Flan og firrur Bjarna Benediktssonar á Hringbraut Ole Anton Bieltvedt skrifar 28. ágúst 2021 10:01 Í síðustu viku mætti Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnhagsráðherra, í umræðuþáttinn Pólítík með Páli Magnússon á Hringbraut. Sumt af því, sem fram kom hjá ráðherranum, vakti nokkra athygli, en líka spurningar. Ráðherrann sagði m.a. að brýnt væri að halda áfram þessari ríkisstjórn, með Vinstri grænum, til að halda vinstri öflunum í landinu frá völdum!? Með þessu var ráðherrann auðvitað að lýsa þeirri skoðun sinni, að Vinstri grænir væru ekki vinstri flokkur, eða þá, að Vinstri grænir réðu engu í þessari ríkisstjórn. Þessi greining virðist falla að nýlegum skoðanakönnunum, sem sýna að 88% Sjálfstæðismanna eru ánægðir með ríkisstjórnina, á sama tíma og 71% Vinstri grænna eru óánægðir og á móti þessari ríkisstjórn. Óánægðu Vinstri græna má skilja, þar sem öllum helztu málefnum Vinstri grænna, sem standa þó staðfest í stjórnarsáttmála, var kastað fyrir róða hjá þessari ríkisstjórn. Má þar nefna friðun hvala, stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu, stórfellt átak í loftslagsmálum – skv. síðustu skýrslum menga Íslendingar meir á mann, en nokkurn önnur evrópsk þjóð – endurskoðun laga um vernd, friðun og veiðar villtra dýra og endurskoðun stjórnarskrár. Botninn datt úr hverju einasta þessara mála, þegar til átti að taka. Þetta var því ósmekklegt umræðuflan hjá Bjarna, gagnvart Katrínu Jakobsdóttur, forsætisáðherra, en ekki firra. Hvernig Katrín getur í framhaldi af þessum óförum og ummælum svo og gegn vilja mikils hluta flokksmanna sinna, enn talað fjálglega um framhald þessarar ríkisstjórnar, ef úrslit kosninga leyfa, er veruleg ráðgáta. Fjármálaráðherra fór í annað mál á Hringbraut. Hann fullyrti, að krónan hefði sannað gildi sitt, því hún hefði hjálpað okkur að komast yfir COVID-pláguna. Jafnhliða hefðu COVID-lausnir ríkisstjórnarinnar sýnt, hversu vel hún hefði stýrt viðspyrnunni við faraldrinum. Aðrir menn, sem nokkuð þekkja til efnahagsmála, sjá þetta öðruvísi. Þeir telja, að góð skuldastaða ríkissjóðs og gildur gjaldeyrisvarasjóður - í Evrum og Bandaríkjadölum, ekki í krónum, þær hefðu verið gagnslausar -, sem ferðaþjónustan átti sinn ríka þátt í að skapa, hafi gert ríkisstjórninni kleift að taka um 500 milljarða að láni, sem hún síðan dreifði í smá og stór fyrirtæki, sveitarfélög og aðra, þannig, að einstaklingar og fyrirtæki kæmust heilu og höldnu í gegnum faraldurinn. Ríkisstjórnin bjargaði því þjóðinni í gegnum þennan skafl með stórfelldri lántöku, sem auðvitað þarf að greiða til baka, sennilega af næstu kynslóð. Það virðist vart vera hægt að flokka þessar lausnir undir sérstaka stjórnvizku eða sérstaklega góða frammistöðu ríkisstjórnarinnar. Þetta var því firra hjá ráðherranum. Fjármálaráðherra velti upp enn einu máli, sem olli nokkrum heilabrotum hjá þeim, sem til þekkja. Hann sagði, að lág verðbólga, núll-prósent-verðbólga, eins og hann orðaði það, væri alvarlegt sjúkleikamerki. Nefndi hann þetta, þegar háa verðbólgu á Íslandi bar á góma, en hún var 4,3% hér í júní, á sama tíma og meðaltalsverðbólga á öllu Evru-svæðinu var 1,9%. Átti þetta núll-prósent-tal að sýna, að verðbólgan hér á Íslandi væri ekki sem verst. Það væri betra að hafa hana hærri, en allt of lága. Sérstök speki það. Í þessu samhengi má þá nefna, að verðbólga í Þýzklandi, en hagkerfið þar er eitt það stöðugasta og sterkasta í heimi, sveiflaðist milli 0% og 1% 2015, 2016 og 2019, og voru efnhags- og atvinnumál þar þó í miklu flugi á þessum tíma. Hér varð því fjármálaráðherra aftur á í messunni; firra. Þetta breytir ekki því, að flestir hagfræðingar telja, að 1-2% verðbólga sé ákjósanleg, þó að 0-1% geti líka verið í lagi, á sama hátt og 4,3% verðbólga, eins og hér er, er af flestum hagfræðingum talin varahugaverð ef ekki hættuleg, nema þá af fjármálaráðherra. Bezt færi á því, ef fjármála- og efnhagsráðherrar væru vel að sér í hagfræði og efnahagsmálum, en ekki verður á allt kosið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku mætti Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnhagsráðherra, í umræðuþáttinn Pólítík með Páli Magnússon á Hringbraut. Sumt af því, sem fram kom hjá ráðherranum, vakti nokkra athygli, en líka spurningar. Ráðherrann sagði m.a. að brýnt væri að halda áfram þessari ríkisstjórn, með Vinstri grænum, til að halda vinstri öflunum í landinu frá völdum!? Með þessu var ráðherrann auðvitað að lýsa þeirri skoðun sinni, að Vinstri grænir væru ekki vinstri flokkur, eða þá, að Vinstri grænir réðu engu í þessari ríkisstjórn. Þessi greining virðist falla að nýlegum skoðanakönnunum, sem sýna að 88% Sjálfstæðismanna eru ánægðir með ríkisstjórnina, á sama tíma og 71% Vinstri grænna eru óánægðir og á móti þessari ríkisstjórn. Óánægðu Vinstri græna má skilja, þar sem öllum helztu málefnum Vinstri grænna, sem standa þó staðfest í stjórnarsáttmála, var kastað fyrir róða hjá þessari ríkisstjórn. Má þar nefna friðun hvala, stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu, stórfellt átak í loftslagsmálum – skv. síðustu skýrslum menga Íslendingar meir á mann, en nokkurn önnur evrópsk þjóð – endurskoðun laga um vernd, friðun og veiðar villtra dýra og endurskoðun stjórnarskrár. Botninn datt úr hverju einasta þessara mála, þegar til átti að taka. Þetta var því ósmekklegt umræðuflan hjá Bjarna, gagnvart Katrínu Jakobsdóttur, forsætisáðherra, en ekki firra. Hvernig Katrín getur í framhaldi af þessum óförum og ummælum svo og gegn vilja mikils hluta flokksmanna sinna, enn talað fjálglega um framhald þessarar ríkisstjórnar, ef úrslit kosninga leyfa, er veruleg ráðgáta. Fjármálaráðherra fór í annað mál á Hringbraut. Hann fullyrti, að krónan hefði sannað gildi sitt, því hún hefði hjálpað okkur að komast yfir COVID-pláguna. Jafnhliða hefðu COVID-lausnir ríkisstjórnarinnar sýnt, hversu vel hún hefði stýrt viðspyrnunni við faraldrinum. Aðrir menn, sem nokkuð þekkja til efnahagsmála, sjá þetta öðruvísi. Þeir telja, að góð skuldastaða ríkissjóðs og gildur gjaldeyrisvarasjóður - í Evrum og Bandaríkjadölum, ekki í krónum, þær hefðu verið gagnslausar -, sem ferðaþjónustan átti sinn ríka þátt í að skapa, hafi gert ríkisstjórninni kleift að taka um 500 milljarða að láni, sem hún síðan dreifði í smá og stór fyrirtæki, sveitarfélög og aðra, þannig, að einstaklingar og fyrirtæki kæmust heilu og höldnu í gegnum faraldurinn. Ríkisstjórnin bjargaði því þjóðinni í gegnum þennan skafl með stórfelldri lántöku, sem auðvitað þarf að greiða til baka, sennilega af næstu kynslóð. Það virðist vart vera hægt að flokka þessar lausnir undir sérstaka stjórnvizku eða sérstaklega góða frammistöðu ríkisstjórnarinnar. Þetta var því firra hjá ráðherranum. Fjármálaráðherra velti upp enn einu máli, sem olli nokkrum heilabrotum hjá þeim, sem til þekkja. Hann sagði, að lág verðbólga, núll-prósent-verðbólga, eins og hann orðaði það, væri alvarlegt sjúkleikamerki. Nefndi hann þetta, þegar háa verðbólgu á Íslandi bar á góma, en hún var 4,3% hér í júní, á sama tíma og meðaltalsverðbólga á öllu Evru-svæðinu var 1,9%. Átti þetta núll-prósent-tal að sýna, að verðbólgan hér á Íslandi væri ekki sem verst. Það væri betra að hafa hana hærri, en allt of lága. Sérstök speki það. Í þessu samhengi má þá nefna, að verðbólga í Þýzklandi, en hagkerfið þar er eitt það stöðugasta og sterkasta í heimi, sveiflaðist milli 0% og 1% 2015, 2016 og 2019, og voru efnhags- og atvinnumál þar þó í miklu flugi á þessum tíma. Hér varð því fjármálaráðherra aftur á í messunni; firra. Þetta breytir ekki því, að flestir hagfræðingar telja, að 1-2% verðbólga sé ákjósanleg, þó að 0-1% geti líka verið í lagi, á sama hátt og 4,3% verðbólga, eins og hér er, er af flestum hagfræðingum talin varahugaverð ef ekki hættuleg, nema þá af fjármálaráðherra. Bezt færi á því, ef fjármála- og efnhagsráðherrar væru vel að sér í hagfræði og efnahagsmálum, en ekki verður á allt kosið.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun