Bann við þungunarrofi vegna Downs fær að standa Kjartan Kjartansson skrifar 14. apríl 2021 13:09 Samtök sem framkvæma þungunarrof eins og Planned Parenthood létu reyna á lögmæti bannsins í Ohio fyrir dómstólum. AP/RIck Bowmer Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum úrskurðaði að lög sem leggja bann við þungunarrofi þegar fóstur greinist með Downs-heilkenni í Ohio megi standa. Annar áfrýjunardómstóll hafði áður fellt sambærileg lög í Arkansas úr gildi og er líklegt að bannið komi nú til kasta íhaldssams Hæstaréttar Bandaríkjanna. Lögin í Ohio voru sett árið 2017 en samtök sem framkvæma þungunarrof í ríkinu létu reyna á lögmæti þeirra fyrir dómstólum. Læknar geta verið sviptir lækningaleyfi og verið dæmdir í allt að átján mánaða fangelsi geri þeir þungunarrof hjá konum ef Downs-greining á fóstri átti einhvern þátt í ákvörðun þeirra um þungunarrof. Umdæmisdómstóll taldi lögin þrengja að rétti sumra kvenna til þungunarrofs áður en fóstur er orðið lífvænlegt með ólögmætum hætti. Alríkisáfrýjunardómstóll í Cincinnati sneri þeim úrskurði við. Töldu níu dómara af sextán að lögin hindruðu konur ekki í að komast í þungunarrof að verulegu leyti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Donald Trump, fyrrverandi forseti, skipaði sex dómara við réttinn sem hefur tekið skarpa hægri beygju undanfarin ár. Dómarinn sem skrifaði meirihlutaálitið sagði að lögin tryggðu hagsmuni Ohio-ríkis að uppræta smánun barna með Downs-heilkenni og hvetja lækna til þess að bregðast við greiningu með „umhyggju og heilun“. Sjö dómarar sem vildu ógilda lögin bentu á að afleiðing bannsins yrði sú að læknar og þungaðar konur hættu að ræða ástæðu þess að þær veldu að gangast undir þungunarrof. Sökuðu þeir meirihlutann um að sýna dómafordæmi hæstaréttar um að konur hafi rétt til þungunarrofs fyrirlitningu. Dómsmálaráðherra Arkansas óskaði eftir því að Hæstiréttur Bandaríkjanna tæki upp lögmæti sambærilegra laga sem voru samþykkt þar en áfrýjunardómstóll felldi úr gildi í janúar. Hæstiréttur er nú skipaður öruggum meirihluta íhaldssamra dómara. Repúblikanar og íhaldssamir aðgerðasinnar vinna nú að því að koma málum sem varða rétt kvenna til þungunarrofs fyrir dómstólinn í þeirri von að íhaldssömu dómararnir snúi við dómafordæminu sem hefur verið kennt við Roe gegn Wade. Bandaríkin Þungunarrof Downs-heilkenni Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
Lögin í Ohio voru sett árið 2017 en samtök sem framkvæma þungunarrof í ríkinu létu reyna á lögmæti þeirra fyrir dómstólum. Læknar geta verið sviptir lækningaleyfi og verið dæmdir í allt að átján mánaða fangelsi geri þeir þungunarrof hjá konum ef Downs-greining á fóstri átti einhvern þátt í ákvörðun þeirra um þungunarrof. Umdæmisdómstóll taldi lögin þrengja að rétti sumra kvenna til þungunarrofs áður en fóstur er orðið lífvænlegt með ólögmætum hætti. Alríkisáfrýjunardómstóll í Cincinnati sneri þeim úrskurði við. Töldu níu dómara af sextán að lögin hindruðu konur ekki í að komast í þungunarrof að verulegu leyti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Donald Trump, fyrrverandi forseti, skipaði sex dómara við réttinn sem hefur tekið skarpa hægri beygju undanfarin ár. Dómarinn sem skrifaði meirihlutaálitið sagði að lögin tryggðu hagsmuni Ohio-ríkis að uppræta smánun barna með Downs-heilkenni og hvetja lækna til þess að bregðast við greiningu með „umhyggju og heilun“. Sjö dómarar sem vildu ógilda lögin bentu á að afleiðing bannsins yrði sú að læknar og þungaðar konur hættu að ræða ástæðu þess að þær veldu að gangast undir þungunarrof. Sökuðu þeir meirihlutann um að sýna dómafordæmi hæstaréttar um að konur hafi rétt til þungunarrofs fyrirlitningu. Dómsmálaráðherra Arkansas óskaði eftir því að Hæstiréttur Bandaríkjanna tæki upp lögmæti sambærilegra laga sem voru samþykkt þar en áfrýjunardómstóll felldi úr gildi í janúar. Hæstiréttur er nú skipaður öruggum meirihluta íhaldssamra dómara. Repúblikanar og íhaldssamir aðgerðasinnar vinna nú að því að koma málum sem varða rétt kvenna til þungunarrofs fyrir dómstólinn í þeirri von að íhaldssömu dómararnir snúi við dómafordæminu sem hefur verið kennt við Roe gegn Wade.
Bandaríkin Þungunarrof Downs-heilkenni Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira