Frekari hækkun stýrivaxta byggir á hundalógik og er ranglát og siðlaus Ole Anton Bieltvedt skrifar 9. febrúar 2022 08:15 Skv. síðustu tölum, er verðbólga á Íslandi 5,7%. Þar af stendur húsnæðisliðurinn fyrir 2,0%. 3,7% stafa þannnig mest af erlendum verðhækkunum, sem aftur stafa beint og óbeint af COVID-faraldrinum. Í raun er orsakavaldur mikils meirihluta verðbólgunnar því COVID, heilsufarsvandamál, sem svo aftur hefur haft efnahagslegar afleiðingar. Þegar tekist er á við vanda, þarf auðvitað að taka á orsökinni, ekki afleiðingunum. Meðaltalsverðbólga um alla Vestur Evrópu er nú líka um 5%. Þar skilja Seðlabankar orsök vandans og kunna að greina á milli orsakar og afleiðigar. Seðlabaki Evrópu, sem fer með yfirstjórn peningamála, Evrunar, í 25 evrópskum löndum, ákvað því, að hækka ekki stýrivexti. Þetta væri ekki innlend, evrópsk, verðþennsla, heldur mest innflutt. Hækkanir á framleiðslukostnaði í Asíu og á alþjóðlegum flutnigskostaði. Áfram verða því evrópskir stýrivextir 0,0% út 2022. Sviss, Danmörk og Svíþjóð hafa líka eigin gjaldmiðil. Seðlabankar þessarar landa kunna líka að greina að orsök og afleiðingu. Allir þessir bankar halda óbreyttum stýrivöxtum, frá mínus 0,75% (Sviss) í 0,0% (Svíþjóð). Seðlabankar Bretlands og Noregs töldu smávægilegar innlenndar verðbólgu orsakir í gangi og hækkuðu stýrivexti í 0,25%. Að mati undirritaðs var ofagreind nálgun verðbólguvandans, í öllum þessum löndum, rökrétt og fagleg. Greining og verklag góð. Hafa verður líka í huga, að lágir vextir hjálpa atvinnulífinu að komast fyrr og betur í gang, eftir COVID, á sama hátt og hækkandi vextir bremsa. En, hvað gerir svo Seðlabanki Íslands!? Hann veður í það, á skömmum tíma, að hækka stýrivexti úr 0,5% í 2,0%! Og, frekari hækkun, jafnvel upp í 3%, virðist vofa yfir. Vísað er til þess, að skortur sé á íbúðum, mikil þensla sé á húsnæðismarkaði og slá verði á þá verðþenslu, sem húsæðismarkaður valdi. Lætur Seðlabanki nánast eins og öll verðbólgan hafi orðið hér til. Jafn ótrúlegt og það er, virðist Seðlabanki ekki átta sig á því, eða marka sína stefnu út frá því, að aðeins einn þriðji verðbólgunnar stafar af húsnæðismarkaði. Má telja, að með þeim hækkunum stýrivaxta, sem þegar hafa verið ákveðnar, hafi þá þegar verið tekið á þessum þætti verðbólgunnar, og það með ríflegum hætti. Hækkanir stýrivaxta yfir 2% séu því alls ekki við hæfi. Hér verður líka að hafa í huga, að stýrivextir stýra vöxtum allra lána - ekki bara húsnæðislána, heldur allra bankalána, líka lánveitingum til fjárfesta, byggingaraðila og verktaka - og hækka þannig byggingarkostnað og kynda upp verðbólgu! Íbúðamarkaðurinn er um 10 til 15 þúsund íbúðir á ári. Hækkun vaxta dregur auðvitað úr grósku á þessum markaði, dregur úr eftirspurn, en er það endilega af hinu góða? Minnkandi eftirspurn virkar letjandi á byggigarverktaka og -fjárfesta. Minna fé verður sett í byggingarframkvæmdir og -fjárfestingar. Vaxtasverðið fyrir byggingarmarkaðinn er því tvíeggja sverð. Það er ótrúlegt, að Seðlabanki virðist ekki greina eða taka mark á þessari heildarmynd. Og, hverjar eru svo afleiðingar þessa stýrivaxtagönuhlaups Seðlabanka fyrir lánsfjárstöðu fyrri íbúðakaupenda, nú íbúðaeigenda, sem eru auðvitað margfalt fleiri en nýir kaupendur? Yfir helmingur veittra íbúðalána mun vera með breytilegum vöxtum. Þegar stýrivextir hækka, hækka vextir á þessum lánum strax. Fram hefur komið, að vaxtabyrði af 30 milljón króna láni hækki um hálfa milljón á ári, ef vextir hækka, þó að ekki sé nema um 2%. Hvers eiga allar þessar fjölskyldur að gjalda!? Þær skipta tugum þúsunda. Ætla má, að 60-80 þúsund heimili verði fyrir barðinu á þessum vaxtahækkunum og því eignar- eða tekjunámi, sem þær hafa í för með sér. Fólk, sem keypti og tók lán í góðri trú, treystandi á ríkisstjórn og Seðlabanka, fá nú rýtinginn í bakið. Sem sagt, til að hemja kaupgetu 10-15 þúsund nýrra íbúðakaupenda, á að fórna hagsmunum um 60-80 þúsund fjölskyldna, sem hafa sér ekkert til sakar unnið, nema þá helzt það, að hafa treyst ríkisstjórn og Seðlabanka, og setja fjárhag margra þeirra í algert uppnám. Framganga Seðlabanka í þessu máli er fyrir undirrituðum með ólíkindum og mikill áfellisdómur yfir íslezkum stjórnvöldum og íslenzkri stjórnsýslu. Hér er verið að misþyrma umtalsverðum hluta þjóðarinnar á grundvelli hundalógik og það að ófyrirsynju. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Sjá meira
Skv. síðustu tölum, er verðbólga á Íslandi 5,7%. Þar af stendur húsnæðisliðurinn fyrir 2,0%. 3,7% stafa þannnig mest af erlendum verðhækkunum, sem aftur stafa beint og óbeint af COVID-faraldrinum. Í raun er orsakavaldur mikils meirihluta verðbólgunnar því COVID, heilsufarsvandamál, sem svo aftur hefur haft efnahagslegar afleiðingar. Þegar tekist er á við vanda, þarf auðvitað að taka á orsökinni, ekki afleiðingunum. Meðaltalsverðbólga um alla Vestur Evrópu er nú líka um 5%. Þar skilja Seðlabankar orsök vandans og kunna að greina á milli orsakar og afleiðigar. Seðlabaki Evrópu, sem fer með yfirstjórn peningamála, Evrunar, í 25 evrópskum löndum, ákvað því, að hækka ekki stýrivexti. Þetta væri ekki innlend, evrópsk, verðþennsla, heldur mest innflutt. Hækkanir á framleiðslukostnaði í Asíu og á alþjóðlegum flutnigskostaði. Áfram verða því evrópskir stýrivextir 0,0% út 2022. Sviss, Danmörk og Svíþjóð hafa líka eigin gjaldmiðil. Seðlabankar þessarar landa kunna líka að greina að orsök og afleiðingu. Allir þessir bankar halda óbreyttum stýrivöxtum, frá mínus 0,75% (Sviss) í 0,0% (Svíþjóð). Seðlabankar Bretlands og Noregs töldu smávægilegar innlenndar verðbólgu orsakir í gangi og hækkuðu stýrivexti í 0,25%. Að mati undirritaðs var ofagreind nálgun verðbólguvandans, í öllum þessum löndum, rökrétt og fagleg. Greining og verklag góð. Hafa verður líka í huga, að lágir vextir hjálpa atvinnulífinu að komast fyrr og betur í gang, eftir COVID, á sama hátt og hækkandi vextir bremsa. En, hvað gerir svo Seðlabanki Íslands!? Hann veður í það, á skömmum tíma, að hækka stýrivexti úr 0,5% í 2,0%! Og, frekari hækkun, jafnvel upp í 3%, virðist vofa yfir. Vísað er til þess, að skortur sé á íbúðum, mikil þensla sé á húsnæðismarkaði og slá verði á þá verðþenslu, sem húsæðismarkaður valdi. Lætur Seðlabanki nánast eins og öll verðbólgan hafi orðið hér til. Jafn ótrúlegt og það er, virðist Seðlabanki ekki átta sig á því, eða marka sína stefnu út frá því, að aðeins einn þriðji verðbólgunnar stafar af húsnæðismarkaði. Má telja, að með þeim hækkunum stýrivaxta, sem þegar hafa verið ákveðnar, hafi þá þegar verið tekið á þessum þætti verðbólgunnar, og það með ríflegum hætti. Hækkanir stýrivaxta yfir 2% séu því alls ekki við hæfi. Hér verður líka að hafa í huga, að stýrivextir stýra vöxtum allra lána - ekki bara húsnæðislána, heldur allra bankalána, líka lánveitingum til fjárfesta, byggingaraðila og verktaka - og hækka þannig byggingarkostnað og kynda upp verðbólgu! Íbúðamarkaðurinn er um 10 til 15 þúsund íbúðir á ári. Hækkun vaxta dregur auðvitað úr grósku á þessum markaði, dregur úr eftirspurn, en er það endilega af hinu góða? Minnkandi eftirspurn virkar letjandi á byggigarverktaka og -fjárfesta. Minna fé verður sett í byggingarframkvæmdir og -fjárfestingar. Vaxtasverðið fyrir byggingarmarkaðinn er því tvíeggja sverð. Það er ótrúlegt, að Seðlabanki virðist ekki greina eða taka mark á þessari heildarmynd. Og, hverjar eru svo afleiðingar þessa stýrivaxtagönuhlaups Seðlabanka fyrir lánsfjárstöðu fyrri íbúðakaupenda, nú íbúðaeigenda, sem eru auðvitað margfalt fleiri en nýir kaupendur? Yfir helmingur veittra íbúðalána mun vera með breytilegum vöxtum. Þegar stýrivextir hækka, hækka vextir á þessum lánum strax. Fram hefur komið, að vaxtabyrði af 30 milljón króna láni hækki um hálfa milljón á ári, ef vextir hækka, þó að ekki sé nema um 2%. Hvers eiga allar þessar fjölskyldur að gjalda!? Þær skipta tugum þúsunda. Ætla má, að 60-80 þúsund heimili verði fyrir barðinu á þessum vaxtahækkunum og því eignar- eða tekjunámi, sem þær hafa í för með sér. Fólk, sem keypti og tók lán í góðri trú, treystandi á ríkisstjórn og Seðlabanka, fá nú rýtinginn í bakið. Sem sagt, til að hemja kaupgetu 10-15 þúsund nýrra íbúðakaupenda, á að fórna hagsmunum um 60-80 þúsund fjölskyldna, sem hafa sér ekkert til sakar unnið, nema þá helzt það, að hafa treyst ríkisstjórn og Seðlabanka, og setja fjárhag margra þeirra í algert uppnám. Framganga Seðlabanka í þessu máli er fyrir undirrituðum með ólíkindum og mikill áfellisdómur yfir íslezkum stjórnvöldum og íslenzkri stjórnsýslu. Hér er verið að misþyrma umtalsverðum hluta þjóðarinnar á grundvelli hundalógik og það að ófyrirsynju. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun