Blóðtappar skráðir sem afar sjaldgæf aukaverkun Janssen bóluefnisins Eiður Þór Árnason skrifar 20. apríl 2021 14:39 Íslensk stjórnvöld hafa tryggt sér skammta af bóluefni Janssen fyrir 235 þúsund einstaklinga. Vísir/EPA Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur gefið út að blóðtappar skuli vera skráðir sem afar sjaldgæf aukaverkun bóluefnis Janssen gegn kórónuveirunni. Telur EMA að hugsanleg tengsl séu milli bólusetningar með efninu og mjög sjaldgæfra tilfella blóðtappa, líkt og í tilfelli bóluefnis AstraZeneca. Nánar tiltekið er átt við óvenjulega blóðtappa með blóðflögufæð en það er mat EMA að ávinningur af notkun beggja efnanna vegi þyngra en áhættan af aukaverkunum þess. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EMA þar sem greint er frá niðurstöðu öryggisnefndar stofnunarinnar sem fundaði í dag. Einungis sést hjá fólki undir sextugu Stofnunin hefur undanfarið skoðað hugsanleg tengsl milli sjaldgæfra blóðtappa og notkunar bóluefnis Janssen. Í mati sínu skoðaði öryggisnefndin öll tiltæk gögn um tilfelli blóðtappa sem upp hafa komið í kjölfar bólusetningar með efninu, þar með talið átta tilkynningar í Bandaríkjunum. Yfir sjö milljónir einstaklinga hafa þar fengið bóluefnið og er því um að ræða hlutfallslega fá tilfelli en notkun þess hefur verið stöðvuð í Bandaríkjunum. Þá hefur verið beðið með notkun bóluefnisins hér á landi og víðar á meðan beðið var niðurstöðu EMA. Öll tilfellin sem öryggisnefndin skoðaði komu upp hjá fólki undir 60 ára aldri, innan við þremur vikum eftir bólusetningu. Ekki er búið að staðfesta sérstaka áhættuþætti en meirihluti blóðtappanna áttu sér stað hjá konum. Er þetta svipuð niðurstaða og hefur fengist úr athugunum á AstraZeneca bóluefninu en í báðum tilvikum er um að ræða svokallað veiruferjubóluefni. Ávinningurinn vegi þyngra en áhættan Fram kemur í tilkynningu EMA að kórónuveirusýkingu fylgi aukin hætta á sjúkrahúsinnlögnum og dauðsföllum. Tilkynningar um blóðtappa og blóðflögufæg í kjölfar bólusetningar séu hins vegar mjög sjaldgæfar og heildarávinningurinn af notkun Janssen bóluefnisins vegi þyngra en áhættan af aukaverkunum. Ekki liggur fyrir hvernig hvernig notkun Janssen bóluefnisins verður háttað hérlendis. Bólusetning með bóluefni AstraZeneca er nú boðin fólki sem er sextugt og eldra en undanskildir eru þeir sem hafa áhættuþætti sem auka hættu á segamyndun. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Bóluefnið sem er aðeins gefið fólki utan áhættuhópa Fimm af hverjum milljón Bretum sem bólusettir hafa verið með bóluefni AstraZeneca eiga á hættu að fá alvarlega blóðtappa. Hlutfallið er einn af hverjum fjörutíu þúsund í Danmörku og Noregi. Sóttvarnalæknir segir aðeins einstaklingum utan áhættuhópa boðið bóluefnið sem veiti góða vörn gegn Covid-19. 16. apríl 2021 14:02 Fresta dreifingu á bóluefni Janssen í Evrópu Bandaríska lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson hefur ákveðið að fresta dreifingu á Janssen-bóluefninu í Evrópu. Þetta er gert í kjölfar ákvörðunar Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna að stöðva tímabundið notkun bóluefnisins líkt og sagt var frá í morgun. 13. apríl 2021 14:24 Þúsundir skammta af bóluefni til landsins í vikunni Á þriðja þúsund skammta af bóluefni Janssen eru væntanlegir hingað til lands á miðvikudaginn. Eru þetta fyrstu skammtar bóluefnisins sem sendir eru hingað til lands en um er að ræða eina bóluefnið við kórónuveirunni sem tekið hefur verið í notkun og er gefið í einni sprautu. 11. apríl 2021 16:26 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Nánar tiltekið er átt við óvenjulega blóðtappa með blóðflögufæð en það er mat EMA að ávinningur af notkun beggja efnanna vegi þyngra en áhættan af aukaverkunum þess. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EMA þar sem greint er frá niðurstöðu öryggisnefndar stofnunarinnar sem fundaði í dag. Einungis sést hjá fólki undir sextugu Stofnunin hefur undanfarið skoðað hugsanleg tengsl milli sjaldgæfra blóðtappa og notkunar bóluefnis Janssen. Í mati sínu skoðaði öryggisnefndin öll tiltæk gögn um tilfelli blóðtappa sem upp hafa komið í kjölfar bólusetningar með efninu, þar með talið átta tilkynningar í Bandaríkjunum. Yfir sjö milljónir einstaklinga hafa þar fengið bóluefnið og er því um að ræða hlutfallslega fá tilfelli en notkun þess hefur verið stöðvuð í Bandaríkjunum. Þá hefur verið beðið með notkun bóluefnisins hér á landi og víðar á meðan beðið var niðurstöðu EMA. Öll tilfellin sem öryggisnefndin skoðaði komu upp hjá fólki undir 60 ára aldri, innan við þremur vikum eftir bólusetningu. Ekki er búið að staðfesta sérstaka áhættuþætti en meirihluti blóðtappanna áttu sér stað hjá konum. Er þetta svipuð niðurstaða og hefur fengist úr athugunum á AstraZeneca bóluefninu en í báðum tilvikum er um að ræða svokallað veiruferjubóluefni. Ávinningurinn vegi þyngra en áhættan Fram kemur í tilkynningu EMA að kórónuveirusýkingu fylgi aukin hætta á sjúkrahúsinnlögnum og dauðsföllum. Tilkynningar um blóðtappa og blóðflögufæg í kjölfar bólusetningar séu hins vegar mjög sjaldgæfar og heildarávinningurinn af notkun Janssen bóluefnisins vegi þyngra en áhættan af aukaverkunum. Ekki liggur fyrir hvernig hvernig notkun Janssen bóluefnisins verður háttað hérlendis. Bólusetning með bóluefni AstraZeneca er nú boðin fólki sem er sextugt og eldra en undanskildir eru þeir sem hafa áhættuþætti sem auka hættu á segamyndun. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Bóluefnið sem er aðeins gefið fólki utan áhættuhópa Fimm af hverjum milljón Bretum sem bólusettir hafa verið með bóluefni AstraZeneca eiga á hættu að fá alvarlega blóðtappa. Hlutfallið er einn af hverjum fjörutíu þúsund í Danmörku og Noregi. Sóttvarnalæknir segir aðeins einstaklingum utan áhættuhópa boðið bóluefnið sem veiti góða vörn gegn Covid-19. 16. apríl 2021 14:02 Fresta dreifingu á bóluefni Janssen í Evrópu Bandaríska lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson hefur ákveðið að fresta dreifingu á Janssen-bóluefninu í Evrópu. Þetta er gert í kjölfar ákvörðunar Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna að stöðva tímabundið notkun bóluefnisins líkt og sagt var frá í morgun. 13. apríl 2021 14:24 Þúsundir skammta af bóluefni til landsins í vikunni Á þriðja þúsund skammta af bóluefni Janssen eru væntanlegir hingað til lands á miðvikudaginn. Eru þetta fyrstu skammtar bóluefnisins sem sendir eru hingað til lands en um er að ræða eina bóluefnið við kórónuveirunni sem tekið hefur verið í notkun og er gefið í einni sprautu. 11. apríl 2021 16:26 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Bóluefnið sem er aðeins gefið fólki utan áhættuhópa Fimm af hverjum milljón Bretum sem bólusettir hafa verið með bóluefni AstraZeneca eiga á hættu að fá alvarlega blóðtappa. Hlutfallið er einn af hverjum fjörutíu þúsund í Danmörku og Noregi. Sóttvarnalæknir segir aðeins einstaklingum utan áhættuhópa boðið bóluefnið sem veiti góða vörn gegn Covid-19. 16. apríl 2021 14:02
Fresta dreifingu á bóluefni Janssen í Evrópu Bandaríska lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson hefur ákveðið að fresta dreifingu á Janssen-bóluefninu í Evrópu. Þetta er gert í kjölfar ákvörðunar Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna að stöðva tímabundið notkun bóluefnisins líkt og sagt var frá í morgun. 13. apríl 2021 14:24
Þúsundir skammta af bóluefni til landsins í vikunni Á þriðja þúsund skammta af bóluefni Janssen eru væntanlegir hingað til lands á miðvikudaginn. Eru þetta fyrstu skammtar bóluefnisins sem sendir eru hingað til lands en um er að ræða eina bóluefnið við kórónuveirunni sem tekið hefur verið í notkun og er gefið í einni sprautu. 11. apríl 2021 16:26