Telja sig hafa fundið eitt sögufrægasta skip Ástralíu Samúel Karl Ólason skrifar 3. febrúar 2022 11:11 Eftirlíkingu HMS Endeavour siglt við strendur Ástralíu. AP/Mark Baker Ástralskir sagnfræðingar, kafarar og aðrir sérfræðingar á vegum Sjóminjasafns Ástralíu telja sig hafa fundið hið sögufræga skip Endeavour, sem James Cook sigldi á um Kyrrahafið á árum áður. Þau hafa varið meira en tveimur áratugum í að rannsaka svæði undan ströndum Rhode Island í Bandaríkjunum. Skipið hét formlega HMS Bark Endeavour og landkönnuðurinn James Cook sigldi á því yfir Kyrrahafið á árunum 1768 til 1771. Cook kortlagði á þeim tíma staði eins og Ástralíu og Nýja-Sjáland, sem Cook lagði eign á fyrir hönd bresku krúnunnar. Skipið var selt og fékk nafnið Lord Sandwich en því var sökkt vísvitandi af Bretum við Newport-höfn í Rhode Island. Það var gert árið 1778 í frelsisstríði Bandaríkjanna. Ástralarnir segja fimm skipum hafa verið sökkt af Bretum og fjögur þeirra hafi fundist. Nú hafi þeim tekist að sýna fram á að eitt þeirra sé í raun Endeavour. Cook dó á Havaí árið 1778 en það ár var fyrstu fangaskipunum siglt frá Bretlandi til Ástralíu til að koma á laggirnar fyrstu nýlendunni þar. Sky News hefur eftir Kevin Sumption, forstjóra Sjóminjasafnsins, að um mikilvægan fund sé að ræða því Endavour sé eitt mikilvægasta skip í sögu Ástralíu. Hér má sjá myndband frá Sjóminjasafni Ástralíu um rannsóknina og niðurstöður sérfræðinga safnsins. Bandaríkjamenn segja abbababb Fornleifafræðingar í Bandaríkjunum segja þó að samstarfsmenn sínir í Ástralíu hafi verið of fljótir á sér. Bæði sé ekki fullvíst að um Endeavour sé að ræða og þeir saka Ástrala um að hafa brotið gegn samkomulagi sem vísindamennirnir gerðu sín á milli um rannsóknir þeirra. D.K. Abbass, yfirmaður Rhode Island Marine Archaeology Project, segir hóp hennar hafa leitt leitina að Endeavour en enn sé of snemmt að segja með vissu að skipið hafi fundist. AP fréttaveitan hefur eftir Abbass að ýmsar mælingar stemmi við Endeavour en mörgum spurningum sé enn ósvarað. Hún sagði enn fremur að þegar rannsókninni yrði lokið yrði gefin út rétt skýrsla. Þrátt fyrir mótbárur frá Bandaríkjunum segist Sumption viss í sinni sök. Skipið sé Endeavour en einungis um fimmtán prósent skipsins séu enn á svæðinu. Sumpton segir að nú þurfi að hefja vinnu um hvernig hægt sé að varðveita það sem eftir er af skipinu. Ástralía Bandaríkin Bretland Nýja-Sjáland Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Skipið hét formlega HMS Bark Endeavour og landkönnuðurinn James Cook sigldi á því yfir Kyrrahafið á árunum 1768 til 1771. Cook kortlagði á þeim tíma staði eins og Ástralíu og Nýja-Sjáland, sem Cook lagði eign á fyrir hönd bresku krúnunnar. Skipið var selt og fékk nafnið Lord Sandwich en því var sökkt vísvitandi af Bretum við Newport-höfn í Rhode Island. Það var gert árið 1778 í frelsisstríði Bandaríkjanna. Ástralarnir segja fimm skipum hafa verið sökkt af Bretum og fjögur þeirra hafi fundist. Nú hafi þeim tekist að sýna fram á að eitt þeirra sé í raun Endeavour. Cook dó á Havaí árið 1778 en það ár var fyrstu fangaskipunum siglt frá Bretlandi til Ástralíu til að koma á laggirnar fyrstu nýlendunni þar. Sky News hefur eftir Kevin Sumption, forstjóra Sjóminjasafnsins, að um mikilvægan fund sé að ræða því Endavour sé eitt mikilvægasta skip í sögu Ástralíu. Hér má sjá myndband frá Sjóminjasafni Ástralíu um rannsóknina og niðurstöður sérfræðinga safnsins. Bandaríkjamenn segja abbababb Fornleifafræðingar í Bandaríkjunum segja þó að samstarfsmenn sínir í Ástralíu hafi verið of fljótir á sér. Bæði sé ekki fullvíst að um Endeavour sé að ræða og þeir saka Ástrala um að hafa brotið gegn samkomulagi sem vísindamennirnir gerðu sín á milli um rannsóknir þeirra. D.K. Abbass, yfirmaður Rhode Island Marine Archaeology Project, segir hóp hennar hafa leitt leitina að Endeavour en enn sé of snemmt að segja með vissu að skipið hafi fundist. AP fréttaveitan hefur eftir Abbass að ýmsar mælingar stemmi við Endeavour en mörgum spurningum sé enn ósvarað. Hún sagði enn fremur að þegar rannsókninni yrði lokið yrði gefin út rétt skýrsla. Þrátt fyrir mótbárur frá Bandaríkjunum segist Sumption viss í sinni sök. Skipið sé Endeavour en einungis um fimmtán prósent skipsins séu enn á svæðinu. Sumpton segir að nú þurfi að hefja vinnu um hvernig hægt sé að varðveita það sem eftir er af skipinu.
Ástralía Bandaríkin Bretland Nýja-Sjáland Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira