Varane sneri aftur í byrjunarlið Manchester United í 3-0 sigrinum gegn Tottenham Hotspur eftir að hafa misst af tapleikjunum gegn Leicester City og Liverpool þar sem Man United fékk á sig níu mörk.
Svo virðist sem Varane hafi ef til vill ekki verið orðinn heill heilsu en hann haltraði af velli í fyrri hálfleik gegn Atalanta í gærkvöld. Nú hefur Sky Sports greint frá því að hann verði frá næsta mánuðinn vegna meiðsla aftan í læri.
Raphael Varane will be out for around a month after the #MUFC defender suffered a hamstring injury against Atalanta.
— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 3, 2021
Það þýðir að Man Utd verður án Varane gegn Watford, Villareal, Chelsea og líklega Arsenal þann 2. desember.
Það á ekki af varnarlínu Man United að ganga en liðið var án Victor Lindelöf í leiknum gegn Atalanta og þá virðist sem Harry Maguire sé að spila í gegnum meiðsli en enski miðvörðurinn hefur verið langt frá sínu besta undanfarnar vikur.