Bjarki Már Elísson skoraði fimm mörk í 11 marka tapi Lemgo á heimavelli gegn Flensburg. Alexander Petersson komst ekki á blað hjá gestunum, lokatölur 22-33.
Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar landsliðsþjálfara í Melsungen unnu góðan fimm marka útisigur á Coburg, 30-25. Arnar Freyr Arnarsson komst ekki á blað hjá Melsungen í leiknum.
Oddur Gretarsson skoraði fjögur mörk er Balingen-Weilstetten tapaði með fimm marka mun á útivelli gegn Ludwigshafen í mikilvægum leik í fallbaráttunni, lokatölur 27-22. Aðeins munar einu stigi á Balingen og Ludwigshafen en síðarnefnda liðið er í fallsæti.
Flensburg er sem stendur í 2. sæti deildarinnar með 56 stig, þremur stigum á eftir toppliði Kiel. Melsungen er í 8. sæti með 36 stig á meðan Lemgo er í 11. sæti með 31 stig og Balingen er í 16. sæti með 22 stig.