Leikur Íslands og Frakklands hefst kl. 16. Ísland á enn möguleika á að komast upp úr sínum riðli, þrátt fyrir 4-1 tap gegn Rússlandi og 2-0 tap gegn Darnmörku, en þarf þá að vinna Frakka með fjögurra marka mun og treysta á að Danmörk vinni Rússland. Frakkar þurfa sigur til að vera öruggir um að komast áfram.
Ísland hefur misst fjóra lykilleikmenn út frá því á sunnudag. Þeir Jón Dagur Þorsteinsson, Willum Þór Willumsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og Sveinn Aron Guðjohnsen voru kallaðir inn í A-landsliðið sem mætir Liechtenstein í kvöld.
Samkvæmt Twitter-síðu KSÍ er Ísland með 5-3-2 eða 3-5-2 leikkerfi í dag og er liðið þannig skipað:
Ísland
Mark: Elías Rafn Ólafsson.
Vörn: Valgeir Lunddal Friðriksson, Finnur Tómas Pálmason, Ari Leifsson, Róbert Orri Þorkelsson, Kolbeinn Birgir Finnsson.
Miðja: Mikael Anderson, Kolbeinn Þórðarson, Andri Fannar Baldursson.
Sókn: Brynjólfur Willumsson, Valdimar Þór Ingimundarson
Leikurinn hefst eins og fyrr segir kl. 16 og verður að sjálfsögðu í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Byrjunarlið U21 karla sem mætir Frakklandi í dag.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 31, 2021
Leikurinn er í beinni útsendingu á RÚV.
Our starting lineup for the game against France at EURO 2021.#fyririsland pic.twitter.com/6J3HeRwJCw