Rússneskir tölvuþrjótar ráðast á hjálpar- og mannréttindasamtök Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2021 11:14 Tölvuþrjótarnir notuð póstkerfi bandarískrar stofnunar sem heldur utan um þróunaraðstoð ríkisins til að senda trúverðuga tölvupósta sem innihéldu veiru. AP/J. David Ake Rússneskir tölvuþrjótar, sem taldir eru bera ábyrgð á SolarWinds árásinni svokölluðu, hafa nú gert árás á rúmlega 150 stofnanir og samtök í minnst 24 löndum víðsvegar um heiminn, með því að notast við tölvukerfi ríkisstofnunar sem sér um þróunaraðstoð Bandaríkjanna (USAID). Sérfræðingar Microsoft segja um þrjú þúsund tölvupósta úr tölvukerfi USAID hafa verið senda í árásinni. Tölvuþrjótarnir eru kallaðir Bobelium og segja sérfræðingar þá á vegum leyniþjónustu Rússlands. Tom Burt, aðstoðarforstjóri Microsoft, sagði frá árásinni í blogfærslu í gærkvöldi. Þann 25. maí sendu tölvuþrjótarnir trúverðugan póst úr tölvukerfi USAID með hlekk sem innihélt veiru sem myndi gera þrjótunum kleift að taka yfir tölvur í tölvukerfum þar sem hlekkurinn var opnaður. Tölvurárásir sem þessar kallast Phishing-árásir. Tölvupósturinn frá rússnesku tölvuþrjótunum leit svona út.Microsoft Hann segir ljóst að meðlimir Nobelium vinni á þann veg að öðlast aðgang að traustum aðilum og nota þá til að gera árásir á fleiri tölvukerfi. Þá er tekið fram í annarri og tæknilegri færslu Microsoft að árásin standi enn yfir. Hér má sjá hvernig tölvupóstarnir litu út. SolarWinds-árásinni hefur verið lýst sem þeirri verstu í sögu Bandaríkjanna. Sjá einnig: Ráðgjafi vissi af og varaði við hættunni á tölvuárás Burt segir nýju árásina beinast að miklu leyti gegn hjálpar- og mannréttindasamtökum og það sé í takt við fyrri árásir Rússa. Í faraldri nýju kórónuveirunnar hafi annar hópur rússneskra tölvuþrjóta gert árásir á heilbrigðisstofnanir sem komu að þróun bóluefna og árið 2019 hafi þeir gert ítrekaðar árásir á stofnanir sem koma að lyfjanotkun íþróttamanna. Þá höfðu rússneskir íþróttamenn verið bannaðir frá nokkrum alþjóðlegum íþróttaviðburðum vegna umfangsmikillar notkunar ólöglegra lyfja rússneskra íþróttamanna. Sjá einnig: Rússar áttu við þúsundir lyfjaprófa Í færslu sinni segir Burt einnig að mikil þörf sé á skýrum alþjóðareglum varðandi tölvuárásir ríkja og það þurfi að bregðast við árásum sem þessum. Microsoft hefur ekki gefið út hvort árásin hafi borið árangur. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, munu funda í Genf í júní og munu þeir eflaust ræða tölvuárásir Rússa í Bandaríkjunum sem ráðamenn þar í landi hafa kvartað mikið yfir að undanförnu. Þar á meðal er árás á stærstu eldsneytisleiðslu Bandaríkjanna, sem rússneskri tölvuþrjótar hafa verið sakaðir um. Sjá einnig: Tölvuárás gerð á stærstu eldsneytisleiðslu Bandaríkjanna Í apríl tilkynnti Biden að Bandaríkin myndu beita Rússum refsiaðgerðum og vísa erindrekum úr landi vegna SolarWinds árásarinnar og annarra. Bandaríkin Rússland Tölvuárásir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Tölvuþrjótarnir eru kallaðir Bobelium og segja sérfræðingar þá á vegum leyniþjónustu Rússlands. Tom Burt, aðstoðarforstjóri Microsoft, sagði frá árásinni í blogfærslu í gærkvöldi. Þann 25. maí sendu tölvuþrjótarnir trúverðugan póst úr tölvukerfi USAID með hlekk sem innihélt veiru sem myndi gera þrjótunum kleift að taka yfir tölvur í tölvukerfum þar sem hlekkurinn var opnaður. Tölvurárásir sem þessar kallast Phishing-árásir. Tölvupósturinn frá rússnesku tölvuþrjótunum leit svona út.Microsoft Hann segir ljóst að meðlimir Nobelium vinni á þann veg að öðlast aðgang að traustum aðilum og nota þá til að gera árásir á fleiri tölvukerfi. Þá er tekið fram í annarri og tæknilegri færslu Microsoft að árásin standi enn yfir. Hér má sjá hvernig tölvupóstarnir litu út. SolarWinds-árásinni hefur verið lýst sem þeirri verstu í sögu Bandaríkjanna. Sjá einnig: Ráðgjafi vissi af og varaði við hættunni á tölvuárás Burt segir nýju árásina beinast að miklu leyti gegn hjálpar- og mannréttindasamtökum og það sé í takt við fyrri árásir Rússa. Í faraldri nýju kórónuveirunnar hafi annar hópur rússneskra tölvuþrjóta gert árásir á heilbrigðisstofnanir sem komu að þróun bóluefna og árið 2019 hafi þeir gert ítrekaðar árásir á stofnanir sem koma að lyfjanotkun íþróttamanna. Þá höfðu rússneskir íþróttamenn verið bannaðir frá nokkrum alþjóðlegum íþróttaviðburðum vegna umfangsmikillar notkunar ólöglegra lyfja rússneskra íþróttamanna. Sjá einnig: Rússar áttu við þúsundir lyfjaprófa Í færslu sinni segir Burt einnig að mikil þörf sé á skýrum alþjóðareglum varðandi tölvuárásir ríkja og það þurfi að bregðast við árásum sem þessum. Microsoft hefur ekki gefið út hvort árásin hafi borið árangur. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, munu funda í Genf í júní og munu þeir eflaust ræða tölvuárásir Rússa í Bandaríkjunum sem ráðamenn þar í landi hafa kvartað mikið yfir að undanförnu. Þar á meðal er árás á stærstu eldsneytisleiðslu Bandaríkjanna, sem rússneskri tölvuþrjótar hafa verið sakaðir um. Sjá einnig: Tölvuárás gerð á stærstu eldsneytisleiðslu Bandaríkjanna Í apríl tilkynnti Biden að Bandaríkin myndu beita Rússum refsiaðgerðum og vísa erindrekum úr landi vegna SolarWinds árásarinnar og annarra.
Bandaríkin Rússland Tölvuárásir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira