Heppinn að sleppa lifandi frá háskalegri viðureign við bílaþjóf í Kópavogi Jakob Bjarnar skrifar 7. janúar 2022 10:13 Þessa bíls er nú leitað af Hilmar og lögreglu. Hilmar biður lesendur Vísis að hafa hjá sér augun, ef þeir sjá dökkbláan Peugeot 407 station með nr. LV-963 og hafa þá samband við lögreglu eða sig í síma 762-3105. Hilmar Ögmundsson ráðgjafi lenti í afar óskemmtilegu atviki nú í morgun, nokkru sem fæstir vilja lenda í. Hann var með bíl sinn í gangi fyrir utan heimili sitt að Kópalind í Kópavogi og skaust inn til að ná í börn sín sem eru tvö, stelpa og strákur, sex og sjö ára gömul, til að fara með þau í skóla. Rétt á meðan vindur ungur maður sér inn í bílinn og ekur á brott. Hilmar segir að þetta hafi ekki verið neinn fagmaður því hann var að baksa við að koma bílnum í bakkgír. Skrapað hné og blóðugur putti Hilmar áttaði sig þegar á því að ekki var allt með felldu. „Ég náði að opna hurðina og grípa í hann en hann keyrði með mig af stað og ég datt í götuna. Hann var næstum búinn að keyra á kyrrstæðan bíl og drepa mig,“ segir Hilmar sem hefur lýst eftir bílnum á Facebook-svæði íbúa Lindahverfis. Hilmar náði ekki að stöðva bílaþjófinn og er nú með skrapað hné og blóðugan putta eftir atganginn sem börn hans sex og sjö ára máttu horfa uppá. Um er að ræða dökkbláan Peugeot 407 station með nr. LV-963. Hilmar segir í samtali við Vísi hafa sett sig þegar í samband við lögregluna sem brást skjótt við og hefur hún sent út tilkynningu til allra umdæma. „Já, lögreglan kom strax á staðinn. Þeir voru snöggir að svara og sáu bílinn keyra inn Fífuhvammsveg á myndavélum sínum,“ segir Hilmar sem starfar sem ráðgjafi eða sérfræðingur hjá fjármálaráðuneyti Grænlands. Með aðsetur hér á Íslandi. Hann segir þetta sérkennilega reynslu að lenda í en það sé svo sem verið að stela bílum daglega. Börnin máttu horfa upp á atganginn Hilmar segir það svo að hann hafi einmitt hugsað til þess að ætli bílnum verði ekki stolið þegar hann fór inn til að sækja börnin. En þá vikið þeim þanka frá sér. En ekki var um nema fáeinar mínútur sem liðu frá því og þegar hann sá að einhver var kominn inn í bílinn. Hann hugsaði sig ekki um. Segir að hann hefði kannski frekar átt að reyna að henda sér í aftursæti bifreiðarinnar en menn hugsi ekki mikið við aðstæður sem þessar. En þetta hafi sannarlega verið óþægilegt að lenda í. „Ég er með skrapað hné og blóðugun putta eftir þetta. En það er vont að börnin hafi þurft að horfa uppá þetta,“ segir Hilmar. Lögreglumál Kópavogur Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Hann var með bíl sinn í gangi fyrir utan heimili sitt að Kópalind í Kópavogi og skaust inn til að ná í börn sín sem eru tvö, stelpa og strákur, sex og sjö ára gömul, til að fara með þau í skóla. Rétt á meðan vindur ungur maður sér inn í bílinn og ekur á brott. Hilmar segir að þetta hafi ekki verið neinn fagmaður því hann var að baksa við að koma bílnum í bakkgír. Skrapað hné og blóðugur putti Hilmar áttaði sig þegar á því að ekki var allt með felldu. „Ég náði að opna hurðina og grípa í hann en hann keyrði með mig af stað og ég datt í götuna. Hann var næstum búinn að keyra á kyrrstæðan bíl og drepa mig,“ segir Hilmar sem hefur lýst eftir bílnum á Facebook-svæði íbúa Lindahverfis. Hilmar náði ekki að stöðva bílaþjófinn og er nú með skrapað hné og blóðugan putta eftir atganginn sem börn hans sex og sjö ára máttu horfa uppá. Um er að ræða dökkbláan Peugeot 407 station með nr. LV-963. Hilmar segir í samtali við Vísi hafa sett sig þegar í samband við lögregluna sem brást skjótt við og hefur hún sent út tilkynningu til allra umdæma. „Já, lögreglan kom strax á staðinn. Þeir voru snöggir að svara og sáu bílinn keyra inn Fífuhvammsveg á myndavélum sínum,“ segir Hilmar sem starfar sem ráðgjafi eða sérfræðingur hjá fjármálaráðuneyti Grænlands. Með aðsetur hér á Íslandi. Hann segir þetta sérkennilega reynslu að lenda í en það sé svo sem verið að stela bílum daglega. Börnin máttu horfa upp á atganginn Hilmar segir það svo að hann hafi einmitt hugsað til þess að ætli bílnum verði ekki stolið þegar hann fór inn til að sækja börnin. En þá vikið þeim þanka frá sér. En ekki var um nema fáeinar mínútur sem liðu frá því og þegar hann sá að einhver var kominn inn í bílinn. Hann hugsaði sig ekki um. Segir að hann hefði kannski frekar átt að reyna að henda sér í aftursæti bifreiðarinnar en menn hugsi ekki mikið við aðstæður sem þessar. En þetta hafi sannarlega verið óþægilegt að lenda í. „Ég er með skrapað hné og blóðugun putta eftir þetta. En það er vont að börnin hafi þurft að horfa uppá þetta,“ segir Hilmar.
Lögreglumál Kópavogur Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira