Stærsti eldurinn í sögu Kaliforníu Samúel Karl Ólason skrifar 8. ágúst 2021 14:22 Dixie-eldurinn hefur brennt minnst 1.813 ferkílómetra svæði í Kaliforníu. Alls loga 107 gróðureldar í fjórtán ríkjum Bandaríkjanna. AP/Noah Berger Dixie-eldurinn svokallaði, sem valdið hefur gífurlegu tjóni í Kaliforníu er orðinn stærsti staki gróðureldur í skráðri sögu ríkisins. Gróðureldurinn hefur logað í 23 daga en köld nótt virðist hafa hægt á útbreiðslu hans. Eldurinn hefur brennt minnst 1.813 ferkílómetra svæði en samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar telja slökkviliðsmenn sig einungis hafa stjórn á rétt rúmum fimmtungi hans. Fjögurra er saknað á svæðinu sem eldurinn hefur farið yfir. Talið er að Dixie-eldurinn hafi kviknað þegar tré féll á raflínur en það hefur ekki verið staðfest. Hann kviknaði nokkrum kílómetrum frá upphafsstað Camp-eldsins svokallaða sem kviknaði árið 2018. Sá eldur er sá mannskæðasti sem kviknað hefur í Kaliforníu og sá eldur sem olli mestu tjóni, samkvæmt frétt Politico. Sjá einnig: Mun fleiri saknað en áður var talið Dixie eldurinn brenndi bæinn Greenville til kaldra kola í vikunni. Þar brunnu minnst 370 heimili og aðrar byggingar og eldurinn ógnar um fjórtán þúsund byggingum til viðbótar. AP segir eldtímabil ársins stefna í að verða verra en tímabilið í fyrra, sem var það versta í skráðri sögu Kaliforníu. Í Bandaríkjunum brenna nú 107 gróðureldar í fjórtán ríkjum. Þurrkar, hitabylgjur og veðurfarsbreytingar af mannavöldum hafa gert gróðurelda erfiðari viðeignar í Bandaríkjunum og víðar. Vísindamenn segja að vesturhluti Bandaríkjanna hafi orðið hlýrri og þurrari á síðustu áratugum og það geri öfgar í veðurfari algengari og gróðurelda stærri og umfangsmeiri. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, heimsótti rústir Greenville í dag. VIDEO: California Governor Gavin Newsom visits the burned remains of #Greenville in the state's north after the #DixieFire, the largest active wildfire in the US, left the town charred and in ruins pic.twitter.com/MQQigtJ1mc— AFP News Agency (@AFP) August 8, 2021 Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Umhverfismál Tengdar fréttir Tveir handteknir fyrir að kveikja vísvitandi elda á Grikklandi Sumrinu á Grikklandi hefur verið líkt og martröð af forsætisráðherra landsins. Gróðureldar hafa leikið landið grátt í einhverri verstu hitabylgju sem gengið hefur yfir Grikkland á síðustu áratugum. 8. ágúst 2021 12:45 „Hvert eigum við að fara?“ Þúsundum íbúa og ferðamanna í grennd við Aþenu, höfuðborg Grikklands, hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín og dvalarstaði vegna mikilla gróðureldra sem þar geisa. 7. ágúst 2021 20:27 Telja hringrás í Atlantshafi óstöðuga vegna hnattrænnar hlýnunar Vísbendingar eru um að lykilhringrás sjávar í Atlantshafinu hafi hægt á sér og ekki er loku fyrir það skotið að hún gæti stöðvast alveg haldi hnattræn hlýnun áfram að raska jafnvægi hafsins. Það hefði gríðarlega áhrif á veðurfar víða um heim, þar á meðal á Íslandi. 6. ágúst 2021 23:47 Hamfararigningar í kjölfar hitabylgju og þurrks í Norður-Kóreu Hamfararigningar og flóð hafa valdið miklu tjóni í Norður-Kóreu. Minnst ellefu hundruð heimili hafa skemmst og þúsundir hafa þurft að flýja undan flóðum. Þá hafa miklar skemmdir orðið á ræktunarlandi, vegum og brúm. 6. ágúst 2021 11:03 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Eldurinn hefur brennt minnst 1.813 ferkílómetra svæði en samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar telja slökkviliðsmenn sig einungis hafa stjórn á rétt rúmum fimmtungi hans. Fjögurra er saknað á svæðinu sem eldurinn hefur farið yfir. Talið er að Dixie-eldurinn hafi kviknað þegar tré féll á raflínur en það hefur ekki verið staðfest. Hann