í stað tíu áður, líkamsræktarstöðvar mega hafa opið en einungis fyrir hóptíma þar sem ítrustu sóttvarnareglum er fylgt og veitingastaðir mega taka á móti tuttugu gestum í sama rými í stað fimmtán. 13. janúar 2021 06:19 Þessar reglur tóku gildi á miðnætti Sóttvarnaraðgerðir voru hertar á miðnætti í nótt og munu nýju reglurnar gilda til og með 17. nóvember. 31. október 2020 08:36 Mest lesið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Lífið Fleiri fréttir „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Sjá meira
Þessar breytingar á samkomubanni tóku gildi á miðnætti Nýjar reglur á samkomutakmörkunum tóku gildi á miðnætti. Nú mega tuttugu koma saman í stað tíu áður, líkamsræktarstöðvar mega hafa opið en einungis fyrir hóptíma þar sem ítrustu sóttvarnareglum er fylgt og veitingastaðir mega taka á móti tuttugu gestum í sama rými í stað fimmtán. 13. janúar 2021 06:19
Þessar reglur tóku gildi á miðnætti Sóttvarnaraðgerðir voru hertar á miðnætti í nótt og munu nýju reglurnar gilda til og með 17. nóvember. 31. október 2020 08:36