Fjölga starfsfólki: „Við lærum hvort af öðru“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 8. desember 2021 07:00 Sigríður Elín Guðlaugsdóttir (Ella Sigga), framkvæmdastjóri Mannauðs hjá Alvotech, segir margt ávinnast með fjölmenningu vinnustaða. Til dæmis hefur Alvotech ráðið um 80 starfsmenn erlendis frá á þessu ári, þar af 75 manns frá Indlandi. Markmið þessara ráðninga er meðal annars að flytja inn þekkingu og reynslu að utan sem síðan gefa tækifæri til að skapa fleiri ný störf á Íslandi. Þá skapast skemmtileg stemning á ýmsum starfsmannaviðburðum þar sem fólk lærir að þekkja menningu og siði annarra landa. Framundan eru launuð starfsþjálfunarstörf fyrir fólk sem ekki er með háskólamenntun en Ella Sigga segir að möguleikinn á þessari tegund starfsþjálfunar væri ekki fyrir hendi nema fyrir það að til fyrirtækisins hafa verið ráðnir erlendir sérfræðingar „sem hafa flutt yfir hálfan hnöttinn til að búa á Íslandi og byggja upp Alvotech með okkur.“ Það getur margt jákvætt áunnist með auknum fjölbreytileika og fjölmenningu á vinnustöðum. „Við náðum að halda eitt stórt partí í Covid-hléi í september og sáum að um leið og það kom tónlist með indverskum eða arabískum blæ þá flykktust fleiri á gólfið. Þessi fjölmenning er því farin að færa skemmtilega fjölþjóðlegan blæ á samkomurnar okkar,“ segir Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, alltaf kölluð Ella Sigga, framkvæmdastjóri Mannauðs hjá Alvotech. Í dag fjallar Atvinnulífið um það hvernig ráðningar starfsfólks erlendis frá getur verið liður í því að fjölga framtíðarstörfum á Íslandi. En einnig hvernig fjölmenning vinnustaða getur gefið af sér á margvíslegan hátt. Ráðningar erlendis frá fjölga framtíðarstörfum Á þessu ári hefur Alvotech ráðið 220 starfsmenn, þar af um 80 starfsmenn sem ráðnir hafa verið erlendis frá. Af þeim starfsmönnum sem ráðnir voru erlendis frá, eru um 75 manns frá Indlandi. Flest fjölskyldufólk. Ella Sigga segir að mörgu að huga þegar starfsfólk er ráðið erlendis frá. Styðja þurfi starfsfólk og fjölskyldur þeirra í að aðlagast íslensku samfélagi; með tungumálanámskeiði, aðstoð við að finna húsnæði, leikskólapláss og fleira. Þá hefur Alvotech yfirfært íslenska jafnréttishugsun, þar á meðal Jafnlaunavottunina, til starfsstöðva sinna erlendis enda segir Ella Sigga fjölmenningu á vinnustöðum gera okkur kleift að miðla á milli þekkingar og reynslu.Vísir/Vilhelm Ella Sigga segir að ýmsu að huga þegar fyrirtæki ráða starfsfólk erlendis frá. Fólk þurfi að fá stuðning í flutningum og í því að aðlagast íslensku samfélagi. Hjá Alvotech sé auk þess öllum boðið tungumálanámskeið, bæði á íslensku og ensku. Þá þarf að aðstoða fólk við að fá atvinnuleyfi, dvalarleyfi, húsnæði, leikskólapláss og jafnvel innflutning á gæludýrum. Margt fylgi því líka að læra inn í daglegt líf á Íslandi. Ella Sigga nefnir sem dæmi aðstoð við framtalsskil eða hreinlega að skilja bréf sem berast frá bankanum eða stofnunum. Fyrst og fremst er markmið þessara ráðninga að auka þekkingu á Íslandi og byggja þannig upp nýja atvinnugrein og fleiri framtíðarstörf hér. Við höfum náð til okkar öflugum einstaklingum með mikilvæga sérþekkingu sem svo hjálpa okkur að byggja upp þekkingu og þjálfa og þróa starfsmenn Alvotech.