Olíuverð hækkar hratt og hefur ekki verið hærra frá 2014 Samúel Karl Ólason skrifar 22. febrúar 2022 09:40 Frá olíuvinnslu í Texas í Bandaríkjunum. EPA/TANNEN MAURY Olíuverð hafði í morgun ekki verið hærra frá 2014 samhliða mjög svo aukinni spennu í Austur-Evrópu. Spennan við Úkraínu náði nýjum hæðum í gærkvöldi þegar Vladimír Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi sjálfstæði tveggja héraða í Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar, studdir af Rússlandi, ráða ríkjum. Pútín skrifaði undir samkomulag við leiðtoga héraðanna og hefur sent „friðargæsluliða“ á svæðið. Vestrænir ráðamenn óttast enn að Pútín ætli sér að gera allsherjar innrás í Úkraínu og sumir segja hana jafnvel þegar hafna. Tilkynna á refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna málsins í dag. Eins og bent er á í frétt CNBC var Rússland helsti Evrópu varðandi olíu og jarðgas í fyrra. Í frétt Reuters segir að spennan bætist við fyrri vandamál og verð hráolíu nálgist hundrað dali á tunnuna. Brent-hráolía hafði hækkað um 3,48 dali í morgun, eða um 3,7 prósent og stóð í 98,87 dölum klukkan níu í morgun. Vísitala olíu í Texas í Bandaríkjunum hækkaði um 4,41 dal eða 4,8 prósent og stóð í 95,48 dölum. Báðar tölurnar hafa ekki verið hærri frá 2014. Greinandi sem CNBC ræddi við segir olíuverð geta farið í allt að 110 dali á komandi dögum. Sérstaklega ef dregið verði úr flæðinu frá Rússlandi til Evrópu, sem samsvarar um þremur milljónum tunna á dag. Á móti kemur að nýtt kjarnorkusamkomulag við Íran gæti opnað á flæði um milljón tunna á dag þaðan. Bensín og olía Úkraína Rússland Hernaður Átök í Úkraínu Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Pútín skrifaði undir samkomulag við leiðtoga héraðanna og hefur sent „friðargæsluliða“ á svæðið. Vestrænir ráðamenn óttast enn að Pútín ætli sér að gera allsherjar innrás í Úkraínu og sumir segja hana jafnvel þegar hafna. Tilkynna á refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna málsins í dag. Eins og bent er á í frétt CNBC var Rússland helsti Evrópu varðandi olíu og jarðgas í fyrra. Í frétt Reuters segir að spennan bætist við fyrri vandamál og verð hráolíu nálgist hundrað dali á tunnuna. Brent-hráolía hafði hækkað um 3,48 dali í morgun, eða um 3,7 prósent og stóð í 98,87 dölum klukkan níu í morgun. Vísitala olíu í Texas í Bandaríkjunum hækkaði um 4,41 dal eða 4,8 prósent og stóð í 95,48 dölum. Báðar tölurnar hafa ekki verið hærri frá 2014. Greinandi sem CNBC ræddi við segir olíuverð geta farið í allt að 110 dali á komandi dögum. Sérstaklega ef dregið verði úr flæðinu frá Rússlandi til Evrópu, sem samsvarar um þremur milljónum tunna á dag. Á móti kemur að nýtt kjarnorkusamkomulag við Íran gæti opnað á flæði um milljón tunna á dag þaðan.
Bensín og olía Úkraína Rússland Hernaður Átök í Úkraínu Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira