Scholz, sem er fráfarandi fjármálaráðherra og varakanslarim mun leiða samsteypustjórn Jafnaðarmanna, Frjálsra demókrata og Græningja. Slíkt stjórnarmynstur hefur aldrei áður verið reynt í Þýskalandi.
Stofnanir flokkanna hafa síðustu daga samþykkt stjórnarsáttmálann sem telur 177 blaðsíður þar sem meðal annars er rætt um auka innleiðingu stafrænna lausna hjá hinu opinbera og hækkun lágmarkslauna.
Merkel hafði fyrir nokkru tilkynnt um að hún myndi ekki bjóða sig fram aftur en í hennar valdatíð hefur Þýskaland og Evrópa öll gengið í gegnum miklar breytingar.
Fjármálakreppa, móttaka milljón flóttamanna til Þýskalands og brotthvarf Breta úr Evrópusambandinu eru á meðal mála sem Merkel þurfti að takast á við á valdaferlinum.
Á meðan hún gegndi embætti í Þýskalandi hafa Frakkar haft fjóra forseta, Bretar haft fimm forsætisráðherra og Ítalir átta.