Lögregla rak vopnaða öfgamenn frá landamærum Þýskalands og Póllands Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. október 2021 19:56 Lögregla rak fleiri en 50 frá landamærum Þýskalands og Póllands við bæinn Guben en fólkið kom víðsvegar að. epa/Marcin Bielecki Lögregluyfirvöld í Þýskalandi segjast hafa stöðvað fleiri en 50 öfgahægrimenn sem hugðust taka lögin í eigin hendur við landamærin að Póllandi til að hindra för flóttamanna. Fólkið var að svara kalli Þriðju leiðarinnar, flokks sem er grunaður um tengsl við nýnasistahópa, og hafði hvatt fylgismenn sína til að koma í veg fyrir að flóttamenn kæmu yfir landamærin við bæinn Guben. Að sögn lögreglu var fólkið vopnað, meðal annars kylfum og piparúða. Aðgerðir lögreglu stóðu yfir á laugardagskvöld og sunnudagsmorgun en á laugardag höfðu tugir fólks safnast saman í bænum til að mótmæla „eftirliti“ öfgamannanna. Þýska lögreglan hefur fjölgað lögreglumönnum við landamærin að Póllandi um 800 til að freista þess að ná stjórn á flæði flóttafólks sem freistar þess að komast inn í Evrópu um Belarús (Hvíta-Rússland). Um 6.162 eru sagðir hafa komið ólöglega um landamærin á þessu ári. Stjórnarmyndunarviðræður standa nú yfir í Þýskalandi en flokkarnir þrír sem ræða saman stefna að því að ljúka viðræðum í lok nóvember og útnefna Sósíaldemókratann Olaf Scholz kanslara í desember. Mörg Evrópuríki hafa sakað stjórnvöld í Belarús um að hleypa flóttafólki um landamærin til að auka þrýsting á nágranna sína, í kjölfar þess að Evrópusambandið samþykkti refsiaðgerðir vegna umdeildra forsetakosninga í landinu í ágúst 2020. Forsetinn Alexander Lukashenko hefur neitað þessu og sakar Evrópuríkin um að eiga sök á mannúðarkrísu eftir að flóttafólk var látið sitja fast á landamærum Belrús og Póllands. Guardian greindi frá. Þýskaland Pólland Hvíta-Rússland Flóttamenn Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Sjá meira
Fólkið var að svara kalli Þriðju leiðarinnar, flokks sem er grunaður um tengsl við nýnasistahópa, og hafði hvatt fylgismenn sína til að koma í veg fyrir að flóttamenn kæmu yfir landamærin við bæinn Guben. Að sögn lögreglu var fólkið vopnað, meðal annars kylfum og piparúða. Aðgerðir lögreglu stóðu yfir á laugardagskvöld og sunnudagsmorgun en á laugardag höfðu tugir fólks safnast saman í bænum til að mótmæla „eftirliti“ öfgamannanna. Þýska lögreglan hefur fjölgað lögreglumönnum við landamærin að Póllandi um 800 til að freista þess að ná stjórn á flæði flóttafólks sem freistar þess að komast inn í Evrópu um Belarús (Hvíta-Rússland). Um 6.162 eru sagðir hafa komið ólöglega um landamærin á þessu ári. Stjórnarmyndunarviðræður standa nú yfir í Þýskalandi en flokkarnir þrír sem ræða saman stefna að því að ljúka viðræðum í lok nóvember og útnefna Sósíaldemókratann Olaf Scholz kanslara í desember. Mörg Evrópuríki hafa sakað stjórnvöld í Belarús um að hleypa flóttafólki um landamærin til að auka þrýsting á nágranna sína, í kjölfar þess að Evrópusambandið samþykkti refsiaðgerðir vegna umdeildra forsetakosninga í landinu í ágúst 2020. Forsetinn Alexander Lukashenko hefur neitað þessu og sakar Evrópuríkin um að eiga sök á mannúðarkrísu eftir að flóttafólk var látið sitja fast á landamærum Belrús og Póllands. Guardian greindi frá.
Þýskaland Pólland Hvíta-Rússland Flóttamenn Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Sjá meira