Netflix skoðar að stöðva dreifingu lykilorða Samúel Karl Ólason skrifar 11. mars 2021 23:51 Notendaskilmálar Netflix segja til um að ekki megi deila lykilorðum með aðilum utan heimilis manns. Getty/Jaap Arriens Starfsmenn streymisveitunnar vinsælu, Netflix, leita nú leiða til að koma í veg fyrir að margir aðilar sem búi ekki saman deili lykilorðum sín á milli. Einn smár hópur notenda vestanhafs hefur fengið upp meldingu við áhorf þar sem fram kemur að ef viðkomandi búi ekki með þeim sem greiði fyrir aðganginn, þurfi hann að fá sér eigin aðgang. Viðkomandi er í kjölfarið boðin ókeypis prufuáskrift. Notendaskilmálar Netflix segja að ekki megi deila lykilorðum út fyrir heimili þess sem borgar fyrir aðganginn. Þetta kemur fram í frétt Washington Post, þar sem segir einnig að í Bandaríkjunum deili margir lykilorðum með vinum, fjölskyldumeðlimum og jafnvel frændum pabba gamalla skólavina. Leiða má líkur að því að það sé sömuleiðis algengt hér á landi. Talsmaður Netflix staðfesti í yfirlýsingu til Washington Post að markmiðið væri að fólk væri ekki að nota lykilorð annarra. Hann vildi ekki svara spurningum um umfang tilraunarinnar sem nefnd er hér að ofan, né hvort tilraunaferlið væri langt komið og fyrirtækið ætlaði að nota þessa tækni. Áhorf á streymisveitur hefur aukist gífurlega á undanförnu ári, samhliða heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar, en fjöldi streymisveita hefur einnig aukist. Óljóst er hvort að það að þvinga fólk til að hætta að nota lykilorð annarra fái viðkomandi til að kaupa sér eigin áskrift eða leiði til þess að þau snúi sér að öðrum streymisveitum. Notendum Netflix hefur fjölgað töluvert í faraldrinum og tilkynnti fyrirtækið að þeir væru fleiri en 200 milljónir í síðasta ársfjórðungsuppgjöri 2020. Það hefur þó hægt á fjölguninni síðustu mánuði, samhliða aukinni samkeppni frá Amazon Prime Video, Disney Plus, Hulu, HBO Max og öðrum veitum. Netflix Fjölmiðlar Netöryggi Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Einn smár hópur notenda vestanhafs hefur fengið upp meldingu við áhorf þar sem fram kemur að ef viðkomandi búi ekki með þeim sem greiði fyrir aðganginn, þurfi hann að fá sér eigin aðgang. Viðkomandi er í kjölfarið boðin ókeypis prufuáskrift. Notendaskilmálar Netflix segja að ekki megi deila lykilorðum út fyrir heimili þess sem borgar fyrir aðganginn. Þetta kemur fram í frétt Washington Post, þar sem segir einnig að í Bandaríkjunum deili margir lykilorðum með vinum, fjölskyldumeðlimum og jafnvel frændum pabba gamalla skólavina. Leiða má líkur að því að það sé sömuleiðis algengt hér á landi. Talsmaður Netflix staðfesti í yfirlýsingu til Washington Post að markmiðið væri að fólk væri ekki að nota lykilorð annarra. Hann vildi ekki svara spurningum um umfang tilraunarinnar sem nefnd er hér að ofan, né hvort tilraunaferlið væri langt komið og fyrirtækið ætlaði að nota þessa tækni. Áhorf á streymisveitur hefur aukist gífurlega á undanförnu ári, samhliða heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar, en fjöldi streymisveita hefur einnig aukist. Óljóst er hvort að það að þvinga fólk til að hætta að nota lykilorð annarra fái viðkomandi til að kaupa sér eigin áskrift eða leiði til þess að þau snúi sér að öðrum streymisveitum. Notendum Netflix hefur fjölgað töluvert í faraldrinum og tilkynnti fyrirtækið að þeir væru fleiri en 200 milljónir í síðasta ársfjórðungsuppgjöri 2020. Það hefur þó hægt á fjölguninni síðustu mánuði, samhliða aukinni samkeppni frá Amazon Prime Video, Disney Plus, Hulu, HBO Max og öðrum veitum.
Netflix Fjölmiðlar Netöryggi Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira