Mendy á því alls yfir höfði sér sex ákærur fyrir nauðganir og eina fyrir kynferðisofbeldi. Hann á að hafa brotið á fjórum konum sextán ára og eldri á tímabilinu október 2020 til ágúst 2021.
Frakkinn var handtekinn í ágúst og er enn í gæsluvarðhaldi. Hann mætir fyrir dóm á morgun.
City sendi Mendy í ótímabundið leyfi í ágúst. Hann kom til liðsins frá Monaco 2017.
Hinn 27 ára Mendy með varð heimsmeistari með franska landsliðinu 2018.