Vinnumarkaðurinn og kosningarnar Drífa Snædal skrifar 24. september 2021 11:00 Sú undarlega staða gæti komið upp að samningar um ríkisstjórnarmyndun og kjarasamningsviðræður féllu saman að þessu sinni en forsendunefnd ASÍ og SA hafa komist að þeirri niðurstöðu að forsendur kjarasamninga hafi ekki staðist. Þrjár forsendur voru til grundvallar lífskjarasamningunum, lækkun vaxta, aukinn kaupmáttur og að stjórnvöld myndu standa við sínar yfirlýsingar. Nú er ljóst að stjórnvöld hafa ekki staðið við yfirlýsingar í tengslum við kjarasamninga og því hafa forsendur ekki staðist. Nú tekur við það ferli að samninganefndir ASÍ og SA tala saman en hvor aðili um sig getur sagt upp samningunum fyrir kl. 16 þann 30. september. Það er vilji hjá verkalýðshreyfingunni að samningarnir standi þrátt fyrir forsendubrest enda búið að semja um kauphækkanir á næsta ári og samningarnir eru á sínu síðasta ári - renna út í nóvember 2022. Vinnumarkaðurinn er að rétta úr kútnum og þarf síst á átökum og óvissu að halda. Í kjarasamningunum sem voru undirritaðir vorið 2019 skipti aðkoma ríkisstjórnarinnar sköpum. Á spýtunni héngu skattabreytingar, barnabætur, fæðingarorlofið, húsnæðismál, umgjörð vinnumarkaðarins, vextir og lánamál auk lífeyrismála svo eitthvað sé nefnt. Það er rík hefð fyrir því að fara í þríhliða viðræður enda skiptir öllu máli fyrir daglegt líf launafólks hvaða ákvarðanir stjórnvöld taka á hverjum tíma. Kjarabætur geta komið í ýmsum myndum og þegar reynir á skiptir öllu að við séum með traust heilbrigðiskerfi og almannatryggingakerfi. Það er því engin tilviljun að ASÍ, eins og önnur almannasamtök, hafi beitt sér í kosningabaráttunni og látið flokkana standa til svars um þau mál sem félagar í ASÍ vilja setja á oddinn; heilbrigðismál, húsnæðismál, skattamál og afkomuöryggi. Það bíða nýrrar ríkisstjórnar stór verkefni í sókn okkar til bættra lífskjara. Þar má finna leiðbeiningar í þeim fjölmörgu skýrslum sem ASÍ og Varða - rannsóknarmiðstöð vinnumarkaðarins hafa unnið undanfarið um hvar skóinn kreppir og hvernig má fjármagna aukna velferð. Við erum á krossgötum eftir efnahagslægð og nú kemur í ljós hverjir vilja fara leið sölu ríkiseigna, útvistunar og skertrar þjónustu til að greiða upp skuldir og hverjir vilja fara þá leið að vaxa út úr kreppunni vitandi það að lífskjör almennings knýja áfram hjól atvinnulífsins. Án kaupmáttar hins almenna borgara eru fáir til að halda uppi atvinnurekstri, sérstaklega lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Enn á ný er húsnæðismarkaður orðin rót óstöðugleika í hagkerfinu. Peningastefnan hefur þrýst á húsnæðisverð og leiguverð fer hækkandi á ný. Þessi þróun er nú meginorsök verðbólgunnar. Engu að síður heyrist kunnuglegur söngur um að kosningaloforð og nauðsynleg umbótamál muni leiða til vaxtahækkana. Það hlýtur að vera hagur allra, ekki bara launafólks heldur líka atvinnurekenda, að fólk geti lifað með reisn, haft aðgang að kerfi sem bætir heilsuna og búið í góðu húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Við getum ekki unað því að fólk verði fátækt og heilsubresti að bráð í ómanneskjulegu samfélagi. Alþýðusamband Íslands er tilbúið til að leggja þeirri ríkisstjórn lið sem setur atvinnuöryggi, afkomuöryggi og húsnæðisöryggi í forgang, það er líka lykillinn að friði á vinnumarkaði næstu árin. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnumarkaður Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Sú undarlega staða gæti komið upp að samningar um ríkisstjórnarmyndun og kjarasamningsviðræður féllu saman að þessu sinni en forsendunefnd ASÍ og SA hafa komist að þeirri niðurstöðu að forsendur kjarasamninga hafi ekki staðist. Þrjár forsendur voru til grundvallar lífskjarasamningunum, lækkun vaxta, aukinn kaupmáttur og að stjórnvöld myndu standa við sínar yfirlýsingar. Nú er ljóst að stjórnvöld hafa ekki staðið við yfirlýsingar í tengslum við kjarasamninga og því hafa forsendur ekki staðist. Nú tekur við það ferli að samninganefndir ASÍ og SA tala saman en hvor aðili um sig getur sagt upp samningunum fyrir kl. 16 þann 30. september. Það er vilji hjá verkalýðshreyfingunni að samningarnir standi þrátt fyrir forsendubrest enda búið að semja um kauphækkanir á næsta ári og samningarnir eru á sínu síðasta ári - renna út í nóvember 2022. Vinnumarkaðurinn er að rétta úr kútnum og þarf síst á átökum og óvissu að halda. Í kjarasamningunum sem voru undirritaðir vorið 2019 skipti aðkoma ríkisstjórnarinnar sköpum. Á spýtunni héngu skattabreytingar, barnabætur, fæðingarorlofið, húsnæðismál, umgjörð vinnumarkaðarins, vextir og lánamál auk lífeyrismála svo eitthvað sé nefnt. Það er rík hefð fyrir því að fara í þríhliða viðræður enda skiptir öllu máli fyrir daglegt líf launafólks hvaða ákvarðanir stjórnvöld taka á hverjum tíma. Kjarabætur geta komið í ýmsum myndum og þegar reynir á skiptir öllu að við séum með traust heilbrigðiskerfi og almannatryggingakerfi. Það er því engin tilviljun að ASÍ, eins og önnur almannasamtök, hafi beitt sér í kosningabaráttunni og látið flokkana standa til svars um þau mál sem félagar í ASÍ vilja setja á oddinn; heilbrigðismál, húsnæðismál, skattamál og afkomuöryggi. Það bíða nýrrar ríkisstjórnar stór verkefni í sókn okkar til bættra lífskjara. Þar má finna leiðbeiningar í þeim fjölmörgu skýrslum sem ASÍ og Varða - rannsóknarmiðstöð vinnumarkaðarins hafa unnið undanfarið um hvar skóinn kreppir og hvernig má fjármagna aukna velferð. Við erum á krossgötum eftir efnahagslægð og nú kemur í ljós hverjir vilja fara leið sölu ríkiseigna, útvistunar og skertrar þjónustu til að greiða upp skuldir og hverjir vilja fara þá leið að vaxa út úr kreppunni vitandi það að lífskjör almennings knýja áfram hjól atvinnulífsins. Án kaupmáttar hins almenna borgara eru fáir til að halda uppi atvinnurekstri, sérstaklega lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Enn á ný er húsnæðismarkaður orðin rót óstöðugleika í hagkerfinu. Peningastefnan hefur þrýst á húsnæðisverð og leiguverð fer hækkandi á ný. Þessi þróun er nú meginorsök verðbólgunnar. Engu að síður heyrist kunnuglegur söngur um að kosningaloforð og nauðsynleg umbótamál muni leiða til vaxtahækkana. Það hlýtur að vera hagur allra, ekki bara launafólks heldur líka atvinnurekenda, að fólk geti lifað með reisn, haft aðgang að kerfi sem bætir heilsuna og búið í góðu húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Við getum ekki unað því að fólk verði fátækt og heilsubresti að bráð í ómanneskjulegu samfélagi. Alþýðusamband Íslands er tilbúið til að leggja þeirri ríkisstjórn lið sem setur atvinnuöryggi, afkomuöryggi og húsnæðisöryggi í forgang, það er líka lykillinn að friði á vinnumarkaði næstu árin. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun