Bensíni með blýi útrýmt í heiminum Kjartan Kjartansson skrifar 31. ágúst 2021 10:33 Alsír var síðasta ríkið til að hætta notkun blýblandaðs bensíns. AP/Anis Belghoul Ekkert land í heiminum notar lengur bensín með blýi til að knýja bifreiðar eftir að síðustu dropar þess kláruðust í Alsír í júlí. Blýi var blandað út í bensíni í hátt í heila öld þrátt fyrir að það mengaði loft, jarðveg og vatn. Nær öll þróuð ríki höfðu bannað bensín með blýi á 9. áratug síðustu aldar þar sem það getur valdið hjartasjúkdómum, krabbameini og heilablóðfalli auk þess sem það hefur verið tengt við heilaskaða í börnum. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna segir að rannsóknir sýni að blýið hafi valdið milljónum ótímabærra dauðsfalla og skert greind barna. Tugir þjóða héldu samt áfram að blanda blýi í bensín langt fram á þessa öld. Norður-Kórea, Búrma og Afganistan hættu sölu á eldsneytinu árið 2016. Írak, Jemen og Alsír hafa nú hætt notkun þess sömuleiðis. Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir útrýmingu blýblandaðs bensíns alþjóðlegan sigur sem muni koma í veg fyrir fleiri en milljón ótímabær dauðsföll á hverju ári. Byrjað var að blanda blýi út í bensín til að bæta afköst bílvéla á þriðja áratug síðustu aldar. Fljótlega komu þó fram vísbendingar um það ógnaði heilsu fólks. Fimm starfsmenn olíuhreinsistöðvar bandaríska olíufélagsins Standard Oil létust og tugir voru lagðir inn á sjúkrahús með flogaeinkenni árið 1924, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Engu að síður var haldið áfram að blanda blýi út í eldsneyti um allan heim fram á 8. áratuginn. Janet McCabe, varaforstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA), segir AP-fréttastofunni að magn blýs í blóði fólks hafi hríðfallið eftir að bensín með blýi var bannað þar í landi. Blýblandað bensín er enn notað á litlar flugvélar. McCabe segir að EPA vinni að því með flugmálayfirvöldum að taka á því. Bensín og olía Umhverfismál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Sjá meira
Nær öll þróuð ríki höfðu bannað bensín með blýi á 9. áratug síðustu aldar þar sem það getur valdið hjartasjúkdómum, krabbameini og heilablóðfalli auk þess sem það hefur verið tengt við heilaskaða í börnum. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna segir að rannsóknir sýni að blýið hafi valdið milljónum ótímabærra dauðsfalla og skert greind barna. Tugir þjóða héldu samt áfram að blanda blýi í bensín langt fram á þessa öld. Norður-Kórea, Búrma og Afganistan hættu sölu á eldsneytinu árið 2016. Írak, Jemen og Alsír hafa nú hætt notkun þess sömuleiðis. Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir útrýmingu blýblandaðs bensíns alþjóðlegan sigur sem muni koma í veg fyrir fleiri en milljón ótímabær dauðsföll á hverju ári. Byrjað var að blanda blýi út í bensín til að bæta afköst bílvéla á þriðja áratug síðustu aldar. Fljótlega komu þó fram vísbendingar um það ógnaði heilsu fólks. Fimm starfsmenn olíuhreinsistöðvar bandaríska olíufélagsins Standard Oil létust og tugir voru lagðir inn á sjúkrahús með flogaeinkenni árið 1924, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Engu að síður var haldið áfram að blanda blýi út í eldsneyti um allan heim fram á 8. áratuginn. Janet McCabe, varaforstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA), segir AP-fréttastofunni að magn blýs í blóði fólks hafi hríðfallið eftir að bensín með blýi var bannað þar í landi. Blýblandað bensín er enn notað á litlar flugvélar. McCabe segir að EPA vinni að því með flugmálayfirvöldum að taka á því.
Bensín og olía Umhverfismál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Sjá meira