Óttast að hryðjuverkahópar skjóti aftur rótum í Afganistan Samúel Karl Ólason skrifar 5. september 2021 07:45 Mark Milley, formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna. AP/Susan Walsh Mark Milley, yfirmaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, telur líklegt að borgarastyrjöld muni skella á í Afganistan og að hryðjuverkahópar geti notið þá óreiðu til að skjóta þar niður rótum. Talibanar berjast nú við andófsmenn í Panjshir-dal en virðast vera að bera sigur úr býtum. Panjshir-dalur er í raun síðasta landsvæðið í Afganistan sem Talibanar stjórna ekki í dag en þeim tókst aldrei að ná þar tökum í stjórnartíð þeirra frá 1996 til 2001. Báðar fylkingar segjast vera að vinna en Talibanar virðast hafa yfirhöndina í átökunum í dalnum, sem er mjög erfiður yfirferðar. Reuters hefur eftir talsmanni Talibana að þeir hafi náð tökum á fjórum af sjö héruðum dalsins. Þá hefur AFP fréttaveitan eftir sérfræðingum að staða andófsmanna í Panjshir-dalnum sé ekki góð. Forsvarsmenn ítalskra hjálparsamtaka sem reka sjúkrahús í dalnum segja Talibana hafa sótt fram og marga þorpsbúa hafa flúið heimili sín. Andófsmennirnir í Panjshir-dalnum eru leiddir af Amrullah Saleh, fyrrverandi varaforseta Afganistans, og Ahmad Massoud, syni þekkst stríðsherrra sem heitir Ahmad Shah Massoud. Þeir kalla sig National Resistance Front of Afghanistan. Meðlimir sérsveita Talibana í Kabúl.AP/Khwaja Tawfiq Sediqi Í viðtali við Fox News sem birt var í gær sagði Milley að hann teldi góðar líkur á borgarastyrjöld og óttaðist að hryðjuverkahópar eins og al-Qaeda og ISIS gætu náð sér á strik á nýjan leik á næstu árum. Austin Miller, herforingi og yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afganistan, varaði sömuleiðis við mögulegri borgarastyrjöld í Afganistan fyrr í sumar. Það var þó fyrir yfirtöku Talibana sem átti sér stað mun fyrr en ráðamenn vestanhafs óttuðust. Sjá einnig: Varar við borgarastyrjöld í Afganistan Bandaríkin gerðu innrás í Afganistan árið 2001. Var það í kjölfar árásar al-Qaeda á Tvíburaturnana í New York en hryðjuverkasamtökin nutu stuðnings og skjóls Talibana í Afganistan. Afganistan Bandaríkin Hernaður Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Panjshir-dalur er í raun síðasta landsvæðið í Afganistan sem Talibanar stjórna ekki í dag en þeim tókst aldrei að ná þar tökum í stjórnartíð þeirra frá 1996 til 2001. Báðar fylkingar segjast vera að vinna en Talibanar virðast hafa yfirhöndina í átökunum í dalnum, sem er mjög erfiður yfirferðar. Reuters hefur eftir talsmanni Talibana að þeir hafi náð tökum á fjórum af sjö héruðum dalsins. Þá hefur AFP fréttaveitan eftir sérfræðingum að staða andófsmanna í Panjshir-dalnum sé ekki góð. Forsvarsmenn ítalskra hjálparsamtaka sem reka sjúkrahús í dalnum segja Talibana hafa sótt fram og marga þorpsbúa hafa flúið heimili sín. Andófsmennirnir í Panjshir-dalnum eru leiddir af Amrullah Saleh, fyrrverandi varaforseta Afganistans, og Ahmad Massoud, syni þekkst stríðsherrra sem heitir Ahmad Shah Massoud. Þeir kalla sig National Resistance Front of Afghanistan. Meðlimir sérsveita Talibana í Kabúl.AP/Khwaja Tawfiq Sediqi Í viðtali við Fox News sem birt var í gær sagði Milley að hann teldi góðar líkur á borgarastyrjöld og óttaðist að hryðjuverkahópar eins og al-Qaeda og ISIS gætu náð sér á strik á nýjan leik á næstu árum. Austin Miller, herforingi og yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afganistan, varaði sömuleiðis við mögulegri borgarastyrjöld í Afganistan fyrr í sumar. Það var þó fyrir yfirtöku Talibana sem átti sér stað mun fyrr en ráðamenn vestanhafs óttuðust. Sjá einnig: Varar við borgarastyrjöld í Afganistan Bandaríkin gerðu innrás í Afganistan árið 2001. Var það í kjölfar árásar al-Qaeda á Tvíburaturnana í New York en hryðjuverkasamtökin nutu stuðnings og skjóls Talibana í Afganistan.
Afganistan Bandaríkin Hernaður Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira