Leggja til 13% lækkun á þorskkvóta eftir ofmat á stofninum Kjartan Kjartansson skrifar 15. júní 2021 10:26 Hafró kynnti ráðgjöf sína fyrir fiskveiðiárið 2021/2022 í dag. Vísir/Egill Hafrannsóknastofnun leggur til að sjávarútvegsráðherra lækki þorskkvóta um 13% á þessu fiskveiðiári. Vísar stofnunin til ofmats á stærð þorskstofnsins undanfarin ár og lítilla árganga. Heildarafli þorsks á fiskveiðiárinu 2021/2022 lækkar úr 256.593 tonnum í 222.737 tonn fari ráðherra að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Í tilkynningu frá stofnuninni segir að þorskstofninn sé enn mjög sterkur og ef að frá eru talin undanfarin fimm ár hafi hann ekki verið stærri í fjörutíu ár. Sókn sé þó enn nærri sögulegu lágmarki. Árgangar frá 2013 og 2016 séu litlir og þeir hafi umtalsverð áhrif til lækkunar á stærð viðmiðunarstofns þorsks. Meginuppistaðan í þyngd stofnsins sé fjögurra til níu ára gamall þorskur tveir af þeim sex árgöngum séu slakir. Þá segir Hafró að stofnmatið á þorski í ár sýni að stærð stofnsins hafi verið ofmetin á undanförnum árum. Viðmiðunarstofn árið 2020 afi verið ofmetinn um 19% miðað við núverandi mat. „Gert er ráð fyrir að viðmiðunarstofn þorsks verði svipaður að stærð þangað til árgangarnir frá 2019 og 2020 koma inn í viðmiðunarstofninn eftir 2-3 ár, en horfur eru á að þeir séu um og yfir meðallagi,“ segir í tilkynningu Hafró. 11% hækkun á ýsukvóta Kvóti á ýsu hækkar um 11% frá yfirstandandi fiskveiði ári og verður samkvæmt aflareglu 50.429 tonn. Hafró áætlar að viðmiðunarstofn ýsu haldi áfram að vaxa næstu tvö árin. Litlar breytingar eru á ráðgjöf ufsa samkvæmt aflareglu stjórnvalda. Aflamark samkvæmt aflareglu fyrir fiskveiðiárið 2021/2022 er 77.561 tonn eða um 1% lægra en síðastliðið fiskveiðiár. Hafró segir nýliðun gullkarfa hafa verið mjög slaka undanfarin áratug og af þeim sökum hafi hrygningarstofn minnkað á undanförnum árum. Fyrirséð sé að sú þróun muni halda áfram á næstu árum. Samkvæmt aflareglu verður heildaraflamark gullkarfa 2021/2022 því 31.855 tonn, 17% lægri en á yfirstandandi fiskveiðiári. Ráðgjöf fyrir grálúðu hækkar um 13% frá fyrra ári og er 26.650 tonn. Viðsnúningur virðist nú vera í þróun stofnstærðar íslensku sumargotssíldarinnar sem minnkaði ört frá árinu 2008 vegna slakrar nýliðunar og þrálátrar frumdýrasýkingar í stofninum. Árgangur 2017 er metinn stór og kemur inn í viðmiðunarstofninn í ár. Ráðgjöf samkvæmt aflareglu stjórnvalda hækkar því úr 35.490 tonnum fyrir fiskveiðiárið 2020/2021 í 72.239 tonn fyrir 2021/2022 eða um 104%. Sjávarútvegur Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Sjá meira
Heildarafli þorsks á fiskveiðiárinu 2021/2022 lækkar úr 256.593 tonnum í 222.737 tonn fari ráðherra að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Í tilkynningu frá stofnuninni segir að þorskstofninn sé enn mjög sterkur og ef að frá eru talin undanfarin fimm ár hafi hann ekki verið stærri í fjörutíu ár. Sókn sé þó enn nærri sögulegu lágmarki. Árgangar frá 2013 og 2016 séu litlir og þeir hafi umtalsverð áhrif til lækkunar á stærð viðmiðunarstofns þorsks. Meginuppistaðan í þyngd stofnsins sé fjögurra til níu ára gamall þorskur tveir af þeim sex árgöngum séu slakir. Þá segir Hafró að stofnmatið á þorski í ár sýni að stærð stofnsins hafi verið ofmetin á undanförnum árum. Viðmiðunarstofn árið 2020 afi verið ofmetinn um 19% miðað við núverandi mat. „Gert er ráð fyrir að viðmiðunarstofn þorsks verði svipaður að stærð þangað til árgangarnir frá 2019 og 2020 koma inn í viðmiðunarstofninn eftir 2-3 ár, en horfur eru á að þeir séu um og yfir meðallagi,“ segir í tilkynningu Hafró. 11% hækkun á ýsukvóta Kvóti á ýsu hækkar um 11% frá yfirstandandi fiskveiði ári og verður samkvæmt aflareglu 50.429 tonn. Hafró áætlar að viðmiðunarstofn ýsu haldi áfram að vaxa næstu tvö árin. Litlar breytingar eru á ráðgjöf ufsa samkvæmt aflareglu stjórnvalda. Aflamark samkvæmt aflareglu fyrir fiskveiðiárið 2021/2022 er 77.561 tonn eða um 1% lægra en síðastliðið fiskveiðiár. Hafró segir nýliðun gullkarfa hafa verið mjög slaka undanfarin áratug og af þeim sökum hafi hrygningarstofn minnkað á undanförnum árum. Fyrirséð sé að sú þróun muni halda áfram á næstu árum. Samkvæmt aflareglu verður heildaraflamark gullkarfa 2021/2022 því 31.855 tonn, 17% lægri en á yfirstandandi fiskveiðiári. Ráðgjöf fyrir grálúðu hækkar um 13% frá fyrra ári og er 26.650 tonn. Viðsnúningur virðist nú vera í þróun stofnstærðar íslensku sumargotssíldarinnar sem minnkaði ört frá árinu 2008 vegna slakrar nýliðunar og þrálátrar frumdýrasýkingar í stofninum. Árgangur 2017 er metinn stór og kemur inn í viðmiðunarstofninn í ár. Ráðgjöf samkvæmt aflareglu stjórnvalda hækkar því úr 35.490 tonnum fyrir fiskveiðiárið 2020/2021 í 72.239 tonn fyrir 2021/2022 eða um 104%.
Sjávarútvegur Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Sjá meira