kviknaði nokkrum kílómetrum frá upphafsstað Camp-eldsins svokallaða sem kviknaði árið 2018. Sá eldur er sá mannskæðasti sem kviknað hefur í Kaliforníu og sá eldur sem olli mestu tjóni, samkvæmt frétt Politico. Sjá einnig: Mun fleiri saknað en áður var talið Dixie eldurinn brenndi bæinn Greenville til kaldra kola í vikunni. Þar brunnu minnst 370 heimili og aðrar byggingar og eldurinn ógnar um fjórtán þúsund byggingum til viðbótar. AP segir eldtímabil ársins stefna í að verða verra en tímabilið í fyrra, sem var það versta í skráðri sögu Kaliforníu. Í Bandaríkjunum brenna nú 107 gróðureldar í fjórtán ríkjum. Þurrkar, hitabylgjur og veðurfarsbreytingar af mannavöldum hafa gert gróðurelda erfiðari viðeignar í Bandaríkjunum og víðar. Vísindamenn segja að vesturhluti Bandaríkjanna hafi orðið hlýrri og þurrari á síðustu áratugum og það geri öfgar í veðurfari algengari og gróðurelda stærri og umfangsmeiri. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, heimsótti rústir Greenville í dag. VIDEO: California Governor Gavin Newsom visits the burned remains of #Greenville in the state's north after the #DixieFire, the largest active wildfire in the US, left the town charred and in ruins pic.twitter.com/MQQigtJ1mc— AFP News Agency (@AFP) August 8, 2021
Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Umhverfismál Tengdar fréttir Tveir handteknir fyrir að kveikja vísvitandi elda á Grikklandi Sumrinu á Grikklandi hefur verið líkt og martröð af forsætisráðherra landsins. Gróðureldar hafa leikið landið grátt í einhverri verstu hitabylgju sem gengið hefur yfir Grikkland á síðustu áratugum. 8. ágúst 2021 12:45 „Hvert eigum við að fara?“ Þúsundum íbúa og ferðamanna í grennd við Aþenu, höfuðborg Grikklands, hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín og dvalarstaði vegna mikilla gróðureldra sem þar geisa. 7. ágúst 2021 20:27 Telja hringrás í Atlantshafi óstöðuga vegna hnattrænnar hlýnunar Vísbendingar eru um að lykilhringrás sjávar í Atlantshafinu hafi hægt á sér og ekki er loku fyrir það skotið að hún gæti stöðvast alveg haldi hnattræn hlýnun áfram að raska jafnvægi hafsins. Það hefði gríðarlega áhrif á veðurfar víða um heim, þar á meðal á Íslandi. 6. ágúst 2021 23:47 Hamfararigningar í kjölfar hitabylgju og þurrks í Norður-Kóreu Hamfararigningar og flóð hafa valdið miklu tjóni í Norður-Kóreu. Minnst ellefu hundruð heimili hafa skemmst og þúsundir hafa þurft að flýja undan flóðum. Þá hafa miklar skemmdir orðið á ræktunarlandi, vegum og brúm. 6. ágúst 2021 11:03 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Tveir handteknir fyrir að kveikja vísvitandi elda á Grikklandi Sumrinu á Grikklandi hefur verið líkt og martröð af forsætisráðherra landsins. Gróðureldar hafa leikið landið grátt í einhverri verstu hitabylgju sem gengið hefur yfir Grikkland á síðustu áratugum. 8. ágúst 2021 12:45
„Hvert eigum við að fara?“ Þúsundum íbúa og ferðamanna í grennd við Aþenu, höfuðborg Grikklands, hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín og dvalarstaði vegna mikilla gróðureldra sem þar geisa. 7. ágúst 2021 20:27
Telja hringrás í Atlantshafi óstöðuga vegna hnattrænnar hlýnunar Vísbendingar eru um að lykilhringrás sjávar í Atlantshafinu hafi hægt á sér og ekki er loku fyrir það skotið að hún gæti stöðvast alveg haldi hnattræn hlýnun áfram að raska jafnvægi hafsins. Það hefði gríðarlega áhrif á veðurfar víða um heim, þar á meðal á Íslandi. 6. ágúst 2021 23:47
Hamfararigningar í kjölfar hitabylgju og þurrks í Norður-Kóreu Hamfararigningar og flóð hafa valdið miklu tjóni í Norður-Kóreu. Minnst ellefu hundruð heimili hafa skemmst og þúsundir hafa þurft að flýja undan flóðum. Þá hafa miklar skemmdir orðið á ræktunarlandi, vegum og brúm. 6. ágúst 2021 11:03