Eigendur inneignarnóta muni líklega sitja eftir með sárt ennið Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2021 15:24 Verslun Geysis við Skólavörðustíg 12. Vísir/vilhelm Eigendur inneignarnóta og gjafabréfa í verslanir Geysis, sem lokað var nú um mánaðamótin, munu líklega sitja eftir með sárt ennið, fari fyrirtækið í þrot. Fjölmargar fyrirspurnir hafa borist Neytendasamtökunum um málið en formaður samtakanna segir almennar kröfur í þrotabú því miður sjaldan fást greiddar. Ekki liggur fyrir á þessum tímapunkti hvort félagið sem rekur Geysisverslanirnar, auk fjölda minjagripaverslana í miðbæ Reykjavíkur, verði úrskurðað gjaldþrota. Starfsmannafundur sem haldinn var á mánudag gefur þó tilefni til að ætla að svo verði. Fram kemur í tilkynningu á vef Neytendasamtakanna að ef félagið fari í þrot þurfi eigendur inneignarnóta og gjafabréfa að lýsa kröfum í þrotabúið, sem verði þá að svokölluðum „almennum kröfum“ í búið. „Almennar kröfur fást því miður sjaldan greiddar þar sem þær fara aftast í kröfubunkann ef svo má orða. Því er ekki ólíklegt að eigendur inneignarnóta og gjafabréfa sitji eftir með sárt ennið og tapaðar kröfur,“ segir í tilkynningu samtakanna. „Við höfum fengið fjölmargar fyrirspurnir frá fólki sem á inneignarnótur eða gjafabréf,“ segir Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna í samtali við Vísi. Hann ítrekar það sem fram kemur í tilkynningunni; að þegar fyrirtæki fari á hausinn sé það því miður þannig að almennar kröfur mæti afgangi. Laun og önnur gjöld gangi fyrir. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.Vísir/vilhelm Verslun undir merkjum Geysis er enn rekin í Haukadal. Sú verslun er þó rekin af öðru félagi en í eigu sama eiganda. Breki segir að samtökunum hafi borist ábendingar um að inneignarnótur í hinar Geysisverslanirnar gildi ekki í Haukadal. Samtökunum hafi þó ekki tekist að sannreyna það. Samtökin benda jafnframt á það í tilkynningu að hafa beri í huga að fordæmi séu fyrir því að nýr rekstraraðili taki við inneignarnótum „og neytendur verði því ekki varir við eigendaskiptin.“ „Ekkert liggur fyrir um áframhaldandi rekstur verslana Geysis að svo stöddu, en rétt er að neytendur varðveiti nótur sínar á meðan málin skýrast,“ segir í tilkynningu. Frekari upplýsingar um skilarétt og inneignarnótur má nálgast hér. Neytendur Verslun Gjaldþrot Tengdar fréttir Andrúmsloftið þungt en engin dramatík Stéttarfélagið VR er nú með launamál um fjörutíu félagsmanna, sem áður voru starfsmenn Geysis, til meðferðar. Forstöðumaður kjaramálasviðs VR segir framhaldið nú velta á því hvenær félagið verði úrskurðað gjaldþrota. Andrúmsloftið á starfsmannafundi á mánudag hafi verið þungt. 3. febrúar 2021 16:41 Verslunum Geysis lokað og öllum sagt upp Verslanir Geysis voru lokaðar í gær á fyrsta degi febrúarmánaðar. Þá hefur öllu starfsfólki verið sagt upp störfum samkvæmt heimildum fréttastofu. Fyrirtækið hefur verið í rekstrarvanda vegna fárra ferðamanna í kórónuveirufaraldrinum. 2. febrúar 2021 10:45 Mest lesið Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Sækja á sjötta milljarð króna Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Viðskipti innlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Sjá meira
Ekki liggur fyrir á þessum tímapunkti hvort félagið sem rekur Geysisverslanirnar, auk fjölda minjagripaverslana í miðbæ Reykjavíkur, verði úrskurðað gjaldþrota. Starfsmannafundur sem haldinn var á mánudag gefur þó tilefni til að ætla að svo verði. Fram kemur í tilkynningu á vef Neytendasamtakanna að ef félagið fari í þrot þurfi eigendur inneignarnóta og gjafabréfa að lýsa kröfum í þrotabúið, sem verði þá að svokölluðum „almennum kröfum“ í búið. „Almennar kröfur fást því miður sjaldan greiddar þar sem þær fara aftast í kröfubunkann ef svo má orða. Því er ekki ólíklegt að eigendur inneignarnóta og gjafabréfa sitji eftir með sárt ennið og tapaðar kröfur,“ segir í tilkynningu samtakanna. „Við höfum fengið fjölmargar fyrirspurnir frá fólki sem á inneignarnótur eða gjafabréf,“ segir Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna í samtali við Vísi. Hann ítrekar það sem fram kemur í tilkynningunni; að þegar fyrirtæki fari á hausinn sé það því miður þannig að almennar kröfur mæti afgangi. Laun og önnur gjöld gangi fyrir. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.Vísir/vilhelm Verslun undir merkjum Geysis er enn rekin í Haukadal. Sú verslun er þó rekin af öðru félagi en í eigu sama eiganda. Breki segir að samtökunum hafi borist ábendingar um að inneignarnótur í hinar Geysisverslanirnar gildi ekki í Haukadal. Samtökunum hafi þó ekki tekist að sannreyna það. Samtökin benda jafnframt á það í tilkynningu að hafa beri í huga að fordæmi séu fyrir því að nýr rekstraraðili taki við inneignarnótum „og neytendur verði því ekki varir við eigendaskiptin.“ „Ekkert liggur fyrir um áframhaldandi rekstur verslana Geysis að svo stöddu, en rétt er að neytendur varðveiti nótur sínar á meðan málin skýrast,“ segir í tilkynningu. Frekari upplýsingar um skilarétt og inneignarnótur má nálgast hér.
Neytendur Verslun Gjaldþrot Tengdar fréttir Andrúmsloftið þungt en engin dramatík Stéttarfélagið VR er nú með launamál um fjörutíu félagsmanna, sem áður voru starfsmenn Geysis, til meðferðar. Forstöðumaður kjaramálasviðs VR segir framhaldið nú velta á því hvenær félagið verði úrskurðað gjaldþrota. Andrúmsloftið á starfsmannafundi á mánudag hafi verið þungt. 3. febrúar 2021 16:41 Verslunum Geysis lokað og öllum sagt upp Verslanir Geysis voru lokaðar í gær á fyrsta degi febrúarmánaðar. Þá hefur öllu starfsfólki verið sagt upp störfum samkvæmt heimildum fréttastofu. Fyrirtækið hefur verið í rekstrarvanda vegna fárra ferðamanna í kórónuveirufaraldrinum. 2. febrúar 2021 10:45 Mest lesið Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Sækja á sjötta milljarð króna Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Viðskipti innlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Sjá meira
Andrúmsloftið þungt en engin dramatík Stéttarfélagið VR er nú með launamál um fjörutíu félagsmanna, sem áður voru starfsmenn Geysis, til meðferðar. Forstöðumaður kjaramálasviðs VR segir framhaldið nú velta á því hvenær félagið verði úrskurðað gjaldþrota. Andrúmsloftið á starfsmannafundi á mánudag hafi verið þungt. 3. febrúar 2021 16:41
Verslunum Geysis lokað og öllum sagt upp Verslanir Geysis voru lokaðar í gær á fyrsta degi febrúarmánaðar. Þá hefur öllu starfsfólki verið sagt upp störfum samkvæmt heimildum fréttastofu. Fyrirtækið hefur verið í rekstrarvanda vegna fárra ferðamanna í kórónuveirufaraldrinum. 2. febrúar 2021 10:45