“ Að þjálfa og þróa framtíðarstarfsfólk þýðir líka að horfa þurfi til réttu hópanna. Sem dæmi nefnir Ella Sigga að hjá Alvotech sé menntunarstig starfsmanna Alvotech mjög hátt: Um 60% starfsfólks er með meistara- eða doktorsgráðu en um 22% eru með grunngráðu úr háskóla eins og B.Sc. eða BA. Alvotech hefur því boðið upp á launaða starfsþjálfun. „Við erum í náinni samvinnu við Háskóla Íslands og erum að bjóða launaða starfsþjálfun fyrir aðila sem nýlokið hafa raungreinanámi á borð við líffræði, efnafræði og lyfjafræði,“ segir Ella Sigga. Framundan er einnig spennandi starfsþjálfun fyrir fólk sem ekki hefur lokið háskólanámi. „Um er að ræða sex mánaða launaða starfsþjálfun til að undirbúa einstaklinga fyrir framtíðarstörf við framleiðslu líftæknilyfja,“ segir Ella Sigga en bætir því við að möguleikinn á þessari tegund starfsþjálfunar væri ekki fyrir hendi nema fyrir það að til fyrirtækisins hafa verið ráðnir erlendir sérfræðingar „sem hafa flutt yfir hálfan hnöttinn til að búa á Íslandi og byggja upp Alvotech með okkur.“ Þá segir Ella Sigga fyrirtækið á stórum tímamótum og því sé enn frekari fjölgun starfsfólks fyrirséð. „Fyrirtækið stendur á mjög spennandi tímamótum því eftir tíu ára þróunarvinnu er fyrsta varan að fara á markað á næstu misserum.Um 550 starfsmenn eru á starfsstöð Alvotech hér í Vatnsmýri sem er í raun orðin of lítil og við erum að byggja við 15.200 fermetra byggingu sem skotgengur. Markmiðið er að hún verði tilbúin í lok árs 2022,“ segir Ella Sigga. Á þessari mynd má sjá stóran hluta þess starfsfólks sem var ráðið til Alvotech á þessu ári frá Indlandi. Tilefnið var þegar söfnunarpeningur var afhentur til Covax verkefnis UNICEF, en starfsfólk hóf söfnun í kjölfar þess að útbreiðsla Delta afbrigðis COVID olli miklum harmleik í Indlandi. Fyrirtækið gaf jafn háa upphæð í sjóðinn og starfsfólk hafði þá safnað. „Við buðum svo Unicef hingað til að taka formlega við gjöfinni. Buðum upp á indverskan mat og tónlist og það var svo gaman að sjá indversku konurnar í sínum fallegu og litríku saríum," segir Ella Sigga um myndina. Við lærum hvort af öðru „Það er einstaklega gefandi að vinna í fjölmenningarlegu umhverfi. Við lærum hvort af öðru og sjóndeildarhringurinn stækkar,“ segir Ella Sigga. Sem dæmi um skemmtilega stemningu nefnir hún krikket sem tengja má við þann hóp sem fluttist hingað frá Indlandi, þótt krikket sé vinsælt víðar. „Nú eru skemmtilegir viðburðir í kringum krikketleiki. Fjölskyldur koma saman og verja deginum með liðsmönnum og starfsfólk haft gaman að því að kynnast nýrri íþrótt.“ Þá segir Ella Sigga ýmsa viðburði taka mið af því fjölmenningarlega umhverfi sem vinnustaðurinn er. „Við erum til dæmis með menningardag, eða Culture Day, þar sem við kynnumst og fögnum mismunandi menningu og hefðum,“ segir Ella Sigga. Fjölmenningin endurspeglast líka í mötuneytinu. „Þar er boðið upp á grænmetis- og vegan rétti og síðan höldum við sérstaklega upp á stærri hátíðardaga eins og Þakkargjörðardaginn eða Dívalí sem er stór indversk hátíð.“ Þá er til staðar sérstakt tilbeiðsluherbergi í kjallara Alvotech. Ella Sigga minnir líka á að glöggt er gests augað. Það er líka mjög gefandi að sjá Ísland með augum þeirra sem hingað flytja. Veðrið er ekki svo slæmt, það er stutt í ósnortna náttúru, pláss fyrir alla og kannski alls ekkert svo alvarlegt að vera hálftíma á leið í vinnuna.“ Dívalí er líklega vinsælasta hátíð hindúa en á íslensku nefnist hún Hátíð ljóssins. Á hátíðinni fagna hindúar sigri ljóssins yfir myrkrinu, þekkingu yfir fáfræði og sigri hins góða á hinu illa en í hugum flestra táknar ljósið einmitt kærleik og visku. Hátíðin er auk þess tengd nýju upphafi, endurvakningu vonar, skuldbindingu, vináttu og velvild. Á þessari mynd má sjá Ellu Siggu kveikja á kerti á viðburði sem henni var boðið til þann 6.nóvember síðastliðinn þegar hátíðinni var fagnað sérstaklega. Boðið var á vegum Indian Assiociation og Indverska sendiráðisins og var haldið í ráðhúsi Reykjavíkurborgar. Ella Sigga segir fjölmenningu einmitt skila því að við eflumst og lærum af hvort öðru. Flytja íslenska jafnréttishugsun til útlanda Að byggja upp fjölmenningu innan fyrirtækis skilar sér þó einnig í áhrifum frá Íslandi og til útlanda. Sem dæmi má nefna jafnréttismálin. Við fengum Jafnlaunavottunvið fyrir um ári síðan og þó svo að vottunin sjálf taki aðeins til Íslands þá byggjum við á sömu ferlum á öllum starfsstöðvum, gerum jafnlaunagreiningar og setjum okkur jafnlaunamarkmið alls staðar. Svo það má að einhverju leiti segja að við séum að flytja út íslenska jafnréttishugsun og vinnubrögð.“ Alls starfa um 720 manns hjá Alvotech á fjórum starfsstöðvum alls frá sextíu þjóðernum. Kynjahlutföll starfsmanna er nokkurnvegin jafnt karlar og konur. Ella Sigga segir þó að ekki sé nóg að horfa til kynjahlutfalls sem meðaltal af heildarfjölda. Raunverulega áskorunin felist í að tryggja fjölbreytileikann með því að setja sér markmið um jöfn kynjahlutföll innan allra hópa og deilda, en þetta er mikilvæg áhersla hjá Alvotech. Almennt segist Ella Sigga trúa því að fjölbreytileikinn sé allra hagur. „Það felast mikil verðmæti í fjölbreytileika og ég er þeirrar skoðunar að fjölbreyttir hópar leiði til betri niðurstöðu og þannig verða tveir plús tveir = fimm. Þetta á við um þjóðerni, aldur, kynferði eða annað. Við hvetjum til samvinnu og ég trúi því að vinnustaðamenning verði aldrei betri en versta hegðun sem við umberum og hvernig við komum fram við hvort annað.“ Stjórnun Indland Góðu ráðin Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Starfsframi Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir CCP um mannauðsmálin: Algjörlega ný hugsun nauðsynleg Breyttur veruleiki atvinnulífs kallar á að stjórnendur og vinnuveitendur almennt þurfa að nálgast hlutina með algjörlega nýrri hugsun að mati framkvæmdastjóra mannauðssviðs CCP. Sumt sem þessu fylgi verði ekki skemmtilegt og um margt flókið. 7. október 2021 07:01 Giggstörfum fjölgar: Hafa frelsið til að velja sér lífstíl „Nú er svo komið að mestur vöxtur er í slíkum störfum og atvinnurekendur segjast oft ekki fá fólk í ákveðin störf nema tímabundið og þeir sem gigga velja sér lífsstíl út frá verkefnum sínum,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands um þá þróun að sífellt fleira fólk kýs að starfa sjálfstætt á verktakasamningum, frekar en að ráða sig sem launþega. Árelía segir helsta gallann við giggið felast í því að fólk upplifir oft, sérstaklega í byrjun, meiri óvissu um tekjur. ,,Hins vegar sagði einn giggari í rannsókninni að „það að vera launþegi er fullkomið óöryggi.“ 2. september 2021 07:01 Alcoa sendir fólk utan í nám „Þó að stór hluti starfseminnar séu framleiðslustörf þá krefst starfsemin fjölbreyttra þekkingar og menntunar á fjölmörgum fagsviðum. Sum þeirra eru kennd í okkar háskólum hér á landi en önnur höfum við þurft að sækja erlendis, til dæmis til Noregs og Bretlands. Að auki þjálfum við okkar starfmenn reglulega innan fyrirtækisins,“ segir Ásgrímur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðhalds og áreiðanleika hjá Fjarðaráli. 6. maí 2021 07:00 Bjuggu til leiðtoganám á Bifröst fyrir verslunarstjóra Samkaupa Með aukinni sjálfvirknivæðingu og síbreytilegu umhverfi vinnustaða hefur þjálfun starfsfólks og menntun á vegum vinnustaða aukist. Samkaup og Háskólinn á Bifröst hafa nú mótað saman sérstakt leiðtoganám fyrir verslunarstjóra Samkaupa en námið er vottað 12ECT eininga háskólanám og því geta nemendur nýtt sér einingarnar síðar fyrir frekari háskólanám. 29. september 2021 07:01 „Fengum ítrekað að heyra að það væru bara engar konur“ „Í atvinnulífinu er síaukin eftirspurn eftir fólki með þekkingu á netkerfum, hýsingu og þessum rekstrarhluta tæknarinnar. Það hefur verið fjölgun á konum sem sækja nám í tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði en nám í kerfisstjórn hefur setið svolítið eftir. Þess vegna vildum við athuga hvort einhverjar konur þarna úti hefðu kannski áhuga á þessu,“ segir Þóra Rut Jónsdóttir sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Advania um það hvers vegna Advania, Íslandsbanki, NTV og Prómennt tóku höndum saman um að styrkja eina konu til náms í kerfisstjórnun. 10. febrúar 2021 07:00 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum Sjá meira
„Við náðum að halda eitt stórt partí í Covid-hléi í september og sáum að um leið og það kom tónlist með indverskum eða arabískum blæ þá flykktust fleiri á gólfið. Þessi fjölmenning er því farin að færa skemmtilega fjölþjóðlegan blæ á samkomurnar okkar,“ segir Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, alltaf kölluð Ella Sigga, framkvæmdastjóri Mannauðs hjá Alvotech. Í dag fjallar Atvinnulífið um það hvernig ráðningar starfsfólks erlendis frá getur verið liður í því að fjölga framtíðarstörfum á Íslandi. En einnig hvernig fjölmenning vinnustaða getur gefið af sér á margvíslegan hátt. Ráðningar erlendis frá fjölga framtíðarstörfum Á þessu ári hefur Alvotech ráðið 220 starfsmenn, þar af um 80 starfsmenn sem ráðnir hafa verið erlendis frá. Af þeim starfsmönnum sem ráðnir voru erlendis frá, eru um 75 manns frá Indlandi. Flest fjölskyldufólk. Ella Sigga segir að mörgu að huga þegar starfsfólk er ráðið erlendis frá. Styðja þurfi starfsfólk og fjölskyldur þeirra í að aðlagast íslensku samfélagi; með tungumálanámskeiði, aðstoð við að finna húsnæði, leikskólapláss og fleira. Þá hefur Alvotech yfirfært íslenska jafnréttishugsun, þar á meðal Jafnlaunavottunina, til starfsstöðva sinna erlendis enda segir Ella Sigga fjölmenningu á vinnustöðum gera okkur kleift að miðla á milli þekkingar og reynslu.Vísir/Vilhelm Ella Sigga segir að ýmsu að huga þegar fyrirtæki ráða starfsfólk erlendis frá. Fólk þurfi að fá stuðning í flutningum og í því að aðlagast íslensku samfélagi. Hjá Alvotech sé auk þess öllum boðið tungumálanámskeið, bæði á íslensku og ensku. Þá þarf að aðstoða fólk við að fá atvinnuleyfi, dvalarleyfi, húsnæði, leikskólapláss og jafnvel innflutning á gæludýrum. Margt fylgi því líka að læra inn í daglegt líf á Íslandi. Ella Sigga nefnir sem dæmi aðstoð við framtalsskil eða hreinlega að skilja bréf sem berast frá bankanum eða stofnunum. Fyrst og fremst er markmið þessara ráðninga að auka þekkingu á Íslandi og byggja þannig upp nýja atvinnugrein og fleiri framtíðarstörf hér. Við höfum náð til okkar öflugum einstaklingum með mikilvæga sérþekkingu sem svo hjálpa okkur að byggja upp þekkingu og þjálfa og þróa starfsmenn Alvotech.“ Að þjálfa og þróa framtíðarstarfsfólk þýðir líka að horfa þurfi til réttu hópanna. Sem dæmi nefnir Ella Sigga að hjá Alvotech sé menntunarstig starfsmanna Alvotech mjög hátt: Um 60% starfsfólks er með meistara- eða doktorsgráðu en um 22% eru með grunngráðu úr háskóla eins og B.Sc. eða BA. Alvotech hefur því boðið upp á launaða starfsþjálfun. „Við erum í náinni samvinnu við Háskóla Íslands og erum að bjóða launaða starfsþjálfun fyrir aðila sem nýlokið hafa raungreinanámi á borð við líffræði, efnafræði og lyfjafræði,“ segir Ella Sigga. Framundan er einnig spennandi starfsþjálfun fyrir fólk sem ekki hefur lokið háskólanámi. „Um er að ræða sex mánaða launaða starfsþjálfun til að undirbúa einstaklinga fyrir framtíðarstörf við framleiðslu líftæknilyfja,“ segir Ella Sigga en bætir því við að möguleikinn á þessari tegund starfsþjálfunar væri ekki fyrir hendi nema fyrir það að til fyrirtækisins hafa verið ráðnir erlendir sérfræðingar „sem hafa flutt yfir hálfan hnöttinn til að búa á Íslandi og byggja upp Alvotech með okkur.“ Þá segir Ella Sigga fyrirtækið á stórum tímamótum og því sé enn frekari fjölgun starfsfólks fyrirséð. „Fyrirtækið stendur á mjög spennandi tímamótum því eftir tíu ára þróunarvinnu er fyrsta varan að fara á markað á næstu misserum.Um 550 starfsmenn eru á starfsstöð Alvotech hér í Vatnsmýri sem er í raun orðin of lítil og við erum að byggja við 15.200 fermetra byggingu sem skotgengur. Markmiðið er að hún verði tilbúin í lok árs 2022,“ segir Ella Sigga. Á þessari mynd má sjá stóran hluta þess starfsfólks sem var ráðið til Alvotech á þessu ári frá Indlandi. Tilefnið var þegar söfnunarpeningur var afhentur til Covax verkefnis UNICEF, en starfsfólk hóf söfnun í kjölfar þess að útbreiðsla Delta afbrigðis COVID olli miklum harmleik í Indlandi. Fyrirtækið gaf jafn háa upphæð í sjóðinn og starfsfólk hafði þá safnað. „Við buðum svo Unicef hingað til að taka formlega við gjöfinni. Buðum upp á indverskan mat og tónlist og það var svo gaman að sjá indversku konurnar í sínum fallegu og litríku saríum," segir Ella Sigga um myndina. Við lærum hvort af öðru „Það er einstaklega gefandi að vinna í fjölmenningarlegu umhverfi. Við lærum hvort af öðru og sjóndeildarhringurinn stækkar,“ segir Ella Sigga. Sem dæmi um skemmtilega stemningu nefnir hún krikket sem tengja má við þann hóp sem fluttist hingað frá Indlandi, þótt krikket sé vinsælt víðar. „Nú eru skemmtilegir viðburðir í kringum krikketleiki. Fjölskyldur koma saman og verja deginum með liðsmönnum og starfsfólk haft gaman að því að kynnast nýrri íþrótt.“ Þá segir Ella Sigga ýmsa viðburði taka mið af því fjölmenningarlega umhverfi sem vinnustaðurinn er. „Við erum til dæmis með menningardag, eða Culture Day, þar sem við kynnumst og fögnum mismunandi menningu og hefðum,“ segir Ella Sigga. Fjölmenningin endurspeglast líka í mötuneytinu. „Þar er boðið upp á grænmetis- og vegan rétti og síðan höldum við sérstaklega upp á stærri hátíðardaga eins og Þakkargjörðardaginn eða Dívalí sem er stór indversk hátíð.“ Þá er til staðar sérstakt tilbeiðsluherbergi í kjallara Alvotech. Ella Sigga minnir líka á að glöggt er gests augað. Það er líka mjög gefandi að sjá Ísland með augum þeirra sem hingað flytja. Veðrið er ekki svo slæmt, það er stutt í ósnortna náttúru, pláss fyrir alla og kannski alls ekkert svo alvarlegt að vera hálftíma á leið í vinnuna.“ Dívalí er líklega vinsælasta hátíð hindúa en á íslensku nefnist hún Hátíð ljóssins. Á hátíðinni fagna hindúar sigri ljóssins yfir myrkrinu, þekkingu yfir fáfræði og sigri hins góða á hinu illa en í hugum flestra táknar ljósið einmitt kærleik og visku. Hátíðin er auk þess tengd nýju upphafi, endurvakningu vonar, skuldbindingu, vináttu og velvild. Á þessari mynd má sjá Ellu Siggu kveikja á kerti á viðburði sem henni var boðið til þann 6.nóvember síðastliðinn þegar hátíðinni var fagnað sérstaklega. Boðið var á vegum Indian Assiociation og Indverska sendiráðisins og var haldið í ráðhúsi Reykjavíkurborgar. Ella Sigga segir fjölmenningu einmitt skila því að við eflumst og lærum af hvort öðru. Flytja íslenska jafnréttishugsun til útlanda Að byggja upp fjölmenningu innan fyrirtækis skilar sér þó einnig í áhrifum frá Íslandi og til útlanda. Sem dæmi má nefna jafnréttismálin. Við fengum Jafnlaunavottunvið fyrir um ári síðan og þó svo að vottunin sjálf taki aðeins til Íslands þá byggjum við á sömu ferlum á öllum starfsstöðvum, gerum jafnlaunagreiningar og setjum okkur jafnlaunamarkmið alls staðar. Svo það má að einhverju leiti segja að við séum að flytja út íslenska jafnréttishugsun og vinnubrögð.“ Alls starfa um 720 manns hjá Alvotech á fjórum starfsstöðvum alls frá sextíu þjóðernum. Kynjahlutföll starfsmanna er nokkurnvegin jafnt karlar og konur. Ella Sigga segir þó að ekki sé nóg að horfa til kynjahlutfalls sem meðaltal af heildarfjölda. Raunverulega áskorunin felist í að tryggja fjölbreytileikann með því að setja sér markmið um jöfn kynjahlutföll innan allra hópa og deilda, en þetta er mikilvæg áhersla hjá Alvotech. Almennt segist Ella Sigga trúa því að fjölbreytileikinn sé allra hagur. „Það felast mikil verðmæti í fjölbreytileika og ég er þeirrar skoðunar að fjölbreyttir hópar leiði til betri niðurstöðu og þannig verða tveir plús tveir = fimm. Þetta á við um þjóðerni, aldur, kynferði eða annað. Við hvetjum til samvinnu og ég trúi því að vinnustaðamenning verði aldrei betri en versta hegðun sem við umberum og hvernig við komum fram við hvort annað.“
Stjórnun Indland Góðu ráðin Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Starfsframi Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir CCP um mannauðsmálin: Algjörlega ný hugsun nauðsynleg Breyttur veruleiki atvinnulífs kallar á að stjórnendur og vinnuveitendur almennt þurfa að nálgast hlutina með algjörlega nýrri hugsun að mati framkvæmdastjóra mannauðssviðs CCP. Sumt sem þessu fylgi verði ekki skemmtilegt og um margt flókið. 7. október 2021 07:01 Giggstörfum fjölgar: Hafa frelsið til að velja sér lífstíl „Nú er svo komið að mestur vöxtur er í slíkum störfum og atvinnurekendur segjast oft ekki fá fólk í ákveðin störf nema tímabundið og þeir sem gigga velja sér lífsstíl út frá verkefnum sínum,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands um þá þróun að sífellt fleira fólk kýs að starfa sjálfstætt á verktakasamningum, frekar en að ráða sig sem launþega. Árelía segir helsta gallann við giggið felast í því að fólk upplifir oft, sérstaklega í byrjun, meiri óvissu um tekjur. ,,Hins vegar sagði einn giggari í rannsókninni að „það að vera launþegi er fullkomið óöryggi.“ 2. september 2021 07:01 Alcoa sendir fólk utan í nám „Þó að stór hluti starfseminnar séu framleiðslustörf þá krefst starfsemin fjölbreyttra þekkingar og menntunar á fjölmörgum fagsviðum. Sum þeirra eru kennd í okkar háskólum hér á landi en önnur höfum við þurft að sækja erlendis, til dæmis til Noregs og Bretlands. Að auki þjálfum við okkar starfmenn reglulega innan fyrirtækisins,“ segir Ásgrímur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðhalds og áreiðanleika hjá Fjarðaráli. 6. maí 2021 07:00 Bjuggu til leiðtoganám á Bifröst fyrir verslunarstjóra Samkaupa Með aukinni sjálfvirknivæðingu og síbreytilegu umhverfi vinnustaða hefur þjálfun starfsfólks og menntun á vegum vinnustaða aukist. Samkaup og Háskólinn á Bifröst hafa nú mótað saman sérstakt leiðtoganám fyrir verslunarstjóra Samkaupa en námið er vottað 12ECT eininga háskólanám og því geta nemendur nýtt sér einingarnar síðar fyrir frekari háskólanám. 29. september 2021 07:01 „Fengum ítrekað að heyra að það væru bara engar konur“ „Í atvinnulífinu er síaukin eftirspurn eftir fólki með þekkingu á netkerfum, hýsingu og þessum rekstrarhluta tæknarinnar. Það hefur verið fjölgun á konum sem sækja nám í tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði en nám í kerfisstjórn hefur setið svolítið eftir. Þess vegna vildum við athuga hvort einhverjar konur þarna úti hefðu kannski áhuga á þessu,“ segir Þóra Rut Jónsdóttir sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Advania um það hvers vegna Advania, Íslandsbanki, NTV og Prómennt tóku höndum saman um að styrkja eina konu til náms í kerfisstjórnun. 10. febrúar 2021 07:00 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum Sjá meira
CCP um mannauðsmálin: Algjörlega ný hugsun nauðsynleg Breyttur veruleiki atvinnulífs kallar á að stjórnendur og vinnuveitendur almennt þurfa að nálgast hlutina með algjörlega nýrri hugsun að mati framkvæmdastjóra mannauðssviðs CCP. Sumt sem þessu fylgi verði ekki skemmtilegt og um margt flókið. 7. október 2021 07:01
Giggstörfum fjölgar: Hafa frelsið til að velja sér lífstíl „Nú er svo komið að mestur vöxtur er í slíkum störfum og atvinnurekendur segjast oft ekki fá fólk í ákveðin störf nema tímabundið og þeir sem gigga velja sér lífsstíl út frá verkefnum sínum,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands um þá þróun að sífellt fleira fólk kýs að starfa sjálfstætt á verktakasamningum, frekar en að ráða sig sem launþega. Árelía segir helsta gallann við giggið felast í því að fólk upplifir oft, sérstaklega í byrjun, meiri óvissu um tekjur. ,,Hins vegar sagði einn giggari í rannsókninni að „það að vera launþegi er fullkomið óöryggi.“ 2. september 2021 07:01
Alcoa sendir fólk utan í nám „Þó að stór hluti starfseminnar séu framleiðslustörf þá krefst starfsemin fjölbreyttra þekkingar og menntunar á fjölmörgum fagsviðum. Sum þeirra eru kennd í okkar háskólum hér á landi en önnur höfum við þurft að sækja erlendis, til dæmis til Noregs og Bretlands. Að auki þjálfum við okkar starfmenn reglulega innan fyrirtækisins,“ segir Ásgrímur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðhalds og áreiðanleika hjá Fjarðaráli. 6. maí 2021 07:00
Bjuggu til leiðtoganám á Bifröst fyrir verslunarstjóra Samkaupa Með aukinni sjálfvirknivæðingu og síbreytilegu umhverfi vinnustaða hefur þjálfun starfsfólks og menntun á vegum vinnustaða aukist. Samkaup og Háskólinn á Bifröst hafa nú mótað saman sérstakt leiðtoganám fyrir verslunarstjóra Samkaupa en námið er vottað 12ECT eininga háskólanám og því geta nemendur nýtt sér einingarnar síðar fyrir frekari háskólanám. 29. september 2021 07:01
„Fengum ítrekað að heyra að það væru bara engar konur“ „Í atvinnulífinu er síaukin eftirspurn eftir fólki með þekkingu á netkerfum, hýsingu og þessum rekstrarhluta tæknarinnar. Það hefur verið fjölgun á konum sem sækja nám í tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði en nám í kerfisstjórn hefur setið svolítið eftir. Þess vegna vildum við athuga hvort einhverjar konur þarna úti hefðu kannski áhuga á þessu,“ segir Þóra Rut Jónsdóttir sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Advania um það hvers vegna Advania, Íslandsbanki, NTV og Prómennt tóku höndum saman um að styrkja eina konu til náms í kerfisstjórnun. 10. febrúar 2021 07:00